Ég skimast í kring um mig
tek mig fyrir,
hvað er ég, hvert fer ég,
norður, upp, eða yfir?
Upp hvert, ég bara spyr,
og leita svo um allt
en ég finn bara hatrið
allt dimmt, og kalt.
Hjartahlýja, hún er engin,
hvað er orðið um ást,
þessi hlýja, sem við höfðum,
hún fór, hún brást.
Drepa í Guðs nafni,
réttlæta það síðan
“Hann var ekki eins og ég,
hann var ekki bara blíðan.”
Hvert stefnir þessi heimur,
allt fer í steik,
stríð og dráp og allt það slæma,
er löngu komið á kreik.
Drápseðlið bindur okkur,
við verðum bara að drepa,
bloðið eftir saklaust fólk
við upp verðum að lepja.
Heimurinn mun deyja út,
þetta allt til fjandas mun fara,
því fávitinn hann dobbeljú Bush,
hann hverfur ekki bara!
Þriðja styrjöld,saklaust fólk,
hann hefur ekkert gott að færa,
drepa Bin Laden, kæra þjóð,
um annað er ekki að ræða!
En hann stoppar ekki þar, onei,
drepa Ladens þjóð bara með,
skiptir engu,það erum ekki við,
Afghanistar, bara peð.
Hlutir gerast, verri verða
með hverjum deginum sem mun líða
við hættum ekki, lærum ekki,
að jörðin okkar fríða
þolir ekki þetta hnjask
og Bush með kjaftæðið,
hún mun bráðum gefast upp,
hverfa í volæðið.
Hvað verður um okkur, við saklaust fólk,
sem vitum ekki neitt,
við gufum upp, við hverfum fljótt,
getum ekki á jörðina reitt.
Ég kveð því nú,
ég mun segja bless,
jörðin er að deyja, en hey,
chill bara, ekkert stress!

Ok..þettz varð dáldil vitleysa í lokin. Ég þoli bara Bush ekki og hann er að rústa heiminum. Og heimurinn að deyja. en annars er það kannski innantómt. fyrirgefið lélegt framtak, ég er úr æfingu. Og ég veit að Bin Laden er frá Saudi-Arabíu, en talibanar hafa nú verið að passa hann og þeir ætla að drepa þá, svo ég lét það út sem hans þjóð. Fyrirgefiði.