Ég á hund sem heitir Dreki. Hann er að verða 2 ára gamall. hann er mjög hlýðin að mörgu leiti og gáfaður og tryggur en er með einn stóran galla.Alltaf þegar hann heyrir eitthvað eða sér eitthvað og þegar gesti koma þá geltir hann. Þetta gelt er ekki eitthvað sem maður þolir..heldur verður manni íllt í eyrunum og ég er að verða heyrnarlaus. Við erum búin að reyna margt til að láta hann hætta þessu. Hann er sko frekasta tegundin, American coker spaniel..hann er rosalega frekur..ef ég geri eitthvað sem hann líkar ekki eins og að greiða honum þá er hann alltaf næstum búinn að bíta mig..ég á erfitt með að stjórna þessum hundi…ég er búin að fara með hann í hundaskóla…hvað get ég gert??