Bíddu… má hún vera með eitthvað vesen í parhúsi??? Ég meina, það er ekki eins og maður sé á einhvern hátt með neitt sameiginlegt. Inngangur, garður, bílskúr og allt er sér. En vá hvað ég væri samt pirruð ef nágranni minn léti svona. En sem betur fer er fáránlega mikið af dýrum í minni götu. Það eru svona 16 hús eða eitthvað og í öðru hverju þeirra er hundur og í flestum hinna kettir. Við erum t.d. með hund og tvo ketti og konan hinum megin í parhúsinu með hund líka. EKKERT vesen!!!! :D