Nei, ég er Wiccatrúar. Wicca á í engu skylt við satanisma. Wicca er heiðin trú. Satan er kristið hugtak. Ég er fjölgyðistrúar og náttúrutrúar. Ég trúi á jörðina, himininn, tunglið, sólina o.s.frv. Lög Wicca eru að svo lengi sem maður skaðar engan, hvorki sjálfan sig né aðra, má maður gera hvað sem maður vill. Í satanisma hafa þau sínar eigin reglur og lög og oftar en ekki skiptir engu máli hvort einhver verði fyrir skaða eða ekki. Við í Wicca samþykkjum hvorki þá almennu hugmynd um “hið...