In the name of the father Þessi magnaða mynd um sannsögulegt óréttlæti var gerð árið 1993. Leikstjóri hennar er Jim Sheridan sem áður hafði gert myndir eins og The Field og My Left Foot og svo seinna gerði hann The Boxer.
Daniel Day Lewis er greinilega í miklu uppáhaldi hjá Sheridan því hann valdi hann í þrjár af sínum myndum. Hann lék í My Left Foot og vann óskarinn fyrir og svo lék hann í The Boxer. Þriðja myndin er sú mynd sem ég ætla að fjalla aðeins um.

Snemma á 8 áratugnum var uppi maður að nafni Gerry Conlon í Belfast á Norður-Írlandi. Hann var ómerkilegur þjófur, enda ekki mikið annað að gera í stríðhrjáðu landi. Í augum öryggissveitanna er hann IRA maður en í augum IRA manna er hann vandræðagemlingur sem á ekkert annað skilið en að láta skjóta af sér hnéskeljarnar. Faðir hans sér litla framtíð í hegðun sonar síns og þegar Gerry lendir í óeirðum ákveður faðir hans að senda hann burt til London í gin ljónsins er þannig má að orði komast, því Englendingar eru ekkert alltof vinsælir á Norður-Írlandi. Faðir hans lítur samt þannig á málið að hann gæti kannski fengið vinnu og lifað venjulegu lífi.
Gerry flytur því til London með sárafáa peningaseðla í vasanum og ætlar að búa hjá frænku sinni Annie. Gerry hittir þá gamlan vin að nafni Paul Hill og ákveður að búa í hippakommúnu með honum.

Að kvöldi Guilfordsprengingarinnar í London eru Gerry og Paul í almenningsgarði að spjalla við heimilislausan mann að nafni Charlie Burke(þessi maður á eftir að koma við sögu seinna). Þeir hitta óvarkára vændiskonu og ræna hana. Þeir snúa aftur til Belfast með búnka af seðlum og monta sig af velgengni sinni. Ekki líður á löngu þar til brotist er inn á heimili Gerry´s og föður hans Guiseppe og þeir teknir á brott og yfirheyrðir vegna sprengjunnar í London. Breskir rannsóknarlögreglumenn eru undir gífurlegri pressu að finna ódæðismennina og berja því játningu úr bæði Gerry og Paul Hill félaga hans. Að lokum er búið að handtaka þá Gerry og Paul og Guiseppe ásamt nokkrum úr kommúnunni og frænku Gerry´s Annie.

Breskur lögfræðingur að nafni Gareth Pierce(Emma Thompson) ákveður að hjálpa Conlon feðgunum og fer að kafa djúpt í þetta skrítna mál. Breskir valdamenn vilja kæfa málið og fær Gareth því litla hjálp frá yfirvaldinu. Með þrautseigju tekst henni að fá málið aftur í dóm en það tekur dálítinn tíma og margt hefur gerst innan veggja fangelsins sem hefur haft áhrif á Gerry.

Myndin er vægðarlaus í því að sína mistök bresku valdamannanna og óréttlætið gerir mann brjálaðan. Myndin er sannsöguleg og er byggð á bók sem Gerry Conlon skrifaði. Þess má geta að Gerry Conlon er ennþá í dag í málaferlum við að hreinsa mannorð sitt og sinna að fullu. Myndin er sterk og frammistaða Daniel Day Lewis og Emmu Thompson eru máttarstólparnir. Hún fær 7.7 á imdb.com

HVER MYRTI GEIRFINN !!!!!!!!!!!

-cactuz