Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Bestu íþróttamyndirnar (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það hefur alltaf verið erfitt að blanda saman íþróttum og kvikmyndum. Flestar íþróttakvikmyndir eru lélegar og asnalegar sökum þess hve kvikmyndaformið þarf alltaf að dramtísera íþróttirnar til að gera áhugaverða kvikmynd. Það sem oftast hefur virkað er að hafa íþróttirnar í bakgrunninum og hafa áhugaverðar persónur í forgrunninum. Mig langar að nefna nokkur dæmi um íþróttamyndir sem mér þykir hafa heppnast ágætlega. Raging Bull(1980): Ein allra besta íþróttamynd sögunnar sem fjallar um...

Viðtal við The Guys (10 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hér er frábært viðtal sem tímaritið Details tók við leikarana David Scwimmer,Matt LeBlanc og Matthew Perry í ágúst 2002. Þetta er opinskátt viðtal sem gefur manni svolítið aðra mynd af þeim kumpánum og þess vegna stóðst ég ekki þá freistingu að skella því hér inn. Það er svoldið langt en hey The More The Marrier. “Hverjum er ekki sama um hvernig vinsældir Friends urðu svona miklar. Við vildum vita hvernig þrír menn sem nota of mikið hárgel gátu orðið vinsælustu karlmenn Bandaríkjanna. Þannig...

Courtney Cox viðtal (8 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Q: Hvað dró þig að hlutverki Monicu í Friends? Courtney: Upphaflega átti ég að leika Rachel en mig langaði frekar að leika Monicu. Ég veit ekki hvort það var góð ákvörðun eða slæm, en þegar ég hugsa til baka þá held ég að það hafi verið vegna þess að ég kannaðist við þessa móðursýki hennar. Að vera taugatrekkt er eitthvað sem ég kannaðist við og því var hlutverk Monicu góð meðferð við því. Q: Hvað er það besta sem þú hefur fengið út úr Friends? C: Ætli það sé ekki vináttan við hina fimm...

Viðtal við Matthew Perry (5 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hér viðtal við Matthew Perry sem blaðið Hello Magazine tók við hann nýlega. Hello Magazine: Matthew þú hefur sagt í fortíðinni að þú lifir lífinu til fullnustu? Matthew: (hristir hausinn) Já og það hefur komið mér í vandræði oft. H: Hvað gerðist við tökur á myndinni Serving Sara? M: Þetta er það sem gerðist. Myndin var að klárast og ég átti erftitt uppdráttar á þeim tíma. Á þannig tímum þarf maður að forgangsraða á réttan hátt þannig að ég sagði “Gleymdu þessari mynd og þessum sjónvarpsþætti...

Matt LeBlanc viðtal (3 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég fann mjög nýlegt viðtal við Matt LeBlanc(Joey) úr Friends. Hér kemur þýdd útgáfa af því. Q: Þetta var árið þar sem Matt LeBlanc fékk að blómstra í Friends. Var það pirrandi að þurfa að bíða eftir einhverju safaríku, eins og ástarþríhyrningur Joey,Rachel og Ross, fyrir karakterinn Joey? M: Nei nei ég er fullkomnlega sáttur við að vera bara í hópnum og vera kannski í bakgrunninum að skjóta í nokkrum bröndurum og styðja sögurnar. Þetta með Rachel var áhættusamt bragð og hefði getað farið í...

E.T. Fróðleiksmolar í tilefni 20 ára afmælisútgáfu (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Nú eru liðin 20 ár síðan kvikmyndin E.T. kom út og gerði allt vitlaust um allan heim. Hún er ennþá í dag með tekjuhæstu kvikmyndum sögunnar. Í tilefni þess að afmælisútgáfa myndarinnar kom út á þessu ári sem er að líða þá vildi ég rifja upp ýmsan fróðleik og aðrar upplýsingar um þessa frábæru mynd. Ég held að þessi mynd sé partur af æskunni hjá nánast öllum af okkar kynslóð og hafði gífurleg áhrif á ímyndunarafl krakka og jók áhuga á leit að lífi í geiminum. 1. Steven Spielberg ætlaði...

