Í myrkrinu vakir hann veikur
og vonsljór um betra líf
við mennina hræddur svo smeykur
með sár eftir illskunar hníf

Þeir áttu hans andvökunætur
þær ætlar hann þeim öllum að gjalda
því að hatrið með grimmdinni grætur
og geldur því skuldina þúsundfalda

Eftir háðung og spott í lífinu stutta
skal ferðinni heitið yfir í annað
endapunkt smellt á með einum putta
paradís fundin og landið þar kannað.