Hæ hæ allir.

ég er nú bara þessi týpíski unglingur sem að stundum er að drukkna í bólum hvort sem að það sé í andlitinu eða annars staðar s.s. á bringu eða baki.

Mér datt í hug að segja ykkur frá því sem að virkar best fyrir mig, og endilega látið mig vita ef að þið hafið einhverjar aðrar og jafn vel betri hugmyndir.

Það virkar alveg rosalega vel fyrir mig að nota sótthreinsadi spritt á bólurnar og líka að nota tannkrem.
Ef að maður setur tannkrem á og lætur það þorna (manni svíður stundum en samt ekkert mikið) og þrífur það síðan af með heitu vatni, þetta virkar.
Svo ef að maður notar spritt þá er málið að nudda því bara frekar fast á húðina.

En eins og allt annað tekur þetta tíma. Svo er það líka ekki algilt að þetta virki fyrir alla.

En vonandi getur þetta hjálpað einhverjum.

HTH2

Ps. svo er nátturúlega allt almennt hreinlæti skiptir máli s.s. að þrífa húðina VOÐALEGA vel.