Mig dreymir fyrir atburði sem koma fram seinna, ég get fundið hvernig fólki líður, ég veit margt sem ég á ekki að vita, ég “Finn” fyrir “öflum” (þá helst með líkamanum, svo sem hrollur, gæsahúð, ónot), ég sé ekki árur, ég sé ekki “drauga”.
Ég er krabbi, fæddur 76, það gerir mig að eld-dreka samkvæmt dagatali Tíbeta, (sem ég hef þráð að fara til síðan ég man eftir mér)

Síðan ég man eftir mér hef ég laðast að “Spiritual” málefnum eins og ég ætti heima þar, án þess að hafa neitt um það að segja.

Líf mitt hefur einkennst af miklum erfiðleikum með vissu millibili( vegna rangra/réttra leiða sem ég hef valið í lífinu ).
Ég hef dáið nokkrum sinnum í gegnum tíðina, svo sem, ég dó í nokkrar mínútur vegna heilahimnubólgu þegar ég var korna barn, ég festist undir plastbáti þegar ég var níu ára og drukknaði en var lífgaður við skömmu seinna, fór í dá í tvo daga vegna eitrunar þegar ég var 16 ára, dó í bílslysi tuttugu og eins árs, svo eru nokkur atvik sem ég hefði ekki á að sleppa lifandi frá en fékk ekki einu sinni skrámur af.
Þetta væri nú ekki sjálfsagt ekki merkilegt nokk nema fyrir það að í öll þau skipti sem ég hefði nú átt að láta lífið eða stórslasast þá man ég ekkert rétt fyrir atburðinn, rétt eins og einhver/eitthvað hefði hulið mig eða ég farið eitthvert annað á meðan.

Eins og ég sagði hef ég dregist að andlegum málefnum, ég kynntist einu sinni einstaklingi sem er að “kukla”, hann getur gert margt sem ekki þykir eðlileg, hann bauð mér til sín og ætlaði að kenna mér sitthvað um þessa “fræði”, ég var á sjónum á þessum tíma og ætlaði að hitta hann þegar ég kæmi í land og vera inniveruna að nema hjá honum, en þegar ég loksins kem í land og er að fara hitta hann þá lendi ég í bílslysi og margbrýt á mér hrygginn, bringuna, rifbeinin og skadda á mér öxlina.
Er verið að passa að ég komist ekki í það “svarta” eins og það er kallað og hvers vegna er manni refsað svona mikið fyrir að fara ranga braut?

Ég trúi því og veit að okkur er ætlað viss hlutverk hér á jörðu og ef við ráfum af “réttri” leið þá er okkur “stýrt” aftur á þá réttu, en fyrr má nú vera þegar maður er búinn að vera leita allt sitt líf af “kennara” til að komast lengra og enginn finnst, þá byrjar maður að leita á önnur mið “svarta galdur” og það kemur leiðbeinandi strax fram og er tilbúinn að kenna manni eitthvað af því sem maður er að leita af, og þá er eins og himinn og jörð séu að farast, maður er hálfdrepinn bara til að kenna manni að þetta væri ekki rétta leiðin til að fara.

Eins og vitur maður sagði “ þegar nemandinn er tilbúinn, þá birtist honum kennari ”
Vont að komast að því erfiðu leiðina :) belive you me

En svona fyrir þá aðila sem vita, hvers get ég leitað til ? sem getur hjálpað mér að virkja það sem ég er með, og jafnvel opnað það sem ég hef ekki fundið sjálfur, þið sem skiljið þetta endilega sendið línu.

Þetta er allt rekult og íll skiljanlegt hér fyrir ofan, enda erfitt að koma orðum um viss málefni frá sér, þeir þekkja það sem kunna eitthvað fyrir sér að það er ekki hægt að tala um vissa hluti við fólk sem er ekki tilbúið, það fer allt í baklás, eins og einhver sé að segja manni að það sé bannað að tala um þetta við þessa manneskju, hún sé ekki reiðubúin, ég get ekki útskýrt þetta betur.

Lifið eftir lögmálum Karma : það sem þú gerir kemur fyrir þig á móti.
Gerið gott til að uppskera gott og þá er ekki bara að vera tala um gjörðir heldur hugsanir, það gengur ekki að gera gott í þeim tilgangi að fá umbun.

Munið, erfiðleikar eru til að styrka okkur, ekki til að brjóta okkur niður.