Ég á þrjá ketti. Ég fylgist mikið með þeim, hvernig þeir hegða sér við ákveðnar aðstæður og bara dáist af þeim. Það er alveg merkilegt, sérstaklega með einn þeirra að það er alveg sama hvað þeir eru að gera, ALLTAF þegar ég verð eitthvað leið þá koma þeir til mín og nudda sér upp við mig malandi. Ég hef oft pælt í því hvernig þeir vita að ég er leið og um daginn fannst mér ég verða vör við ömmu mína þegar ég datt aðeins niður ( þetta var daginn sem hryðjuverkin voru) um leið og mér fannst ég finna fyrir henni horfðu kettirnir allir í áttina sem mér fannst hún vera og einn þeirra sniffaði svona upp í loftið.
Ég hef líka tekið eftir því að stundum á nóttunni þegar mér líður bara vel, og er að labba í myrkrinu inn á bað, eru kettirnir alveg rólegir kannski sofandi eða eitthvað. Svo koma þeir tímar sem mér finnst einhver vera horfa á mig og fæ svona ónotatilfinningu þá eru kettirnir svona einhvern veginn á varðbergi…
Getur verið að kettir séu á annarri “bylgjulengd” en við og viti því hvernig á að koma fram við okkur og aðra anda? Við höfum ´nú öll tekið eftir því að kettir virðast dýrka sumt fólk en hata annað…