Mia langar að deila með ykkur því sem er búið að gerast fyrir mig, frekar spúkí, á þessu og síðasta ári í húsinu mínu.

Þar síðustu jól fekk stóra systir mín stóra
stál-klukku(veggklukku) í jólagjöf.
Eftir jólin let hún hana langt uppí hillu inní herberginu sínu.

Svo næstum 2 mánuðum seinna vorum við 3 systurnar einar heima og sátum inní stofu að spjalla tegar að við heyrðum tetta líka rosalega brothljóð og það virtist koma úr herbergi stóru systur.
Við vissum að enginn annar var heima, en ákváðum að kíkja inn,
tá lá STÁL-klukkan sem hafi verið uppí hillu í 2 mánuði mölbrotin og BEYGLUÐ í gólfinu (ekki einu sinni ég gæti beyglað klukkuna þó ég reyndi).
Sama dag kom mamma heim með spólu sem við ætluðum að horfa á, hún lá uppí sófa með fjarstýringuna á maganum og ég sat fyrir framan sjónvarpið og atlaði að láta spóluna í video tækið,
en um leið og ég ýtti spóluni inn komu hrinjandi á hausinn á mer 2 kertastjakar sem hafa verið uppá sjónvarpi bara forever, og það slökknaði á sjónvarpinu, fjarstýringin var enntá á maganum á mömmu tannig hún slökkti ekki.

Nokkrum mánuðum eftir að tetta gerðist kom amma mín í heimsókn.
Ég sast fram og fekk mér kaffi og byrjaði að tuða hvað mér leiddist mikið, tá spurði amma afhverju ég færi tá ekki attur inní herbergi og talaði við vinkonu mína…..
én ég sagði að það væri enginn hjá mér….
hún reyndi að þræta fyrir það og sagði að hún hafi séð þessa dökkhærðu, stelpu standa og stara á sig tegar að hún kom inn, hún sagði að hún hafi staðið við herbergið mitt og labbað síðan inn.
Ég var alveg viss um það væri engin stelpa þarna en gáði samt, og þar var enginn.

Fyrir hálfu ári síðan lá ég í sófanum um miðja nótt og var að horfa á sjónvarpið og sofnaði.
Ég hrökk upp við hræðilega martröð og galopnaði augun…..
og beint fyrir framan mig aftan við endan á sófanum sá ég dökkhærða stelpu það var eins og hún sæti á stól og hún ruggaði sér fram og aftur og andaði hátt, það var eins og hún horfði á mig en samt fram hjá mér.
Év var so hrædd að ég gat ekki hreyfti og ég lá þarna stjörf örugglega í 2-3 mínutur, svo hljóp ég inní herbergi.

Daginn ettir þetta fór ég til ömmu minnar og lýsti hvað ég sá og spurði hana nákvæmlega hvernig stúlkan leit út sem hún sá,
…..hún lýsti henni nákvæmlega eins út og ég sá
…..kolsvart hár, rosalega hvít, í ljósum kjól.

Ég hef oft fundið á mér ef það er e-h gott eða vont í kringum mig og í sumum húsum get ég bara ekki verið inní, ég hef líka stundum séð eins og skugga og útlínur fara fram hjá mér en aldrey séð neitt sona vél.

Við höfum hvorugar séð hana attur.

Haldiði að þetta sé kannski e-h sem þarf hjálp eða e-ð???
Ég veit það ekki!!!
Hvað fynnst ykkur???