hmm.. til hvers að hafa Valentínusardag?

þetta er bandarísk hefð sem á í raun ekkert heima á íslandi!

áður en þið farið að bombarda mig með e-ð um að ég kunni ekki að meta ást o.s.frv. þá vil ég bara segja það að ég kann sko vel að meta hana en ég þarf ekki e-rn sérstakann dag til þess.

Í raun finnst mér Valentínusardagurinn tilgangslaus.

Ef marr er í sambandi þá eru helling af öðrum persónulegri dögum til að halda uppá svo ég tali nú ekki um bónda og konudaginn. Svo finnst mér að fólk sem er saman eigi ekki að þurfa valentínusardaginn sem afsökun til að gera e-ð æðislegt, persónulega finnst mér mun æðislegra þegar minn maður er yndislegur við mig á “bara einhverjum degi” afþví hann elskar mig og “bara langaði til þess” heldur en að hann sé að vera góður afþví allir eru góðir á valentínusardegi.

Svo virðist e-r metingur á milli sumra stúlkna hver eigi “yndislegasta” manninn… ehhh eru þeir ekki allir yndislegir bara hver á sinn hátt?

Ef marr er ekki í sambandi er þessi dagur líka algjör pína. Auglýsingar um hamingjusöm pör að gefa gjafir og vonin/draumurinn um að e-r sendi manni valentínusarkort er bara til að auka á þörfina fyrir e-rn til að knúsa. Ég myndi samt ekki vilja byrja með einhverjum á valentínusardeginum “afþví það er þessi dagur”, það eru margir aðrir dagar á árinu til að byrja saman og mun skemmtilegara að eiga “sinn dag” en ekki bara 14.feb. …nema náttlega að það vildi bara til að það var 14.feb…

ég og minn maður tókum þá ákvörðun strax á fyrsta 14.feb sem við áttum saman að gera frekar e-ð nice á bónda og konudaginn heldur en 14.feb. Ég meir að segja óvart spurði vin minn sem er í sambandi hvort hann vildi ekki koma á kaffihús alveg grunlaus um hvaða dagur var í dag… svo fattaði ég það mun seinna og baðst afsökunnar (aðrir hafa jú rétt á að halda upp á hann þó mer finnist það sloppy) en það gerði ekkert til því þau halda víst ekki upp á hann heldur… reyndar kom hann með góða hugmynd: gera 14.feb að súkkulaði degi frekar ;)

vonandi eruð þið góð við hvort annað á fleiri sögum en 14.feb… Til dæmis á “samveru-afmælum”?

kveðja
IceQueen
~a very happy girly… even if she “just” had a “normal”-day~