Kæru Hugar

Það er ekki auðvellt að setjast niður og skrifa eða að tala um hvernig sé að lifa með þunglyndi. Ætla ég samt sem áður að reyna eftir bestu getu.

Svona aðeins til að segja frá sjálfri mér þá er ég 27 ára kvenmaður er í sambúð með alveg yndislegum manni og á tvö börn sem eru yndisleg í alla staði. Ég hef menntað mig þannig að það vantar ekki í líf mitt, ferðast og séð marga skemmtilega hluti, ég á fallegt heimili, bíl, líf mitt er í alla staði það sem margir myndu segja fullkomið en samt þá er alltaf eitthvað sem kemur í veg fyrir það að ég sé hamingjusöm, reyndar þá er það mjög sjaldan sem ég finn til gleði og hamingju, hefur það verið þannig frá því að ég man eftir mér.

Ég var misnotuð kynferðislega í æsku “bara” einu sinni, ætli ég hafi ekki verið á aldrinum 6-7 ára, það má segja að þessi atburður hafi verið vendipunkturinn í lífi mínu. Fram að þessu þá var ég að sögn glöð og hamingjusöm, bara þetta barn sem hefur engar áhyggjur. Eftir þennan atburð þá breytist ég, varð einræn og jafnvel uppstökk síðan þá hefur líf mitt einkenst af mikili reiði og oft á tíðum uppgjöf þar sem ég hef einfaldlega viljað skilja við þennan heim.

Áhrifin af mínum sjúkdómi hafa að ég tel verið gífurleg á fjölskyldu mína þá sérstaklega foreldrana, oft hefur maður haldið þeim í heljargreipum með skapofsaköstum þar sem maður hefur öskrað og hótað að fara og koma aldrei aftur eða þá að það væri bara best fyrir alla að maður myndi deyja þá hættir öllum að líða illa. Hef ég beit líkamlegu afli sem hefur aðallega bitnað á einu af mínum systkinum, það systkini fæddist stuttu áður en misnotkunin átti sér stað, þegar ég hugsa út í það núna þá sé ég það og veit að það ofbeldi sem ég lét bitna á því hafi verið hróp á hjálp en ekki einhver afbrýðisemi sem margir vildu og héldu að hefði verið.
Ég kvelst í hvert skipti sem ég hugsa hvað ég gerði því, berja höfðinu á því í gólfið, ógna því með hnífi og bjóða því að stinga mig á hol. Biðst ég hér og nú afsökunar á öllu því sem ég gerði eða sagði við foreldra og systkini.

Eftir að ég lauk námi í framhaldsskóla flutti ég suður bæði til að vinna og til að fara í skóla, skildi ég dóttur mína eftir hjá foreldrum mína þar sem henni var betur komið. Það fór fljótlega að halast á verri hliðina eftir að ég flutti suður, til að fá einhvern stundar frið og til að eyðileggja sjálfa mig þá eyddi ég peningum hægri vinstri, drakk mikið og notaði dóp, það skrítna við alla þessa drykkju og dópneyslu á 2 ára tímabili þá sást það aldrei á manni eða þá að nokkurn hafði grunað það.

En það skrítnasta er samt að ég gat bara hætt þegar ég sá það að mér var ekki ætlað að eyðileggja líf mitt á þennan hátt. Mér var ætlað að eyðileggja líf mitt á einhvern annan hátt.
Fór ég að einangra mig hætti að mestuleyti að fara út og annað hvort svelti ég mig eða át og át þanngað til að ég ældi sem hefur orðið til þess að það er ekki í lagi með meltingarfærin á mér í dag samt er þetta mynstur sem ég er föst í en það vonandi kemur einhvern tíman að því að þetta hættir.

Svo gerist það í janúar 2000 að ég fékk nóg og reyndi að fyrirfara mér, reyndar var ég þá búinn að fá að vita að ég væri þunglynd og hefði verið það síðan ég var krakki, þessi sjálfsmorðstilraun varð til þess að ég var lögð inn á geðdeild þar sem ég var í 5 vikur. Fyrstu vikuna þá fékk ég ekki einu sinni að fara á klósettið ein alltaf þurfti einhver að koma með mér, en svo var farið að fylgjast með manni á 15-20 mín. fresti, mikið ofsalega hef ég verið talin hættuleg sem ég var og er jafnvel enþá þar sem maður notaði hvert einasta tækifæri til að meiða sjálfan sig líkamlega til að yfirfæra þennan mikla andlega sársauka að einhverju litlu leyti yfir á líkamann.

Eftir þessar 5 vikur þá verð ég að viðurkenna að ég var hamingjusöm í einhvern tíma ástini minni kyntist ég bara rétt eftir að ég kom út og hefur hann verið mín stoð og stytta síðan. Fljótlega eftir að við byrjuðum saman varð ég ófrísk og eignuðustum við yndislegan lítinn dreng, dóttir mín var flutt til okkar þar sem við fluttumst í heimabæ minn svo að ég gætti fengið stuðning af fjölskyldu minni.

Rétt rúmum mánuði eftir fæðingu sonar okkar gerðist það svo að ég datt alveg rosalega niður, ég datt það mikið niður að dag ein þegar ég var ein heima með bæði börnin þá fékk ég nóg og tók inn of skammt af róandi töflum. Hvað fær mann til að reyna að fyrirfara sér þegar börnin manns eru heima, ég verð að viðurkenna það að ég veit það ekki en það er samt klárt mál að það var ekki sjálfselska einsog svo margir myndu kannski halda fram. Í kjölfarið þá var ég lögð inn á sjúkrahúsið hérna á Akranesi yfir eina nótt svo var mér bara hent út daginn eftir og bent á að tala bara við geðlæknirinn minn í Reykjavík. Það fór lítið fyrir fagmennsku í mínu tilviki.

Ekki get ég sagt það að það 30 mín. viðtal sem ég fór í við geðlæknirinn hafi gert mikið gagn, reyndar hefur hann aldrei gert mikið gagn. Ekki varð það heldur til þess að mér færi að líða betur ég fékk bara áfram lyf og svo ekki meira.

Lyfin hjálpuðu eitthvað en það var mjög lítið, reyndar svo lítið að ég var ávallt að því að gefast upp og hugsaði mjög ljótar hugsanir einsog hvernig ég gætti losnað við börnin mín og mann á ein eða annan hátt, þau voru fyrir mér og oft á tíðum finnst mér einsog þau séu enþá fyrir mér, mér finnst ég stundum ekki geta andað og langar mig oft að gefast bara upp og flýja, flýja allt sem er mér nákomið, allt sem elskar mig, allt sem ég elska, allt sem fær mig til að þiggja ástúð og veita hana, það að einhver skuli getað elskað MIG er þrúgandi og kemur líklega til þess að vera það eitthvað áfram.

Áfram hélt síðasta ár að vera erfitt skapofsköstin jukust og það kæmi mér ekki á óvart þó að mínum nánustu hafi þau stöðugt fundist einsog þau væru stödd á einhverju hengiflugi. Í desember 2001 og janúar á þessu ári fer það svo að gerast í ferkar miklu mæli að mér finnist alltaf einsog einhver væri að fylgjast með mér, að það kæmi til með að hafa einhver stórkostlega eyðileggjandi áhrif bara ef herðartrén væru ekki rétt röðuð eða þá að ég gæti reiknað út dánardaga minna nánustu.

Í febrúar á þessu ári pantaði ég svo tíma hjá geðlækninum mínum, þar sem hann lýsti því svo yfir að hann hafi vitað það í tvö ár að ég væri haldin einhverri persónuleikaröskun, skrítið að maðurinn skildi aldrei minnast á þetta fyrr, þetta viðtal varð nú reyndar að einhverju leiti til góðs þar sem hann hækkaði þunglyndis lyfjaskammtinn og setti mig á einhver sterk geðlyf til að ná betra jafnvægi.

Jafnvægið kom en ekki þessi vellíðan sem ég hef verið að leytast eftir svo til alla mína ævi. Hvenær mér kemur til með að líða betur veit ég ekki, hvenær ég get tekið á móti hverjum einasta degi með “allvöru” brosi á vörum og “sannri” barns gleði í hjarta því getur enginn svarað, en það góða við það er að ég er að leytast eftir því, ég er í meðferð í hverri viku við mínum sjúkdómi og einhversstaðar hátt upp í himingeimnum er stjarnan mín og vonandi kemur hún einhvern tímann til með að skína skært.

Með Kveðju
litlablom