Mig langar bara að segja að mér finnst asnalegt að ekki megi hafa hunda í blokkum allvega í flestum má það ekki.
Ég hef reynslu af því……………….
Alltaf hef ég búið í einbýlishúsi og við áttum yfir 20 hunda ég fæddist með hundum og ég er ekki dauð svo ég veit ekki enn.
Svo flutti fjölskyldan mín í blokk með FRÁBÆRAN hund ég dýrkaði hana út af lífinu hún var lang best.
Hún var ekki fyrir neinum (innihundur) og hún gelti ekki eða neitt en samt þurftum við að losa okkur við hana.
Fyrst átti að svæfa hana enn svo var gott fólk sem gat tekið hana fyrir okkur en það er vandamálið að þau búa hinum megin á landinu svo að við getum ekki hitt hana nú er liðið eitt ár og ekki hef ég fengið á sjá hana aftur.
Ég held ég hafi aldrei grátið jafnmikið á ævini næstum því í tvo daga. Þetta var besti hundur í heim og annað að í blokkini má hafa ketti pælið í því!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég skil bara ekki hvað fólk hefur á móti hundum og hvað fólk getur verið brjálað er ekki sagt að hundurinn sé besti vinur mannsins.
Bara að pæla í þessu.