Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Skuldbindingafælni

í Rómantík fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég er alveg sammála þér Lynx, soldið óþolandi þegar fólki finnst óeðlilegt að vera EKKI í sambandi. Hver hefur sinn rétt til að velja. Það eina sem ég myndi hafa áhyggjur af er að verða einmana þegar ég er orðin gömul. Ef maður á engan kall og engin börn, hver á þá að hugsa um mann þegar maður er orðinn gamall? Er þá ekki flestum sama um gömlu kellinguna í næsta húsi? Það hlýtur að vera einmanalegt þá, þó það sé skemmtilegt á meðan maður er ungur. Eins gott að maður eigi systkini ef maður...

Re: Of mikið

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég þekki þessa tilfinningu, hún rífur mann upp að innan. Mjög bitur og örg tilfinning sem þú nærð vel að lýsa í þesu ljóði.

Re: Texti sem veit ekki hvað hann vill vera :S

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
hvort sem þetta er ljóð eða ekki, saga eða ekki, draumur eða ekki, þá er þetta rosalega flott. Það fylgir þessu viss tilfinning sem erfitt er að útskýra. En hver eða hvað er þessi/þetta Eloin?

Re: hláturinn

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Mjög sérstakt og athyglisvert. Flott, sérstaklega endirinn.

Re: Einelti

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Æi, en sorglegt! Samt mjög fallegt og enginn vælutónn yfir því sem gerir svo mörg ljóð svo leiðinleg

Re: hver ertu???

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ummmm…. Hvað maður skilur þessa löngun. Þetta ljóð færir manni von á ný. Virkilega fallegt!

Re: Blaut ást

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ummmm…. Nammi! ;)

Re: Nýji vinurinn minn

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sárt og biturt og snertir mann. Mjög fallegt. Flott!

Re: There they come

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Mjög bitur lýsing á stríði/hryðjuverkum. Sérstaklega með “they come armed and shielded…” sem gæti lýst því að þeir eru viðbúnir en ekki þeir sem þeir ráðast á. Mjög ósanngjarnt. Flott, bravó!

Re: blumx

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Merkilega súrt og skemmtilegt. Er ekki alveg viss hvort það sé djúpt, en ég held það (ég er ekki góð í að skilja svona ljóð)

Re: fjarlæg ást. (reyndi að vera jákvæð, tókst næstum)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Virkilega fallegt og ég er sammála því að flestir skilji þetta því þeir hafi flestir verið í svipaðri stöðu. Hins vegar reyni ég persónulega að loka fyrir allar slíkar tilfinningar svo ég lendi ekki í svona aftur. Þannig að sárindin sem fylgja þessu, þeim lýsir þú einnig vel.

Re: Abandoned Road

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Virkilega fallegt!

Re: víxl

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
mystískt og flott

Re: Bara smá tilraun

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Flott og skemmtilega einfalt sett upp. Passaðu samt stafsetningu og málfræði, bara svona upp á framtíðina, því fólk ber ekki virðingu fyrir þeim sem skrifa vitlaust.

Re: Sniðug Quotes

í Rómantík fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Vá, fallegt! Skemmtilegust fannst mér síðustu fimm: 9. Maybe God wants us to meet a few wrong people before meeting the right one, so that when we finally meet the person, we will know how to be grateful. 10. Don't cry because it is over, smile because it happened. 11. There's always going to be people that hurt you so what you have to do is keep on trusting and just be more careful about who you trust next time around. 12. Make yourself a better person and know who you are before you try...

Re: Skuldbindingafælni

í Rómantík fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég þjáist af þessu akkúrat núna, en það var ekki þannig áður fyrr. Ég hef bara lent í svo mörgum slæmum samböndum og öðrum sem hafa verið haldnir skuldbindingarfælni (á meðan ég var það ekki) að ég get núna ekki hugsað mér að binda mig. Um leið og eitthvað dúllerí fer að verða alvarlegt hleyp ég í burtu, meika bara ekki svoleiðis rugl. Veistu hvers vegna þú ert svona hrædd(ur) við þetta? Ef þú kemst að rót vandans, ástæðunni fyrir þessu, þá ættirðu auðveldara með að leysa þetta.

Re: kisurnar mínar sjá drauga

í Dulspeki fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég held þú ályktir rétt. Mörg dýr eru “skyggn” ef hægt er að segja það um dýr, því fyrir þeim er þetta eðlilegt. Það á líka að vera eðlilegt fyrir manninn, en hann hefur bara glatað því.

Re: Nóttin

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Mikið er þetta fallegt! Biturt, en samt ljúft og líðandi, vel heppnað rím og bara VÁ!

Re: Samheiti/andstæða.

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Snilldar ljóð og ég hef raunar lítið við að bæta það sem hinir sögðu, þar sem það er nokkurn veginn það sem mér finnst.

Re: Mánuður í tímabær lög

í Farsímar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sammála! Ef það er samtalið sem truflar ætti þá ekki að banna samtöl í bílum yfir höfuð? Eða er það ekki brot gegn stjórnarskránni? Þ.e. á tjáningarfrelsi. Hitt er annað mál að það er erfiðara að bregðast við hættum og stýra bílnum ef maður heldur á einhverju í annarri hendi og er þar að auki EKKI með athyglina við aksturinn. Það tvennt held ég að fari ekki saman. Þannig að það er ágætis málamiðlun að banna þetta. En annað þykir mér nú enn fáránlegra en að tala í símann í bíl og það er að...

Re: Vantar smá hjálp í sambandi við ketti

í Kettir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hann er bara hræddur við þetta nýja umhverfi og aðstæður. Leyfðu honum að róast og jafna sig. Ekki taka hann of mikið upp. Ef þetta er kettlingur er hann ábyggilega lofthræddur fyrst um sinn líka. Ef þetta er fullorðinn köttur er hann ábyggilega sármóðgaður og fúll út í þig. Kettir eru nefnilega ekki svo hrifnir af breytingum. Góð hugmynd að gefa honum eitthvað gott. Prófaðu líka að nota undirskál í staðinn fyrir venjulegan matardall, svo hann sjái hvað er verið að gefa honum. Ég veit hann...

Re: world war II í bakgarðinum

í Dulspeki fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Mig hefur líka dreymt svipaða drauma. Ég held að ef þeir eru ekki merki um of mikla tölvuleikjaspilun og sjónvarpsgláp (það er ekki þannig í mínu tilfelli því ég horfi sjaldan á sjónvarpið og enn sjaldnar spila ég tölvuleiki) að þá merki þeir togstreitu eða reiði gagnvart einhverju.

Re: Flug í draumi

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Vá, en fallegt! Og líka flottur stíll.

Re: grrr ég er villidýr (smá fantasía)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Urrr…. Namminamminammm! Hljómar girnilega! Mikið væri lífið nú skemmtilegt ef maður gæti hagað sér svona í alvörunni! ;) Skemmtilegt ljóð! Ekki perralegt þó það sé fantasía og ég fíla það.

Re: Jörðin deyr

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
No problemo, þú þarft ekkert að afsaka. Mér finnst þetta fínt ljóð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok