Ég hef nú ekki komið oft hingað en kiki stundum hvort ég detti niður á góð ráð.

Mig langaði að deila með ykkur hvernig ég vandi strákinn minn af bleyju. Um tíma hafði ég áhyggjur af því að hann vildi alls ekki koppinn. Allir voru að segja mér reynslusögur af koppunum og hvernig ætti að koma börnum á kopp. Þegar ég hafði reynt í smá tíma ákvað ég að pressa ekkert meira því þetta var alls ekki að ganga upp hjá okkur - Kríli þráaðist við og vildi ekki sjá koppinn.

Nú er ég að tala um strák sem er rúmlega 2 ára svo það er ekkert óeðlilegt að hann hafi verið á bleyju til þessa. Í kringum 2 ára afmælið hans fórum við að prófa klósettið. Það þótti mun meira spennandi og við spjölluðum heilmikið saman um hvað klósettið væri sniðugt. Fyrst kom nú ekkert en athöfnin að setjast á klósettið varð áhugaverðari og brátt kom að því að við komum okkur upp þeirri rútínu að pissa á morgnana og á kvöldin áður en við fórum að hátta.

Ég gerði það gjarnan að láta hann pissa á sig þegar við vorum heima svo hann skynjaði betur að það væri óþgæilegt að pissa á sig. Stundum fengu bunurnar að gossa á gólfið og þá ræddum við mikið að það væri ekki allt of sniðugt að pissa svona á gólfið.

Smám saman fór minn snáði að verða sér meðvitaðri um þessa athöfn. Einn daginn segir hann svo “mamma ég þarf að pissa !” Við hlupum á klósettið og pissuðum eftir á fékk hann mikið hrós við hringdum “næstum því” í alla sem við þekktum og tilkynntum þennan merka atburð. Hann fékk að sjálfsögðu sjálfur að segja frá. Svona gekk þetta í nokkrar vikur ….Nú er svo komið að því að honum finnst vont að vera í bleyju, sérstaklega þegar við fengum Bubba nærbuxur og minn fór stoltur á leikskólan og tilkynnti að Bubbi ætlaði að passa upp á að hann pissaði ekki á sig. Í dag hefur hann verið 2 vikur bleyjulaus og þetta gengur framar öllum vonum.

Öll börn eru misjöfn og ekkert eitt sem gildir fyrir alla. Það sem ég held að hafi verið lykillinn að okkar velgengni er að við töluðum um þetta á mjög jákvæðum nótum. Hann var aldrei skammaður fyrir að pissa á sig en ræddum hins vegar hvað það væri leiðinlegt fyrir okkur bæði þegar hann pissaði á sig.
Svo hjálpaði Bubbi byggir á leikskólanum þegar ég var ekki til staðar að vakta.


Ef þið lumið á fleiri góðum ráðum væri gaman að bera bækur saman !
Skógarkettir.tk