Ég get ekki orða bundist yfir þessu, ég bý hjá afa og ömmu í félagslegri íbúð og um daginn kom bréf um að það yrði 8% hækkun á leigunni fyrir áramót, 8% er um 4000 þús krónur, svo kemur önnur alveg eins hækkun 1 mars á næsta ári. og afi og amma eru það gömul að þau fá úr tryggingunum til framfærslu og sú framfærsla mun hækka eitthvað en hún dugar til að dekka hækkun á húsaleigunni.

svona hefur þetta verið síðan Ingibjörg sólrun “einkavæddi” félagslega bústaði, leigan hefur smá verið að mjakast upp á meðan fólk sem lifir fær bætur, eins og flestir fá sem búa í þannig íbúðum, sjá ekki að bæturnar séu að hækka á móti.

Nú er Ingibjörg líka að ganga á barnafólk og hækka leikskólagjöld stórkostlega, hve langt ætlar þessi manneskja að ganga. kannski ganga svo langt að fólk endar á götunni ? og fólk hefur ekki efni á að eiga börn og fá fyrir þau dagvistun.

Ég er ekki að skilja hvað þeir sem kusu hana í borgarstjórakostingunum voru að hugsa ef maður horfir á þetta sem ég taldi upp að ofan. Allt sem hún gerir virðist vera gert af algeru tilfingaleysi og skilningsleysi á kjörum fólks. eins og að hækka strædisvagnagjöld á sínum tíma, sem aftur kemur niður á þeim sem eiga minst af peningum.