Reimleikar

Reimleikar eru fyrirbæri sem virðast staðbundin, þ.e.a.s. þau eru bundið við eitthvað ákveðið svæði, eins og t.d. hús. Fólk virðist skynja „fólk“ eða „dýr“ eða athafnir fólks. Frásagnir af reimleikum einkennast yfirleitt af fyrirbærum eins og svipum, oftast mönnum en stundum af dýrum, fótataki, þruski, köldum gusti og höggum á hurðir, mannsröddum og hvíslingum. Oft hafa hljóð heyrst, hurðir á skápum og herbergjum hafa opnast og lokast og hurðarhúnar snúist. Frásagnir af reimleikum á ákveðnum stað skjóta oft upp kollinum aftur og aftur. Það getur t.d. á nokkurra ára fresti og gengið í áratugi eða jafnvel árhundruð.
Draugar eru almennt taldir vera framliðið fólk sem af einhverjum ástæðum getur ekki losnað frá einhverjum ákveðnum stað, eru líkamlegir og bundnir við jörðina. Fylgjur og svipir eru annar hlutur og virðast meira ótengdar efnislíkamanum og hreyfa ekki við hlutum.
Margar hugmyndir eru hvað draugar og reimleikar séu. Gunnar í Krossinum segir það vera ill öfl sem valdi reimleikum í húsum og ásæki fólk, þetta sé skipulagður her illra anda, með sjálfan djöfulinn við stjórnvölinn. Þetta geti þó líka verið sálir sem geri ekki iðrun fyrir dauðann og komist því ekki til Himnaríkis. Þessir andar ásækja fólk og hafa þau áhrif að það á erfitt með svefn og finnur til vanlíðunar og ótta. Illu andarnir geta líka lagst á fólk og þá er það andsetið, breyti um persónuleika og taki hreinlega stakkaskiptum og þegar það er hreinsað engist það sundur og saman. Hann er á móti miðlum og tekur fram Biblíuna máli sínu til stuðnings, í henni sé lagt blátt bann við því að hafa samband við andaheiminn og því eigi miðlar reiði Guðs yfir höfði sér.
Dulsálfræðingar eru ósammála um hvort alvöru reimleikar séu í raun og veru til. Eitt eru þeir þó sammála um og það er að ef að raunverulegir og viðvarandi reimleikar eru til á einhverjum stöðum þá eru þeir afar fátíðir.
Þrátt fyrir það fær Sálarrannsóknarfélagið eitt til tvö símtöl á dag þar sem beðið er um aðstoð gegn reimleikum og einnig eru aðrar stofnanir sem leggja upp úr dulrænum hlutum oft beðnar um hjálp.
Ein hugmyndin um reimleika eru sú að þeir geti stafað af nokkrum atriðum. Í fyrsta lagi geta þetta verið vondar verur að handan sem þrífast á erfiðleikum, óhamingju og slæmum hugsunum. Í öðru lagi geta vondar hugsanir hnoðast saman og orðið að hugsanakerfum með sjálfstætt líf. Í þriðja lagi getur verið að orkusvið á heimilum sé í ólagi, t.d. vegna nálægðar við spennustöðvar. Í fjórða lagi eru þetta sálir sem gera sér ekki grein fyrir að þær eru farnar eða geta ekki sleppt jarðlífinu, t.d. ef fólk fer mjög snöggt. Sumt sem birtist fólki getur verið illt en það er mjög sjaldgæft. Oftast er það reyndar ágætis „fólk“ sem lifir í sátt við fjölskylduna og er þar vegna þess að þar líður því vel. Til eru dæmi þess að svipir hafi flust með fjölskyldum þegar þær hafa skipt um húsnæði, enda er ekkert sem segir að svipi megi aðeins finna í gömlum húsum, slíkt er fjarri lagi. Sálirnar vilja ekki endilega illt heldur eru þær oft að leita eftir hjálp og stuðningi.
Kaþólska kenningin er sú að eftir líkamsdauðann fari sumir beint til Guðs en aðrir fari í eins konar hreinsun fyrst og að hægt sé að hjálpa þeim sálum yfir með bæninni. Svo eru auðvitað þeir sem fara til helvítis. Andsetning er líka möguleiki en mjög sjaldgæf og í þeim tilfellum særa prestar út illa anda úr fólki. Kaþólska kirkjan bannar líka allt samband við miðla og aðra slíka starfsemi undir sömu forsendum og Gunnar í Krossinum, það stendur í Biblíunni.

Eitt dæmi um reimleika á Íslandi gerðist fyrir nokkurm árum þegar skátaflokkur einn var á leið í „hike“ á Vesturlandi. Hann lagði af stað um kvöldið með rútu og ætlaði að gista í sæluhúsi einu áður en hann legði af stað í ferðina morguninn eftir. Þetta voru nokkrir unglingar, stelpur og strákar, á aldrinum fimmtán til átján ára. Þau komu seint um kvöldið að sæluhúsinu og komu sér fyrir í kojunum eftir að hafa fengið sér dálítið í gogginn. Þau spjölluðu dálitla stund en lögðust síðan til svefns. Um nóttina vaknaði ein stúlkan, við skulum kalla hana X, við það að hún valt úr efri kojunni og á gólfið. „Ég rankaði við mér á gólfinu og fann til mikils sárauka í annarri hendinni. Ég leit upp og sá þá standa fyrir framan mig konu með tvö ung börn, annað á handleggnum en hitt við hliðina á sér. Mér varð nokkuð brugðið enda þekkti ég ekki þetta fólk. Svo fór konan að tala við mig og sagði mér m.a. að hún hefði orðið úti einn kaldan vetur fyrir mörgum árum. Ég varð mjög hrædd þegar ég gerði mér grein fyrir að hún var ekki lifandi…“ Þegar hún vaknaði morguninn eftir fann hún fyrir sama sársaukanum í hendinni og sagði vinum sínum frá þessu, enda hafði þetta verið mjög raunverulegt og konan lýst mörgum smáatriðum. Þegar þau komu heim úr ferðalaginu fóru X og vinkona hennar, Y, heim til Y að kanna þetta mál, enda faðir hennar dómari og átti mörg skjöl og bækur um ýmis mál sem komið höfðu fyrir rétti og/eða verið rannsökuð. Þar á meðal eitt mál; kona og tvö börn hennar, drengur og stúlka, höfðu orðið úti einn vetur fyrir nokkrum tugum ára árum í vondu veðri þegar bíll konunnar hafði bilað. Vegurinn hafði orðið ófær og enginn keyrt um hann í ca. tvo daga með þeim afleiðingum að enginn vissi af þeim eða kom þeim til bjargar. Þau frusu í hel.

Eining eru til svokallaðar firðhræringar, en þeim svipar mjög til reimleika. Munurinn er sá að reimleikar eru bundnir við ákveðinn stað en firðhræringar eru bundnar við ákveðna manneskju. Slík fyrirbæri vara yfirleitt stuttan tíma, nokkar vikur eða mánuði og koma fram sem hreyfingar eða flutningur á hlutum. Margar svokallaðar firðhræringar hafa við nánari athugun reynst ímyndun, misskynjun eða falsanir. Þrátt fyrir það eru sum tilfelli sem hafa verið rannsökuð ítarlega sem ekki hefur verið hægt að útskýra með slíkum tilgátum.


Kveðja,
Divaa

P.S. Sagan um X og Y er sönn, þess vegna breytti ég nöfnunum. Þetta er alvöru viðtal.