ég horfi á þig,
svo fagran í nekt þinni,
og ímynda mér,
hvernig það væri,
að eiga þig allann,
með húð og hári.

ég horfi á þig,
svo fagran í nekt þinni,
og læt mig dreyma,
um að þú
liggjir mér við hlið,
að eilífu.

ég horfi á þig,
svo fagran í nekt þinni,
og pæli í því,
hvað það væri gaman
ef þú elskaðir mig,
af öllu hjarta.

ég horfi á þig,
svo fagran í nekt þinni,
og hugsa með mér,
hvað lífið er brothætt,
og ég verð hrædd,
um að missa þig.

ég horfi á þig,
svo fagran í nekt þinni,
og velti því fyrir mér,
hvernig það væri,
ef þú lægir á koddanum mínum,
á morgnanna.

en þetta er allt samann draumur,
ég elska þig fjarlægt,
og horfi á þig,
kyssa aðra en mig,
elska aðra en mig,

eitt lítið tár,
rennur niður vanga minn.
Ég syrgi það,
sem ég hef aldrei átt,
hljóðlega og vona,
að einhvern daginn,
svarir þú kalli mínu,
eftir ást.
cecilie darlin