Viðtal við Matthew Perry Hér viðtal við Matthew Perry sem blaðið Hello Magazine tók við hann nýlega.

Hello Magazine: Matthew þú hefur sagt í fortíðinni að þú lifir lífinu til fullnustu?
Matthew: (hristir hausinn) Já og það hefur komið mér í vandræði oft.

H: Hvað gerðist við tökur á myndinni Serving Sara?
M: Þetta er það sem gerðist. Myndin var að klárast og ég átti erftitt uppdráttar á þeim tíma. Á þannig tímum þarf maður að forgangsraða á réttan hátt þannig að ég sagði “Gleymdu þessari mynd og þessum sjónvarpsþætti því þú ert að eyðileggja sjálfan þig” og kom mér í afvötnun.

H: Hvenær uppgötvaðir þú að þú þyrftir á hjálp að halda?
M: Nóttina áður en ég yfirgaf myndina. Ég var það slæmur að ég var orðinn hræddur um að lifa þetta ekki af. Það er nokkuð slæm tilfinning.

H: Það hlýtur að hafa verið hræðilegt að vita til þess að þú myndir einnig missa af vinnu í Friends?
M: Ég var nógu klókur að hlusta á fólk í kringum mig sem sagði mér að hafa ekki áhyggjur af því- og ég gerði það ekki. Ég á ástkæra fjölskyldu og vini og fólkið sem ég vinn með er skilningsríkt og styður við bakið á mér. Fólkið sem sá um Serving Sara var skilningsríkt og ég er þakklátur þeim fyrir það.

H: Finnst þér þetta hafa verið erfiðasta tímabilið í þínu lífi?
M: Já ég er ekki nokkrum vafa um það, mjög erfitt tímabil. Ég hélt að ég þyrfti á þessum efnum að halda til að skemmta mér og lifa góðu lífi. Þau eru eins og hækjur. En það var ekki raunin því ég hef verið edrú núna í meira en ár og hef aldrei skemmt mér jafn mikið.

H: Hafðir þú áhyggju af því að vera frægur og fara inn á stofnun að fólkið þar myndi tala mikið um þig?
M: Að sjálfsögðu hugsaði ég um það. En eins og ég hef sagt þá skipti þetta miklu meira máli en að fara að hugsa of mikið um svoleiðis hluti. Þetta var lífsbjörgun mín og ég ætlaði ekki að láta frægð mína aftra því.

H: Hvað hefur þú lært að reynslunni?
M: Ég hef lært það að ef maður ætlar að eiga við svona vandamál þá verður maður að gera það af 100% krafti. Fíkn er eitthvað sem fylgir mann að eilífu, það þarf bara að læra að halda henni niðri og koma sér upp lífsmynstri sem fylgir því. Það skiptir miklu máli að muna eftir því hversu slæmt það var orðið, því lífið er mjög gott núna og maður getur sofnað á verðinum.

H: Hvernig ertu þú sjálfur heima fyrir, í fjarlægð frá bransanum?
M: Ég er nokkuð tilfinninganæmur maður að eðlisfari. Það er erfitt að reyna að halda upp ímyndinni sem bransinn gefur af manni, ég var þannig um tíma að ég reyndi alltaf að vera fyndinn hvar sem ég var en það var nokkuð þreytandi til lengdar. Ég reyni núna að lifa undir radarnum og byggja upp heilbrigt líferni. Fólk verður samt að fatta það að stundum langar manni að vera eðlilegur og fara út að skemmta sér. Ég hef farið mikið edrú á klúbbarölt og það hefur verið ótrúlega gaman. Það er alltaf gaman að finna fyrir því að maður getur verið venjuleg manneskja og gert venjulega hluti.

H: Heldur þú að hluti að vandamálum þínum er að þú ert frægur og það er mikil pressa á þér að vera alltaf í góðu skapi?
M: Jú ætli það ekki en það er pressa sem kemur frá manni sjálfum. Manni finnst fólk vera að búast við því en fólkið sem er manni næst og maður vill helst umgangast eru ekki með þessar kröfur. Þau vilja bara vera með manni, þannig að þegar maður finnur það traust þá getir maður slappað af í samskiptum sínum við vinina.

H: Hvað gerir þú til að slappa af?
M: Ég er bara venjulegur gaur. Mér finnst gaman að fara í bíó, fara út að borða með vinum og svoleiðis. Þessa síðustu fjóra mánuði hef ég ekki unnið mikið og því átt mikinn tíma til að gera svoleiðis hluti.

H: Þú hefur átt í baráttu við aukakílóin undanfarið. Hvernig heldur þú þér í formi?
M: Ég spila mikið tennis og held mér þannig í formi. Ég spila í nokkra tíma á dag. Ég er ekki mikið fyrir að fara í ræktina.

H: Þú hefur spilað mikið við Jennifer Capriati undanfarið. Vinnur þú hana?
M: Nei nei en ég get slegið með henni, við getum tekið létt á því í nokkra lotur. Þegar við spilum í alvöru slátrar hún mér. Mér finnst betra að spila með henni í tvenndarleik. Um daginn spiluðum við á móti Serenu Williams og Rick Fox og við unnum.

H: Í hvað eyðir þú peningum þínum?
M: Ég var að kaupa rándýran bíl, nýja BMW-inn, en ég hef ekki mörg dýr áhugasvið. Mér finnst gott að fara á góða veitingastaði og skemmtanir en ég á ekki hús út um allan heim eða neitt svoleiðis.

H: Verður þetta í alvöru síðasta serían af Friends?
M: Já ég held að það sé að verða nokkuð öruggt, en það er aldrei að vita í þessum bransa.

H: Hvað um Friends-kvikmynd?
M: Það mun ekki gerast, ég lofa því. Það verður ekki heldur sérstakur jólaþáttur af Friends heldur. Kannski sameinumst við aftur eftir 20 ár ef ferill okkar verður farinn í hundanna.

H: Verður það ekki erfitt að yfirgefa þáttinn?
M: Jú auðvitað. Ég byrjaði í þættinum þegar ég var 24 og núna er ég 33, þannig að þetta eru nokkuð mikilvæg ár að baki. Ég reyni að hugsa um það sem minnst en þessar síðustu vikur verða mjög erfiðar. Maður vill samt halda að þegar ein hurð lokar þá opnast önnur og mitt starf er að finna hurðina.

H: Hvernig viltu sjá Chandler hætta?
M: Hann er sá sem hefur hvað mest fullorðnast af þessum sex karakterum í þættinum. Hann byrjaði sem þessi taugaveiklaði nörd en er núna giftur maður. Mér myndi finnast það frábært ef síðasta lína Monicu við Chandler væri eitthvað eins og “ég er ólétt”.



-cactuz