Ég á kött sem heitir Pjási(en er kallaður kisi). Hann er gullfallegur silfurlitaður norskur skógarköttur. Fyrir nokkrum kvöldum síðan hleypti ég kisa út eftir kvöldmat eins og vanarlega. Um 10 leitið fór konan mín út til að kalla á Kisa en hann kom ekki, sem er í raun ekkert óvenjulegt. Áður en við fórum að sofa fórum við út til að kalla í hann, en Kisi lét ekki sjá sig. Morguninn eftir kom hann heldur ekki í leitirnar. Það var ekki fyrr en um hádegið að konan mín fann hann vera skríða heim á 3 löppum. Hún tók hann inn og við skoðuðum hann. Hann var sárþjáður og greinilegt var að eitthvað hefði komið fyrir vinstri afturfótinn hjá honum. Einnig var hann með þungan andadrátt. Við fórum með hann strax upp á dýraspítalann í garðabæ þar sem við skildum hann eftir til að láta mynda hann.

Klukkustund síðar hringdi ég til að athuga hvort einhverjar fréttir væru af kisunni okkar. Mér brá heldur betur í brún þegar mér var sagt að fótur væri brotinn og hann væri með innvortis blæðingar en varð mjög feginn þegar ég komst að því að væntanlega væri hægt að víra beinin saman með smá aðgerð og að blæðingarnar myndu stoppa. Ég samþykkti að senda Kisa í aðgerð. Þetta er að vísu rándýr aðgerð sem ég og konan mín höfum ekki efni á þar sem við erum fjölskyldufólk(6 manna fjölskylda með kisa) og í námi, en Kisi er partur að fjölskyldunni okkar og það kom ekkert annað til greina. Ég og konan mín heimsóttum kisa þó svo að hann væri steinsofandi. Þar fengum við að sjá myndir og okkur sagt að það hefði verið keyrt yfir hann. Hann hefur væntanlega verið alla nótt að skríða heim(þvílíkt hörkutól). Aðgerðin átti að fara fram næsta morgunn.

Hringt var í mig um 9 leitið. Þau voru búinn að opna Kisa og kom þá í ljós að brotið væri miklu verra en þau héldu í fyrstu. Liðurinn (hnéð) var 4 brotinn og einnig væri brot fyrir ofan liðinn. Það kom aðeins þrennt til greina og þurftu ég og konan mín að taka ákvörðun í flýti þar sem Kisi væri á skurðaborðinu. Það fyrsta væri að lóga honum. Annað væri að taka liðinn í burtu og festa fótinn aftur saman með stálplötu. Þetta væri myndi þýða að hann gæti aðeins notað fótinn á sér sem stuðning og myndi væntanlega ekki geta verið útikisi. Þriðji möguleikinn væri að taka löppina af fyrir ofan hné, sem myndi skilja hann eftir með smá stubb. Hann ætti auðveldara með að vera útikisi en væri þrífættur og myndi t.d. missa stökkkraftinn. Þetta er það erfiðasta sem ég og konan mín höfum þurft að ákveða. Margar spurningar komu upp þegar við ræddum þetta. Við reyndum að finna það sem væri best fyrir Kisa. Spurningin er, getur hann verið hamingjusamur með stífan fót eða þrífættur, ef ekki þá væri best að lóga honum. Veit ekki hvort það var eigingirni í okkur en við ákváðum að lóga honum ekki, við bara getum ekki misst litlu dúlluna okkar, við elskum kisan okkar. Við ákváðum að reyna á að leyfa honum að lifa, en ef það kemur síðan í ljós að hann þjáist allt of mikið þá munum við leyfa honum að fara. Þá var bara að ákveða hvort við vildum fá stálplötu í fótin á honum eða fá hann þrífættan, önnur erfið ákvörðun. Ég bara gat hreinlega ekki tekið þá ákvörðunn og leyfði þar með konunni minni að ráða. Henni fannst það ráðlegra að gera hann þrífættan. Hún hafði sjálf upplifað að vera með stálpinna í putta og vissi hversu sáraukafullt það væri. Það myndi vera nær ómögulegt fyrir hann að vera úti í kulda. Einnig væru batalíkurnar upp á því komnar að við næðum að láta kisa ekki nota fótinn í 2 til 3 vikur sem yrði erfitt. Fóturinn var síðan tekinn af kisa :( Hann kemur heim núna eftir helgi og verður hann svolítið þjáður næsta mánuðinn. Læknirinn segir að hann verði fljótur að læra að nota aðeins 3 fætur. Þetta er eitt af því erfiðasta sem ég hef gengið í gengnum.

Nokkrar spurningar sita samt eftir hjá mér: Gerðum við rétt? Hvað hefðu þið gert? Hefur einhver lent í þessu áður ( hef persónulega aldrei séð þrífættan kött)? Einnig hefur þetta slys skilið eftir sig smá skuldasúpu fyrir okkur, vitið þið um einhverja styrktar sjóði eða eitthvað sem gæti hjálpað okkur?

Kveðja
Sturla Þór og Rebekka