Hvaða myndir á að horfa á um jólin? (31 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Nú er að byrja desember og maður ekki kominn í neinn jólafíling. Þá er oft hægt að horfa á kvikmyndir til að komast í rétta stemningu. Þá myndi maður velja sér 24 myndir til að horfa á, eina fyrir hvern dag fram að jólum. Svona væri mín upptalning…. 1.des Less Than Zero(1987): Má allveg byrja á svona þungri mynd um unglinga sem eyða jólafríinu sínu í eiturlyfjavímu. Robert Downey Jr. að sýna sitt rétta andlit hér. 2.des Lethal Weapon(1987): Svona skemmtileg eighties löggumynd með jólaþema og...

Er James Bond söluvara? (29 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Í nýjustu James Bond myndinni Die Another Day er mikið af flottum brellum og kvenmönnum, njósnarinn er svalari en nokkru sinni áður og aldrei hafa verið fleiri auglýsingar ha bíddu hvað hefur það með myndina að gera. Jú það hafa aldrei verið jafn mikið að leyndum og óleyndum auglýsingum í einni kvikmynd áður. Fyrri myndir, aðallega eftir að Pierce Brosnan gerðist njósnarinn, hafa innihaldið nokkuð mikið af auglýsingum og hefur þá bardaginn um Bond-bílinn verið eftirtektarverðast. Þetta er...

Viðtal við Jennifer Aniston (15 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég fann nýlegt viðtal við gyðjuna Jennifer Aniston. Ég ákvað því að þýða það og skella því hérna inn. Hefur þig langað til að leika karakter sem er allgjör andstæða við þig, algjöra tæfu.? Jennifer: Já já mér þætti það gaman. Mig langar til að leika allskonar karaktera á einhverjum tímapunkti. Ég er eiginlega að gera það í The Good Girl, samt er hún ekki vond beint. Hún er bara týnd og veit ekki betur. Hún er bara leið á því að vera góð stelpa. Ég leik konu sem er gift og býr í Texas og hún...

25 nýjir fróðleiksmolar um Friends (20 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hérna eru 25 nýjir fróðleiksmolar um Friends sem ekki hafa komið hér áður. 1.Svið nr. 24(sem er heimili Friends síðan sería 2) er talið vera reimt. Það er eitt elsta sviðið hjá Warner Bros og hafa sögur um undarleg atvik um miðja nótt sveimað í kringum þetta svið í mörg ár. 2.Í hverjum þætti af Friends eru 35 til 50 statistar. James Micheal Tyler(Gunther) var sá eini sem kunni á cappuchinovélina á sviðinu og það olli því að Gunther var gerður að stærri karakter í Friends. Áður en hann fékk...

Hvernig verða þættirnir til? (10 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Svona verður Friends þáttur til samkvæmt framleiðendunum og höfundum Friends Martha Kauffman,Kevin Bright og David Crane. 1. Heilmiklar pælingar um efni. Bara höfundarnir að fá hugmyndir og ræða um þær sín á milli og henda því sem gengur ekki. Þetta tekur 4-5 daga, á þeim tíma koma upp u.þ.b. 12 hugmyndir sem virka sem sögur.(fyrir hvern þátt) 2. Brjóta niður sögurnar. Þá eru sögurnar brotnar niður í hverja einstaka senu. Þetta tekur 1-2 daga eftir því hversu flóknar sögurnar eru og hversu...

Viðtal við Matt LeBlanc (10 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Af því maður hefur nú ekki verið nógu duglegur við að senda hér inn greinar undanfarið þá þótti mér kjörið að setja hérna inn nýlegt viðtal við Matt LeBlanc(Joey). Að sjálfsögðu copy-paste ég hana ekki heldur þýði hana yfir á okkar frábæra tungumál íslenskuna. Fréttamaður: Þú varst núna nýlega 35 ára. Var það eitthvað merkilegt afmæli fyrir þig? Matt: Þrítugsafmælið var merkilegra fannst mér. Ég áætla það að fertugsafmælið eigi eftir að vera ömurlegt en 35 er í lagi, ég held að ég sé í lagi...

