Ég er bara nýlega fluttur til RVK og hef hingað til búið útá landi en það sem hefur vakið athygli mína síðan ég flutti hingað er hversu gríðarlegur rasismi er hér á landi!
Íslendingar eru að ráða inn fólk frá Filippseyum,Tælandi,Rússlandi ofl til að vinna þau störf sem Íslendingar vilja ekki vinna OG borga þeim algjör lágmarks laun!
En samt er maður að heyra fólk segja Útlendingarnir eru að taka störfin af okkur Íslendingum?
Ég heyri talað um fólk frá Asíu og Filippseyum sem Grjón, skáeygðu viðbjóðar, ég heyri fólk segja hvað ÞETTA fólk er ljótt eða ÞETTA fólk er latt.

Ég þekki stelpu sem er fædd á Íslandi en er af Asískum uppruna ég labbaði með henni niðrí bæ að degi til og ég fann hvernig fólk horfði öðruvísi á okkur heldur en þegar ég labba um með hvítri stelpu, við löbbuðum framhjá Hlemm og þar heyri ég einhverja stráka kalla ‘'HELVÍTIS GRJÓN’' á eftir okkur, hún lét þetta ekkert á sig fá sagðist vera vön þessu? VÖN ÞESSU??
Á einhver manneskja hér á landi að þurfa að þola þetta?

Eins varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi um daginn að lenda á spjalli við konu frá Tælandi og hennar fjölskildu og verð ég að segja aææveg yndislegt fólk, duglegt,samvisku samt og heiðarlegt þau hafa búið hér í 3 ár og ég spurði hveru marga Íslendinga þau væru búin að kynnast? Svarið engum. Þau þekktu yfirmenn sína í kex verksmiðjunni, fiskversksmiðjunni og sjúkrahúsinu en þá var það komið!
Ein stelpan í þessari fjölskildu sagði orðrétt Íslendingar eru vont fólk! Hún er 18 ára, talar ágætis Íslensku og mjög góða ensku hún segir Íslendingar vilja ekki kynnast okkur, Íslendingar tala niður til okkar eins og við séum heimsk og megum ekki vera hérna, Íslendingar eru rasistar.

Ég hef búið hér fyrir sunnan í 4 mánuði og þetta er bara brot af því sem ég hef komist að síðan ég flutti hingað!
Ég bjó á austurlandi og alltaf var talað um hvað við Íslendingar erum gott fólk hvað við erum ekki kynþáttahatarar, hvað við erum góð við útlendingana og svo framvegis.

Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur í dag!