Jæja núna er ég nýbuinn að horfa á lokaþáttinn !!! Gæti verið spoiler fyrir suma sem misstu af honum !!!!!!!

Þátturinn byrjaði á rólegu nótunum, Butch, Rob og Matt mjög glaðir um að komast í úrslit og Jenna var að hugsa um hvernig hún gæti unnið Immunity. Seinna um daginn var komið að keppnina, Þetta var eins konar völundarhús. Þrautin gékk útá það að safna 4 hálsfestum að mismunandi gerð með bundið fyrir augun og snerta ákveðnar “pílur” Og finna út í hvaða átt þær Benda.

Matt, Rob og Jenna náðu öll fljótlega fyrstu hálsfestina en Butch var frekar villtur allan tímann ! Var ekki alveg að takast hjá honum. Jeff mátti hafa sagt aðeins minna en hvað um það. Endaði með því að Jenna vann !

Núna var ekki kátt í búðum get ég sagt, allavega ekki hjá Rob og félögum. Núna þurftu þeir að finna út nýtt “strategy”. Butch byrjaði á því að fara til Jennu og tala við hana um hvern henni finnst ætti að fara og hún sagði Rob. Vildi einfaldlega hann út og hann sagði ok og var sáttur við það.

Á sama tíma voru Rob og Matt að tala saman og Rob nánast grátbað Matt um að tala umfyrir Heidi til að kjósa Butch og viti menn það virkaði ! Seinna um kvöldið fór Butch út. Matt hafði lofað Jennu að taka hana með EF hann myndi vinna immunity í final two. Þá hefði hann þurft að svíkja “almennilega” í fyrsta sinn. Eitthvað sem Jenna myndi hata hann fyrir :).

Næsti dagur var frekar þögull allir að jafna sig eftir þingið og svona. Sýndist Rob og Matt vera frekar ákveðnir hvern þeir myndu taka með sér í Final 2. Svo sagði Matt eitt sem var athyglisvert og breytti öll varaðandi hver vann ! Að hann ætlaði sér ekki að vinna immunity og kallaði þetta strategy. Það sannaði bara hve lélegur hann er í strategy.

Nóg um það, seinna um kvöldið kom að keppninni ! Loka keppninni! Allir í kviðdómnum fylgdust með þegar Rob, Matt og Jenna reyndu fyrir sér í seinustu þrautinni. Endaði með því að Matt fór mjög fljótt út og sagðist vera “þreyttur” sem var náttúrulega mjög góð og sannfærandi lygi. Þau áttu að standa á ákveðnum spýtum og halda fjöðrum sem indíánar notuðu yfir höfði sér. Ef þau myndu missa fjaðrirnar neðan höfuðs eða detta af spýtunni væru þau út. Matt eins og ég sagði dreif sig bara að þessu og út, þá var komið að Rob og Jennu sem endaði með því að Rob lét sig detta út af þreytu líklega(enda vann Jenna frekar lítið meðan við Rob þótt hann vann ekkert svo mikið). Jenna var bara í chilli allann tímann að mínu mati.

Svo kom að því hjá Jennu að velja. Þarna var það í fyrsti skipti sem ég sá gott strategy, fyrst hélt ég að hún væri bara heimsk ! Hvað er hún að velja Matt, af hverju ekki Rob, þá væri nánast tryggt að hún ynni hugsaði ég með mér.
Gat bara ekki verið að hún hataði Rob það mikið að fórna milljon bara til að eyðileggja fyrir honum. Hún ákvað að velja Matt sem var í raun bara gott strategy hjá henni og það eina sem VIRKAÐI!

Svo var komið að mestu snilld kvöldsins að mínu mati :)
Það var kosið og svo tók Jeff atkvæðin um morgunin(örugglega átta um morgun) og fór í vélbat og já sigldi alveg til New York fyrir framan frelsisstyttuna ! Þá var náttúrulega komin nótt ;)
Svo fór hann úr bátnum í smábátahöfninni og í lest! Svo endaði þetta með því að hann for uppí salinn.

Gerðist í raun örugglega á svona tvem dögum. Því fólkið var greinilega búið að fara heim til sín og í fín föt. Skemmtilegt að sjá Matt og Rob án skeggsins, og nokkra aðra, breytir þeim þvílíkt.

Svo var komið að því að telja atkvæðin eftir að fólkið var búið að spurja spurninga daginn áður, gleymdist víst að minnast á það en þau spurðu að sjálfsögðu spurninga um leikinn, kem að því kannski í Reunion grein minni, sem ég mun gera eftir þessa. Matt 1 atkvæði, JENNA 6 ATKVÆÐI ! Hve ótrúlegt er það ? Butch var sá eini sem var ekki blindur og kaus rétta manninn Matt sem var búinn að standa sig mikið betur en Jenna.

Ef þið hugsið út í allann leikinn. Jenna var bara hundleiðinleg og pirrandi allann leikinn nema kannski síðustu daganna þá var hún allt í einu geðveikt góð og skemmtileg og allt fyrirgefið ? Held að hún hati t.d. Christy ennþá innst inni og finnst hún minni en hún sjálf.

Jenna var bara í chilli allann tímann annað en Matt. Man þegar hún, Heidi og Alex voru öruggt með final4 ásamt Rob svo sveikt Rob þau, það var besti punktur leiksins!
Alex er bara blindur að kjósa Jennu.. Hann var löngu búinn að ákveða það að kjósa Jennu eða Heidi fyrirfram.

Mín loka niðurstaða er að af þessm tvem átti Matt skilið að vinna ! Hann vann vel og mikið og átti skilið verðlaunin frekar en Jenna. Samt sem áður strategíið hja´honum var ekki upp á marga fiska eins og sannaðist þegar hann ákvað bara að gefast upp í seinustu keppninni ! Þar hefði hann þurft ráðleggingu frá ROB!

Veit að þetta er langt en vona að þið hafið lesið og allt og endilega koma með skoðanir ykkar hérna, veit ekki hvenær ég mun koma með reunion greinina veit ekki hvort ég nenni að gera hana núna :)

Takk fyri
Kveðja