E.T. Fróðleiksmolar í tilefni 20 ára afmælisútgáfu Nú eru liðin 20 ár síðan kvikmyndin E.T. kom út og gerði allt vitlaust um allan heim. Hún er ennþá í dag með tekjuhæstu kvikmyndum sögunnar. Í tilefni þess að afmælisútgáfa myndarinnar kom út á þessu ári sem er að líða þá vildi ég rifja upp ýmsan fróðleik og aðrar upplýsingar um þessa frábæru mynd. Ég held að þessi mynd sé partur af æskunni hjá nánast öllum af okkar kynslóð og hafði gífurleg áhrif á ímyndunarafl krakka og jók áhuga á leit að lífi í geiminum.

1. Steven Spielberg ætlaði upprunalega að kalla geimveruna Puck, í höfuðið á geimverunni í annarri mynd sem Spielberg gerði á undan sem hét Close Encounters Of The Third Kind.
2. Spielberg og Melissa Mathison höfundar myndarinnar sóttu um fjármagn frá Columbia kvikmyndafyrirtækinu en þeir neituðu á þeim grundvelli að myndin væri ekki nógu commercial og ætti ekki eftir að verða nógu vinsæl, þeir hljóta að vera naga sig í handarbökin fyrir þau mistök.
3. E.T. opnunarhelgin árið 1982 var sú allra hæsta þar til önnur mynd eftir Spielberg kom út 9 árum síðar, sú mynd var Jurassic Park. E.T. er í 9 sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir allra tíma með 700 milljónir $ í miðasölu eingöngu.
4. Barnaleikarar sem líkjast þeim sem eru í upprunalegu myndinni voru fengin til að bæta nokkur atriði með hjálp bláskjáartækni. Þar á meðal var hið fræga tunglatriði tekið aftur upp með þessum krökkum, í upprunalega atriðinu notuðu þeir brúður og lítil módel af hjólum.
5. Tímaritið virta Variety sagði árið 1982 þegar E.T. kom út að þetta væri besta Disney myndin sem var aldrei gerð.
6. Harrison Ford lék lítið feluhlutverk(cameo) sem skólastjóri í skólanum hans Elliot litla en atriðið var klippt út og hefur ekki verið bætt inn fyrir 2002 útgáfuna því miður.Fyrrverandi eiginkonan hans Harrison,Melissa Mathison, sem var kærastan hans á þeim tíma, var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir handritið að E.T. Hún lék einnig lítið cameo sem hjúkka en það var líka klippt út.
7. Það sem má sjá sem breytingar á 2002 útgáfunni af E.T. er meðal annars: allir sem héldu á byssum í fyrri útgáfunni halda núna á kalltækjum(Spielberg sá eftir því að hafa byssur). Línana sem mamman segir “You are not going as a terrorist” hefur verið breytt í “You are not going as a hippie”. Klippt atriði af E.T. og Elliot í baði saman hefur verið sett inn aftur. Allar andlitshreyfingar E.T hafa verið bættar með tölvugraffík(CGI).
8. Hugmyndir um nafn á myndinni voru margar áður en þau sættu sig við þetta einfalda tveggja stafa nafn. Þar á meðal var Growing Up,After School,The Landing,Upon a Star,E.T. and Me,The Extra-Terrestrial og A Boy´s Life.
9. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1982 og þegar myndin var búin stóð fólk upp úr sætunum og klappaði heillengi og sumir jafnvel felldu nokkur tár að sögn hins virta gagnrýnanda Roger Ebert. Spielberg var einnig með sérstaka sýningu í hvíta húsinu fyrir Ronald og Nancy Reagan í júní 1982 og svo í september fyrir sameinuðu þjóðirnar og loks í desember fyrir Elísabetu drottningu.
10. Leikkonan Debra Winger ljáði stundum E.T rödd sína þar á meðal í fræga Phone Home atriðinu. Hún var góður vinur Spielberg´s og það voru uppi sögusagnir að þau hefðu verið kærustupar á áttunda áratugnum.
11. Ýmsa útgáfur af myndinni höfðu flotið í hausnum á honum síðan 1978 en það var leikari úr Close Encounters, Francois Truffaut, sem sagði honum að gera myndina um krakka því hann væri krakki sjálfur í sér. Seinna á meðan hann vara einmana á tökustað fyrir Raiders of the Lost Ark byrjaði hann að púsla saman hugmyndunum sem E.T. varð til úr.
12. Spielberg fanns gott að vinna með Henry Thomas(Elliot),Drew Barrymore(Gertie) og Robert McNaugton(Michael) sem voru í aðalhlutverkunum. Honum þótt svo gaman að vinna með þeim að á þeim tíma ákvað hann að eignast sín eigin börn, hann á 7 börn í dag.
