Gæsirnar klufu loftið
í oddaflugi
yfir fölleitt engið
og gulbrún lauf trjánna
svifu mjúklega til jarðar
eins og dúnn undan ljósum væng
bústnir þrestir þutu grein af grein
sem svignuðu undan þungum
klösum rauðra berja
veisluborð fyrir langan vetur
er eftir standa nakin trén
í þögulli þrá eftir nýju vori
með gæsagargi á grænu engi
og þrastasöng í laufgum greinum.