sælir hugarar….ég var að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert fyrir vinkonu mína…!

hún hefur veirð svo down og leið undanfarið og allt á afturfótunum, hún segir að henni líði alltaf geggjað illa og veit aldrei hvað hún á að gera….hún er semsagt komin með mjög mikin lífsLEIÐA og henni langar ekkert til að lifa lengur…hún segist ekki sjá neinn tilgang með því og ég veit ekkert hvað hægt er að gera til að kæta hana… í skólanum þá sést þetta stundum…en þá getur hún verið glöð…eða lætur alla halda að hún sé það…svo þegar maður er einn með henni þá er það allt annað…þá segir hún ekki neitt segir að hún sé pirruð og sé bara komin með ógeð af lífinu og vilji ekki halda áfram…!

þessi stelpa á marga góða vini og góða fjölskyldu…ég veit ekki hvað gæti verið að…en hún er búin að vera svona solltið lengi…og einhverntíman í fyrra þá kom ég að henni vera að skera sig í hendurnar…semsagt nánast búin að drepa sig með því að skera næstum á púls…!!

hvað er að…? getur einhver hjálpað mér? ég vil ekki þurfa að segja við hana…“sorry vinan mín en þú ert þunglynd og þarft á mikilli hjálp að halda” eða eitthvað svoleiðis…það get ég ekki gert og þá er allt miklu verra held ég bara og þá kannski verður hún svo reið við mig og alla að hún gerir sér eitthvað…
þetta bara er svo erfitt ég veit ekkert hvað ég á að gera…en ég lendi alltaf í þessu með vini mína að finnast ég vera svo mikið í sambandi við þetta og að ég sé að gera eitthvað rangt…sumir segjast ætla bara að drepa sig…hringja í mig og segja svo bara “bæ…það var gaman að þekkja þig…!” og skella svo á og svo eg ég reyni að hringja aftur þá svara þeir/þær ekki aftur og þá læt ég mér alltaf það versta detta í hug og þá gæti ég hrapað niður í þvílíka þunglyndiskastið…(ég er samt ekki með þunglyndi og er langt frá því að vera með það)

en PLÍS einhver að hjálpa mér….

með fyrirfram þökk…

kv. girlbitch