Hæ Hugarar!
Þannig er mál með vexti að í byrjun Janúar fékk ég mér lítinn kisustrák. Hann byrjaði á að vera rosalega rellinn og svo eftir svona eins og mánuð byrjaði hann að verða árásagjarn. Eg taldi þetta vera eðlilega kettlingahegðun þarsem ég hef átt amk. 10 ketti yfir ævina og allir hafa haft gaman af að leika sér og ráðast soldið á puttana á manni og svona. Hinsvegar er þessi soldið öðruvísi. Hann á til að ráðast á fæturna á manni á morgnana þegar maður er nýkominn framúr rúminu og klóra ökklana á manni í tætlur og ræðst ennþá á hendurnar á mér og klórar og bítur FAST. Hann átti líka til ,þegar hann var yngri, að klifra upp lappirnar á manni. Allir mínir kettir hafa gert það en þá bara til að forvitnast um hvað ég væri að gera, ef ég var að vaska upp eða eitthvað, mjög algengt að ég vaskaði upp með einn eða tvo kettlinga í fanginu, en hann virtist bara gera þetta af einskærum kvikindisskap, en ekki til að fá að vera með. Svo fyrir svona 2 mánuðum tók ég að mér kettlingafulla læðu og nú eru kettlingarnir orðnir 7 vikna og hann er farinn að ráðast á þá og reyna að bíta þá á barkann…svona fyrir utan að ráðast á okkur hjónin og vini okkar og alla kettina í hverfinu.
Er þetta eðlileg hegðun hjá ketti eða er hann bara eitthvað klikk?
Hvað í ósköpunum á ég að gera við hann!?!
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.