Ég get ekki orða bundist lengur og verð að senda inn eitt stykki grein hérna.

Ég bý í Garðabæ og í allt sumar hef ég verið að horfa á krakka vera að leika sér í götunum, algerlega umsjónarlaus. Oft þegar ég er að keyra heim til mín þá lendi ég í því að krakkar beygja bara allt í einu út á götu án þess að horfa nokkuð í kringum sig. Eða eru bara á miðri götunni og eru ekkert að víkja fyrir umferð.

Jæja ég hef nú reynt að láta þetta ekki á mig fá þó mig hafi oft virkilega langað til að banka upp á í öll hús í götunni og spyrja þau hvort þeim sé sama þó keyrt sé yfir börnin þeirra.

Í dag t.d fór ég út í búð og var á leiðinni heim um 6 leytið, orðið frekar dimmt og ég bara í mesta sakleysi keyrandi heim þegar allt í einu birtust 2 strákar á miðri götunni(eru göngustígar við götuna). Ef ég hefði verið einhver ökuníðingur og keyrt hraðar en ég gerði þá hefði ég trúlega farið á þá. Svo þegar ég var komin aðeins lengra og keyra inn götuna mína þá mætti ég 2 strákum á hjólabrettum á miðri götunni.

Allir voru þeir dökkklæddir og engin leið til að sjá þá úr fjarlægð.

Núna í vikunni hafa 2 umferðarslys orðið, keyrt yfir 10 ára stelpu og 13 ára stelpu.

Er fólk alveg hætt að ala upp börnin sín og alveg sama hvar þau eru að leika sér eða labba ?

Ég vitaskuld geri mér grein fyrir að fullt af foreldrum hugsi vel um börnin sín en mér finnst ég sjá alltof alltof mikið af þessu sem ég var að segja :(