Hæhæ mig langar að segja ykkur svolítið.
Ég kynntist þessum frábæra strák fyrir tæpum þremur árum og við vorum bara að dúlla okkur fyrst í þrjá mánuði svo eitt kvöldið spurði hann mig á svo sætan hátt hvort ég vildi vera kærasta hans og ég sagði af sjálfsögðu já. Ég var orðin svo ástfangin af honum og við vorum saman þrátt fyrir að hann átti heima út á landi og ég á höfuðborgarsvæðinu. Svo fyrir einu og hálfu áti flutti ég til hans og það var æðislegt við leigðum saman og við vorum svo hamingjusöm…fyirir tveimur mánuðum síðan sagði hann svo að ég væri svo sérstök og hann myndi aldrei láta mig frá sér og það var æðislegt að heyra það.
Viku seinna segir hann mér upp á afmælisdeginum sínum og segir að hann vilji ekki lengur vera í sambandi það tók mig´svoldinn tíma að átta mig á þessu því ég bjóst engan veginn við þessu ég bý ennþá hjá honum og er að fara flytja út er að pakka niður og svona.
Hann segist elska mig ennþá og ég veit að hann gerir það og hann hefur ennþá sterkar tilfinningar til mín en ég hef ákveðið að virða hann og hans ákvörðun þannig að ég ætla að fara sem vinkona hans. Málið er bara að ég elska þennan mann svo heitt ég myndi fórna mínu lífi fyrir hann og það er einhver tilfinnig í hjarta mínu sem segir að við séum ætluð hvort öðru ég næ ekki að losna við hana og hann sagði að sá sem fengi mig í framtíðinni væri heppinn ég vildi bara óska þess að ég væri nógu góð fyrir hann að vera sú rétta fyrir hann. Foreldrar mínir eru líka að vona að þetta breytist því þau dýrka hann =) alla vega ég virkilega vona að þessi von og ósk sem ég held í svo fast og get ekki sleppt rætist og vona að guð gefi mér styrk til að komast í gegnum þetta því ég er engan veginn að geta haldið mér saman þótt ég reyni svo mikið! Vonandi hefur einhver ykkar lennt í svona og að vonin ykkar rættist…því eins og mér líður núna myndi ég ekki óska versta óvini mínum. takk fyri