10 bestu æluatriðin í bíómyndum (33 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég rakst á þennan lista á netinu og fannst hann vera það fyndin að ég varð að þýða hann og skella honum hérna inn. Hér koma 10 bestu æluatriðin í kvikmyndum. 10. Apollo 13(1995) Hérna heiðrum við áhöfn Apollo 13 sem óhikandi stíga inn í flugherminn hjá NASA vegna þess að Ron Howard leikstjórinn vildi ekki gera þetta öðruvísi en að fara í zero gravity herminn hjá NASA sem er stundum kallaður “vomit comet”. Þannig að Tom Hanks, Kevin Bacon og Bill Paxton upplifa þyngdarleysi. Í myndinni fær...

Tim Burton (26 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Tim Burton er einn sérstæðasti leikstjórinn sem er starfandi í dag. Hann hefur tileinkað sér stórfurðulegan stíl sem samanstendur af gamaldags hryllingsmyndahúmor og andrúmslofti og gotneskum goðsagnarkenndum karakterum. Ef fólk vill fá nákvæma útskýringu á því hvað telst vera gotnesk mynd þá er best að horfa á myndirnar hans Tim Burton. Hann hefur gert nálægt 10 myndir og þær eru hver annarri furðulegri. Hann hefur skapað sinn eigin martraðaheim og það er snilldin við þennan merka mann....

Das Experiment (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég hef verið að leita að þessari mynd í nokkurn tíma og fann hana loksins hvar annars staðar en á Laugarásvideo(snillingar þar). Das Experiment er þýsk mynd sem kom út í fyrra og sló öll met í Þýskalandi. Ég verð nú bara að segja það að þessi mynd var betri en ég hélt. Hún er talsvert betri en Run Lola Run og ég hallast að því að þetta er ein besta evrópska mynd sem ég hef séð í langan tíma. Das Experiment er byggð á sannsögulegri tilraun sem var framkvæmd í Stanford háskólanum í USA og...

Michael Douglas (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég var einn af þeim sem þoldi ekki Michael Douglas einu sinni. Hann virðist samt vera að bæta sig ef eitthvað er með mörgum góðum myndum nýlega. Ég hef þess vegna breytt minni skoðun á manninum og er hálffarinn að fíla hann. Mitt álit hækkaði allavega talsvert þegar hann náði að krækja sér í Catherine Zeta Jones með einhverjum brögðum (gamli refurinn). Leikarinn,framleiðandinn,leikstjórinn, Michael Kirk Douglas fæddist 25 september árið 1944. Faðir hans er leikarinn Kirk Douglas og var...

Samuel L Jackson (17 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Samuel L Jackson er að sögn mikill fagmaður og tekur leikarastarfinu mátulega alvarlega og leggur sig allan fram í öll hlutverkin sín. Áður en hann lék hlutverk Jules í Pulp Fiction(1994), sem gerði hann að stórstjörnu, hafði hann leikið í mörgum ágætum myndum. Það tók 20 ár að gera Samuel að stórstjörnu sem allir þekkja að nafni og andliti. Hann fæddist í Washington D.C. 21 desember 1948 og ólst upp í Chatanooga Tennessee. Á yngri árum þjáðist hann af þeim talmeinagalla að stama. Hann komst...

Rakvél Adams (1 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
-Mig langaði til að skella hér inn smásögu sem ég gerði í ritsmíðarkúrs í skólanum mínum og sjá hvað fólki finnst um hana, please be kind:)- Hann velti könglónni enn einu sinni og horfði á kippina í fótum hennar þegar hún reyndi að endurheimta jafnvægi sitt. Hann horfði á hana hringsóla á gólfinu í rykmettu loftinu og hann dáðist að appelsínugulum búknum. Hann ímyndaði sér að hann gæti heyrt í fótum hennar þegar þeir tröðkuðu á gólfinu, ímyndaði sér að hann heyrði klórið meðfram gólfinu,...

Ridley Scott (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þótt mörgum finnst Ridley Scott vera mistækur þá er ekki hægt að neita því hversu mikil áhrif hann hefur haft á kvikmyndasöguna. Sá maður sem gefur af sér myndir eins og Alien og Bladerunner á ekkert annað skilið en að láta kalla sig snilling. Hann hefur nú samt gert margar aðrar áhugaverðar myndir. Ridley Scott fæddist 30 nóvember árið 1937 í Northumberland, Englandi. Hann sótti marga af fínustu listaskólum Englands t.d. Hartpool College of Art og London´s Royal College of Art. Að námi...

Jim Carrey (28 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það var nokkuð ljóst árið 1994, þegar Ace Ventura kom út, að maður ætti eftir að sjá meira af þessum manni sem kallast Jim Carrey. Aðrar eins geiflur og orku hafði maður ekki séð í grínmynd í langan tíma. Hann er ofvirkasti maður plánetunnar og einnig einn þekktasti maður plánetunnar. Nokkru seinna átti hann eftir að sanna sig sem leikari og er nú með vinsælustu leikurum heims. James Eugene Carrey fæddist 17 janúar 1962 í New Market,Ontario,Kanada. Fjölskylda hans var verkamannafjölskylda...

Leon (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þessi mynd verður að teljast með betri spennumyndum síðustu ára eða jafnvel áratuga. Ég var að horfa á þessa mynd aftur núna fyrir stuttu síðan og það verður bara að segjast að hún verður bara betri með tímanum. Hún var gefin út árið 1994 og sló í gegn um allan heim. Luc Besson, leikstjóri myndarinnar, hefur gert margar áhugaverðar myndir á undan þessari t.d. Nikita,The Big Blue og Subway. Eftir þessa mynd hefur hann gert The Fifth Element og Joan of Arc. Leon fjallar um leigumorðingja(Jean...

Survivor leyndarmál (22 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég fann á netinu grein sem gefur upp leyndarmál um Survivor sem kannski ekki allir voru að búast við. Ég vildi nú ekki bara copy/paste þetta þannig að ég ákvað að þýða þetta fyrir þá sem kunna ekki engilsaxnesku. 1. Hætturnar eru raunverulegar: Þegar Diane féll í yfirlið í seríu 3 vegna vatnskorts lá hún í jörðinni í nokkra tíma og sá ofsjónir og rúllaði aftur augunum. Nánast allir þáttakendur Survivor hafa farið á spítala eftir leikinn vegna einhverskonar sýkingar eða bakteríu. Lex þjáðist...

H.R. Giger (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Mig langaði til að koma með grein sem er um einhvern annan en leikara eða leikstjóra. Eins og allir vita eru margir aðrir sem kom við sögu kvikmyndagerðarinnar. Áður en myndin Alien kom til sögunnar sem Ridley Scott gerði voru hugmyndir Hollywood um geimverur frekar takmarkaðar og einfaldar. Það voru oftast litlir grænir kallar eða stórar og klunnalegar klessur með stór augu sem hreyfðu sig á sniglahraða. Á meðan Scott var að forvinna Alien benti höfundur og framleiðandi að Alien, Dan...

Cronos (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Nú eru kannski ekki margir sem kannast við Guillermo Del Toro, ja allavega ekki fyrr en hann gerði Blade 2. Hann hafði áður gert ágætis hryllingsmynd sem hét Mimic og svo aðra hryllingsmynd á spænsku sem heitir Cronos. Mér var bent á þessa mynd fyrir nokkrum árum síðan og það kom mér á óvart hversu góð hún er og eftir það hef ég fylgst með Del Toro síðan og var himinlifandi þegar ég heyrði að hann átti að gera Blade 2. Cronos er vel tekinn og vel skrifuð hryllingsmynd. Hún fjallar um...

In the name of the father (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Þessi magnaða mynd um sannsögulegt óréttlæti var gerð árið 1993. Leikstjóri hennar er Jim Sheridan sem áður hafði gert myndir eins og The Field og My Left Foot og svo seinna gerði hann The Boxer. Daniel Day Lewis er greinilega í miklu uppáhaldi hjá Sheridan því hann valdi hann í þrjár af sínum myndum. Hann lék í My Left Foot og vann óskarinn fyrir og svo lék hann í The Boxer. Þriðja myndin er sú mynd sem ég ætla að fjalla aðeins um. Snemma á 8 áratugnum var uppi maður að nafni Gerry Conlon í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok