Var á einhverju flakki á netinu og rakst á þetta á http://love.msn.com/personals/article1.asp:

Margar konur eru vanar því að fá pikk-up línur a börum, bókabúðum og jafnvel súpermörkuðum. Þeir bregðast mismunandi við, gleðjast eða brjálast, en það skiptir máli hvað er sagt við þær. Bestu línurnar eru þær sem sýna að gaurinn er traustur, einlægur - og tengdamamman vildi ólm hitta hann. Verstu línurnar eru oftast þær sem sýna að gaurinn er dónalegur. Hérna koma nokkrar bestu (og lélegustu) pick-up línurnar sem hafa heyrst nýlega:


Hrós:
• “Ég er venjulega á móti því að nálgast einhvern svona, þú ert bara svo rosalega falleg!”
• “Bros þitt lýsir upp herbergið, þannig að ég varð að koma hingað til að kynna mig.”

Rómantík
• “Trúiru á ást við fyrstu sýn, eða þarf ég að labba fram hjá þér aftur?”
• “Fyrirgefðu, áttu nokkuð tíkall til að lána mér? Ég var nefnilega búinn að lofa að hringja í mömmu um leið og ég hitti draumadísina mína.”

Bjóðandi
• “Ég er á leiðinni að fá mér drykk, en ég komst ekki hjá því að taka eftir því að þú lítur út fyrir að vera einhver sem mér líkaði að tala við. Mig langar líka til að tala… má bjóða þér í dans?
• ”Ég er að gera rannsókn á bestu lífsgæðum. Má ég nokkuð taka viðtal við þig?
• “Ég elska ilmvatnið þitt, hvaða tegund er þetta?”

Bandarískt
• “Myndiru vilja sjá mynd af besta vini mínum? (tekur upp mynd af hundinum/börnunum sínum)”
• “Afsakið, en þú lítur út fyrir að vera að bíða eftir góðum gæja?”
• “Ég hata pikk-up línur. Mig langar frekar að vera hreinskilinn og segja: ‘Hæ, þú lítur út fyrir að vera frábær manneskja og mig langar til að kynnast þér.’”

Móðgandi
• “Ég er kannski ekki fallegasti gaurinn hérna inni, en ég er sá eini sem er að tala við þig.”
• “Nú er ég búinn að fá mér í nokkur glös, og þú ert farinn að líta sæmilega út.”
• “Langar þig til að dansa? Gætiru það? Af því mig langar til að tala við vinkonu þína.”

Ógeðslegt
• “Er þér sama þótt við förum á puttanum út að borða? Ég er nefnilega bensínlaus.”
• “Er þér sama þótt ég fái mér sígó?”

Glatað
• “Ég týndi númerinu mínu, má ég nokkuð fá þitt?”
• “Ef ég segði þér aðð þú værir með geðveikan líkama, myndiru sofa hjá mér?

Gróft
• ”Pabbi þinn hlýtur að hafa verið bakari, því þú ert með rosalegar bollur.“
• ”Rosalega flott þessi föt sem þú ert í, en þau myndu lýta betur út i hrúgu á gólfinu."