13. Þetta var eitt af fyrstu markaðsstríðunum í kvikmyndum. M&M átti að vera sælgætið sem Elliot notaði til að lokka E.T. til sín en Mars fyrirtækið hætti við því forstjórunum fanns geimveran svo ljót að þeir héldu að hún myndi hræða börn. Í staðinn kom Hershey´s fyrirtækið með eitthvað nammi sem hét Reese´s Piece og í kjölfarið hækkaði salan á því sælgæti um 65%. Mars fyrirækinu var ekki skemmt.
14. Í Hrekkjavökuatriðinu voru allir leikararnir klæædir upp og Spielberg tók upp á því að klæða sig sem kvenmaður í kjól með perlufesti og allan pakkann til að búa til skemmtilegt andrúmsloft.
15. Það voru 3 módle byggð af E.T. og öll voru þau hönnuð af óskarsverðlaunahafanum Carlo Rambaldi, sem hafði hannað geimverurnar í Close Encounters einnig. Eitt þeirra gat labbað án hjálpar, annað gat hreyft litla parta í andliti og útlimi og svo loks var búningur sem þeir settu lítinn leikara í. Rambaldi hafði áður unnið að brellum fyrir Alien,King Kong og Dune. Fyrir andlitið á E.T. hafði hann í huga grínútgáfu af augum Carl Sandburg,höku Ernest Hemingway og nefi Alberts Einstein.
16. Uppáhaldsatriðið hennar Melissu Mathisons höfundar E.T. var atriði þar sem Elliot er að útskýra leikföng,bíla og mat fyrir E.T. en þetta var atriði sem Henry Thomas fattaði sjálfur.
17. Spielberg var búinn að skoða 300 krakka áður en hann fékk Henry Thomas í hlutverkið. Það sem gerði útslagið var prufa þar sem Thomas lék fyrir Spielberg að stjórnvöld væru að taka hundinn sinn á mjög dramatískan hátt, Spielberg samdi við hann strax á staðnum.
18. Myndin var tilnefnd til 9 óskarsverðlauna en fékk 4. Spielberg vann ekki fyrir bestu leikstjórn. “Mér fannst E.T. vera meira spennandi,undursamlegri og framandlegri kvikmynd en allar hinar og hún hefði átt skilið að vinna ” sagði Richard Attenborough sem vann leikstjóraverðalunin fyrir Gandhi.
19. Það er ýmislegt persónulegt í myndinni frá Spielberg, þar á meðal þegar E.T. notar fingur sinn rauðglóandi til að lækna. Spielberg á þann vana að snerta fólk sem honum líkar vel við með vísifingri á ennið. Gertie er byggð á systur Spielbergs, Sue. Foreldrar Elliot´s eru skilin eins og foreldrar Spielbergs voru og Spielberg stundaði það oft að setja hitamælirinn undir ljósaperu til að sleppa við að fara í skólann.
20. E.T. módelið var tryggt upp á 1.2 milljónir $ sem var 10 % af kostnaðaráætlun myndarinnar. Ein hugmynd sem var lögð niður í myndinni var að E.T. notaði lækningarmátt sinn og snerti sjónvarpsskjá þegar þeir voru að horfa á Dallas þáttinn fræga. Það var nefnilega þáttuinn þar sem J.R. er skotinn og átti þá E.T. að lífga við J.R.
21. Atriðið þar sem E.T. snýr sér við og kannast við Yoda var óvænt ánægja fyrir föður Star Wars heimsins og vinar Spielbergs, George Lucas. Hann vissi ekkert af þessu þegar Spielberg hélt sérstaka sýningu í fyrirtæki Lucas Industrial Light and Magic. “Ég man eftir því George sat hliðin á mér og þegar það atriði kom ýtti hann aðeins við mér, ætli það hafi ekki verið hans leið að segja hey þetta var svalt” segir Spielberg.
22. Þrátt fyrir mikið nöldur hefur Spielberg lofað því að hann ætli aldrei að gera framhald af E.T. Hann og Melissa gerðu samt á sínum tíma handrit að framhaldi sem átti að heita E.T. II: Nocturnal Fears, sem átti að fjalla um Elliot og vini hans sem eru teknir af geimverum og biðja E.T. um hjálp(hljómar hræðilegt)

Nei nei það má aldrei gera framhald af þessari mynd, bara leyfa henni að njóta sín eins og hún er. Ég mun allavega seint gleyma því þegar ég sá hana fyrst sem polli maður fékk geimveruæði bókstaflega. E.T. er í 220 sæti yfir bestu myndir allra tíma, mætti vera hærri og fær 7.8 í einkunn á imdb.com


-cactuz