Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Burt með koppinn - Beint á klósettið

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég var tæplega 2 ára þegar mamma ákvað að venja mig af bleyjunni.. ég var nú ekki alveg sátt fyrst, heimtaði bleyju en svo meig ég í mig og þar sem ég er svo mikil pempía þá fannst mér þetta svo ógeðslegt að gerði ég það aldrei aftur ;c)

Re: Tarsan, í eða úr tísku?

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þetta er ekki að gera það fyrir mig… Finnst að ef þessir karlmenn vilji vera kvenlegir þá gætu þeir allt eins farið í kynskiptaaðgerð bara. Annað hvort ganga alla leið eða bara sætta sig við sitt hlutskipti.

Re: Burt með barnastærðir í tískubúðum!

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þá er greinilegt að annað hvort erum við alls ekki að versla í sömu búðunum eða höfum alls ekki sama smekk á fötum ;-) En svona í alvöru talað, það verður að taka tillit til allra. Gengur ekki að segja að búðir eigi bara að hætta með “barnastærðir í tískubúðum”, ég meina hvað eigum við grönnu þá að gera ? Ganga naktar ? og ekki þýðir heldur að segja að það eigi að hætta með allar stóru stærðirnar… Mér finnst persónulega að búðir ættu að kaupa fleiri flíkur í þessum minnstu og stærstu...

Re: Önnur hlið á Valentínusardeginum

í Rómantík fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég er alveg hjartanlega sammála þér. Við skötuhjúin höldum einmitt líka frekar upp á bónda- og kvennadaginn heldur en Valentínusardaginn. Finnst reyndar vera hálfgerð kvöð á fólki að gera eitthvað rómantískt á þessum dögum, finnst þeir hálf missa marks þá. Finnst miklu rómantískara þegar karlinn kemur mér á óvart eða ég honum. Held þessir dagar séu meira fyrir svona órómantískt fólk sem gerir eitthvað svona sjaldan ;-) Ég er sem betur fer ekki í svoleiðis sambandi ;-)

Re: Burt með barnastærðir í tískubúðum!

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hjartanlega sammála þér !! Ég er nú ekkert voðalega lítil ( 168 ) en grönn. Ég er oftar en ekki í vandræðum með að finna flíkur á mig í flestum búðum því það er svo erfitt að fá flíkur sem eru í nógu litlum númerum. Ef búðir kaupa þessi minnstu númer þá er vanalega keypt svo lítið inn af þeim svo þau klárast strax. T.d er nánast ekki fræðilegur möguleiki fyrir mig að kaupa neitt á útsölu því þá eru alltaf bara stóru númerin eftir. T.d í Debenhams þá sá ég einu sinni rosalega flottan kjól sem...

Re: Þegar fólk fer að deyja úr hungri

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Uhhh er ég eitthvað að misskilja eða ertu í alvöru að halda því fram að það sé betra að lifa á atvinnuleysisbótum heldur en að vinna fyrir sér ??

Re: Þegar fólk fer að deyja úr hungri

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég hefði bara ekki getað orðað þetta betur sjálf Apache ! Eins og ég sagði hérna að ofan “Hver er sinnar gæfu smiður”.

Re: Þegar fólk fer að deyja úr hungri

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hver er sinnar gæfu smiður…

Re: Rasismi á Íslandi!

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mér finnst nú býsna magnað að þessi stelpa sé að gagnrýna Íslendinga fyrir að vera rasistar þegar hún er það svo greinilega sjálf með því að alhæfa að “Íslendingar sé vont fólk”. Allir þeir útlendingar sem ég þekki ( asískt, evrópskt, afrískt, bandarískt ) eiga fullt af íslenskum vinum hérna. Oftast þegar fólk er einangrað og á enga vini þá er það af því að það kýs það sjálft eða hefur ekkert gert til að aðlagast aðstæðum hérna á Íslandi, eins og að læra málið og siði hérna á Íslandi. Það...

Re: Eruð þið ekki að grínast?

í Fræga fólkið fyrir 21 árum, 2 mánuðum
hmm hvar hef ég verið.. hver er þessi Kata ?<br><br><b>Kv. catgirl</

Re: BÓLUR & ANNAÐ SLÍKT

í Heilsa fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég held að þetta með næringuna og matarræðið fari alveg eftir einstaklingum. Bólunum mínum var allavega alltaf nokk sama hvort ég æti nammi og drykki gos allan daginn eða hvort ég væri í algeru sætindabindindi.

Re: Svar forstöðumanna kvikmyndahúsa við verkfallinu

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Alveg sammála þér. Frekar bíð ég eftir að myndirnar komi á videó og tek þær þá heldur en að borga offjár fyrir að sjá hana í bíó. Svo eru auglýsingarnar sem eru alltaf fyrir hverja mynd alveg óþolandi, svo getur maður aldrei treyst á að fá góð sæti nema mæta þvílíkt snemma. Þá kýs ég nú frekar þægilega rúmið mitt, gosið með almennilegu gosbragði og nammi sem ég þurfti ekki að borga dýrum dómum ;c) Eftir að þetta varð svona dýrt þá er ég nánast alveg hætt að fara í bíó, fer á stórmyndir eins...

Re: Litlum hvolpi hent út á guð og gaddinn.

í Hundar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Fólk á nú bara ekkert að fá sér hund ef það hefur ekki efni á því.

Re: Litlum hvolpi hent út á guð og gaddinn.

í Hundar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þetta er alveg ótrúlegt. Mér finnst að það ætti að vera ókeypis að svæfa dýr. Þá myndi fólk trúlega frekar gera það heldur en að henda dýrinu bara eitthvert út, eins og með hunda, ketti og kanínur. Einu sinni var komið með lítinn kettling heim ( í sveitinni minni ). Einhver var næstum búinn að keyra á hann á þjóðveginum. Við vorum með læðu sem var nýbúin að eignast kettlinga og hún tók hann að sér.

Re: Cavalier King Charles Spaniel

í Hundar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Gangverðið á þeim var 130.000 síðastliðið vor.<br><br><b>Kv. catgirl</

Re: Hvað á ég að gera?

í Heilsa fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Blessuð girlbitch Þetta hljómar ekki vel.. reyndu að fá hana til að tala við fjölskyldu sína um þetta eða einhverja manneskju sem hún treystir vel. Helst einhverja eldri manneskju og jafnvel ef hún þekkir einhverja sem á við geðræn vandamál að stríða. Væri jafnvel sniðugt að reyna að koma henni til sálfræðings eða geðlæknis. Ég stofnaði umræðuvef fyrir fólk með geðræn vandamál www.einhugur.com/Gedheilsa sem þú getur líka bent henni að kíkja á. Þetta er lokað svæði ( þ.e þarft að vera...

Re: Hefur BT séð ljósið?

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Og ef einhver hefur komist að þessu hjá BT þá er örugglega búið að reka hann ;)

Re: Liz Berry og bækur hennar

í Bækur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég las þær fyrir möööööörgum árum. Fannst þær alveg frábærar og las þær nokkrum sinnum. Ætti kannski að bæta þeim á bókalistann minn. Væri gaman að rifja þetta upp.<br><br><img border=“0” src="http://www.einhugur.com/Linda/images/cathuga.gif“ width=”40“ height=”37“><b><font face=”Bookman Old Style“ size=”2">Kv. catgirl</font></

Re: Nudd?

í Heilsa fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þú gætir eflaust fundið einhverjar nuddbækur á bókasöfnum. Man eftir einni ágætri á íslensku.. svo örugglega til hellingur á ensku.<br><br><img border=“0” src="http://www.einhugur.com/Linda/images/cathuga.gif“ width=”40“ height=”37“><b><font face=”Bookman Old Style“ size=”2">Kv. catgirl</font></

Re: Átak - Félagsfælni - Uppgjöf

í Heilsa fyrir 21 árum, 5 mánuðum
“Félagsfælni má skilgreina sem yfirdrifinn, óraunhæfan, og þrálátan kvíða í tengslum við félagslegar aðstæður, þ.e. samskipti við annað fólk eða að framkvæma athafnir að öðrum viðstöddum. Kvíðinn veldur því að einstaklingurinn forðast meðvitað slíka félagslega þátttöku, finnur til mikils kvíða í aðstæðunum og/eða hefur kvíða við tilhugsunina eina. Þeir sem þjást af félagsfælni gera sér almennt grein fyrir að um óraunhæfan ótta er að ræða. Kvíðinn er það mikill að hann hefur hamlandi áhrif á...

Re: Börn - götur

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Nei ég einmitt ólst heldur ekki svona upp. Ég mátti ALLS EKKI fara yfir götu nema með einhverjum fullorðnum. Man eftir því að ég og frænka mín þurftum alltaf að labba frekar langt til að komast í undirgöng þegar miklu styttra hefði bara verið að hlaupa yfir götuna. Svo lékum við okkur alltaf á leiksvæðum eða út í görðum eða eitthvað. Pottþétt ekki á einhverjum götum. Við erum greinilega svona vel uppalin og hlýðin flipskate minn ;-)

Re: Börn - götur

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég flautaði á strákana sem voru á miðri götunni og sá að þeir færðu sig á gangstíginn… Mér finnst ekki skólanna að segja krökkunum að vera ekki að leika sér á götunum heldur foreldranna. Svo finnst mér fáránlegt að sjá börn á leikskólaaldri umsjónarlaus á götum bæjarins.

Re: Eyðimerkur-dögun

í Bækur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Já ég var einmitt að sjá þetta um daginn á heimasíðu JPV útgáfunnar. Kom mér á óvart því eins og hin bókin var vel auglýst þá hefur maður ekkert séð um þessa, það mun reyndar sennilega aukast um jólin. Bjóst heldur ekki við framhaldi. Ég stórlega efast um að ég muni lesa hana. Las fyrri og það dugar mér.<br><br><img border=“0” src="http://www.einhugur.com/Linda/images/cathuga.gif“ width=”40“ height=”37“><b><font face=”Bookman Old Style“ size=”2">Kv. catgirl</font></

Re: WTF!!

í Tilveran fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Skelfilegt !!! Vona innilega að þetta séu einhver mistök.<br><br><img border=“0” src="http://www.einhugur.com/Linda/images/cathuga.gif“ width=”40“ height=”37“><b><font face=”Bookman Old Style“ size=”2">Kv. catgirl</font></

Re: Að Lifa með Þunglyndi

í Heilsa fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ójá svo hjartanlega sammála þér. Fólk heldur bara að ef það segir manni að brosa og vera glaður að þá bara verður maður það. Eða þá að þetta sé einhver aumingjaskapur. Umræðan um geðræn vandamál eru bara alltof alltof alltof lítil í þjóðfélaginu. Bara reynt að sópa þessu undir teppi. Það hjálpar okkur ekki beint ef það er bara litið á okkur sem aumingja með ímyndunarveiki. Þetta er sjúkdómur og ætti að vera meðhöndlaður í samfélaginu sem þannig ! Kv. catgirl
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok