Grein sem birtist í fréttablaðinu 30.1.2003 og var í framhaldi birt á hvuttar.net.

Litlum hvolpi var kastað út á guð og gaddinn í síðustu viku og fannst illa til reka og nær dauða en lífi við Hæðargarð í Reykjavík. Honum var komið fyrir eins og öðrum óskilahundum að Hundahótelinu Leirum.
Hjördís Beck, sem ásamt fjölskyldu sinni tók litla hvolpinn að sér, segir að með öllu óskiljanlegt að heilbrigðiseftirlitið, sem hefur umsjón með óskilahundum, skuli ekki koma þeim dýrum sem finnast á víðavangi undir læknishendur. “Þetta var lítil tík, ekki eldri en 10 mánaða. Hún hafði ekki fengið neina aðhlynningu og ekki verið þrifin þrátt fyrir að vera illa haldin þegar hún kom að Leirum.”
Jón. Þ.Magnússon, hundaeftirlitsmaður í Reykjavík, segir að þegar hvolpurinn hafi fundist hafi hann verið hrakinn og kaldur. “Hann hjarnaði fljótt við og var farinn að leika sér þegar við komum honum fyrir að Leirum. Við sáum ekki ástæðu til að fara með hann í læknisskoðun því hann var það hress.”
Hjördís segir þau hafa reynt allt hvað þau gátu til að halda lífi í hvolpinum, sem fjölskyldan hafði þegar tekið ástfóstri við. Við fórum með hann til dýralæknis sem fylgdist með honum en hann dó í höndunum á okkur þremur dögum seinna." Jón Hundaeftirlitsmaður segir að það sé því miður ekki einsdæmi að hundaeftirlitsmenn finni litla hvolpa sem fleygt hafa verið í ruslagáma og út á víðavang til þess eins að losa sig við þá.
Jón Þ. Magnússon hundaeftirlitsmaður segir að til guðs lukku sé það ekki eins algengt nú og fyrr að hvolpar finnist í rudlagámum og út á víðavangi. Fréttablaðið.

Hvernig stendur á að svona gerist í dag? Maður þarf ekki annað en fara á síðu eins og þessa eða auglýsa í gefins dálknum hjá DV til þess að koma hvolpi á nýtt heimili. Það er endalaust verið að auglýsa eftir hvolpum en samt gerist svona! Er fólk virkilega svona illa innrætt og að drepast úr leti eða hvað er málið?

Kv. EstHe
Kv. EstHer