Samuel L Jackson Samuel L Jackson er að sögn mikill fagmaður og tekur leikarastarfinu mátulega alvarlega og leggur sig allan fram í öll hlutverkin sín. Áður en hann lék hlutverk Jules í Pulp Fiction(1994), sem gerði hann að stórstjörnu, hafði hann leikið í mörgum ágætum myndum.

Það tók 20 ár að gera Samuel að stórstjörnu sem allir þekkja að nafni og andliti. Hann fæddist í Washington D.C. 21 desember 1948 og ólst upp í Chatanooga Tennessee. Á yngri árum þjáðist hann af þeim talmeinagalla að stama. Hann komst fyrst í kynni við leiklist þegar talmeinafræðingur hans ráðlagði honum að fara í prufu fyrir skólaleikrit í menntaskóla í þeirri trú að það myndi hjálpa honum að komast yfir stamið. Honum líkaði vel við leiklistina og yfirsteig stamið og fór í leiklistardeild Morehouse University. Í þeim skóla gekk hann í lið með mannréttindasamtökum fyrir svarta, hann var rekinn tímabundið frá skólanum fyrir að taka þátt í mótmælum. Hann fékk að koma aftur í skólann og útskrifaðist 1972. Hann flutti þá til að New York til að verða stórstjarna.

Hann vann mikið á sviði og fékk svo smá hlutverk í Cosby Show, ekki í sjálfum þáttunum heldur við að skemmta fólkinu í sjónvarpssalnum á meðan hlé voru. Hann lék í örfáum sjónvarpsmyndum og lék smáhlutverk í kvikmyndum, þar á meðal “Hold Up Man” í Coming to America með Eddie Murphy og smáhlutverk í Sea of Love með Al Pacino. Hann lék einnig meistarverkinu Goodfellas eftir Scorsese, þar lék hann bílstjóran Stacks sem fær Joe Pesci meðferðina:). Í nokkur ár hélt hann áfram að leika smáhlutverk í myndum eins og Do The Right Thing,Jungle Fever,Patriot Games,Menace II Society,Jurassic Park,True Romance. Stærsta hlutverkið hans á þessum tíma var í spoof-myndinni Loaded Weapon þar sem hann og Emilio Estevez gerðu grín að Leathal Weapon myndunum og öðrum frægum spennumyndum. Það sýnir best hvað honum gekk illa að fá aðalhlutverk að þetta hafi verið fyrsta myndin þar sem hann er í stóru hlutverki.

Það var svo árið 1994 að honum var boðið hlutverk Jules Winnfield, leigumorðingi sem vitnar í biblíuna og er sannfærður um að orðið vitni að kraftaverki, í myndinni Pulp Fiction. Myndin fór sigurför um heiminn og vann til verðlauna í Cannes. Samuel var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hlutverkið en vann því miður ekki. Nú var hann kominn á hærri stall og var boðið stærri hlutverk. Hann lék í spennumyndunum Kiss Of Death og Die Hard: With a Vengeance árið eftir. Hann fylgdi eftir með myndum eins og Great White Hype,Time to Kill og The Long Kiss Goodnight þar sem hann fer á kostum í hlutverki einkaspæjara sem hjálpar Geenu Davis að finna lausn á ráðgátu. Tvímælalaust eitt fyndnasta hlutverkið hans og heldur hann myndinni yfir meðalmennsku. Hann lék svo í mynd eftir ungan óreyndan kvikmyndagerðamann að nafni Paul Thomas Anderson(Boogie Nights,Magnolia), sem var að gera sína fyrstu mynd sem heitir Hard Eight(vanmetinn gullmoli). Hann lék á magnaðan hátt kennara sem tapar sér í hörkunni í L.A. í myndinni 187, sem er líka vanmetinn mynd að mínu mati. Hann hikaði ekki við að leika aftur fyrir Tarantino í myndinni Jackie Brown sem var svoldið langt frá Pulp Fiction kraftinum en ágæt samt.

Nú var hann orðinn stórstjarna og fór að taka þátt í stórmyndum, misgóðum að sjálfsögðu. Sphere var dæmi um lélega stórmynd sem hefði getað orðið ágæt ef rétt hefði verið haldið á spilunum. Hann birtist óvænt í skemmtilegu hlutverki í Out Of Sight. Þá kom góð stórmynd sem kallast The Negotiator, þar sem hann lék á móti uppáhaldinu mínu snillingnum Kevin Spacey. Hann vildi ólmur taka þátt í Star Wars og nöldraði mikið í George Lucas og fékk þá ósk uppfyllta sem Mace Windu. Þá kom léleg Deep Blue Sea sem hann hefði allveg mátt sleppa. Árið 2000 lék hann í herdramamyndinni Rules of Engagement á móti jaxlinum Tommy Lee Jones,ömurlegri endurgerð á Shaft sem sá ágæti leikstjóri John Singleton(Boyz N The Hood) ætti að skammast sín yfir, og svo loks óvenjulegri mynd eftir M.Night Shyamalan(Sixth Sense) þar sem hann lék furðulegan karakter sem heitir Elijah Price.

Næst vildi hann færa sig út fyrir landsteina sína og gerði kvikmynd í Bretlandi sem hét 51 State, nokkuð fyndin en ekki allveg nógu heilsteypt. Hann er í 3 myndum á þessu ári. Við höfum nú þegar séð hann í Episode 2 þar sem Mace Windu fór með aðeins stærra hlutverk og fékk loks að munda sverðið. Fljótlega kemur svo myndin Changing Lanes með Ben Affleck sem fjallar um reiði í umferðinni(hver kannast ekki við það). Einnig er hann í bandarísku útgáfunni af James Bond sem kallast því frumlega nafni XXX, þar leikur Vin Diesel spæjarann. Framundan er mikið að gera hjá Samuel þar á meðal S.W.A.T.,Tick Tock,Episode 3,Blackout og loks Basic þar sem hann leikur aftur á móti John Travolta(mótleikara hans í Pulp Fiction).

Hér er að lokum nokkur skemmtileg quotes úr myndum hans.

Jackie Brown: Ordell: My ass may be dumb, but I ain't no dumbass.

The Long Kiss Goodnight:
Mitch: The last time I got blown, candy bars cost a nickel.
Mitch: I never did one thing right in my life, not one. That takes skill.
Samantha Caine: Are you a Mormon?
Mitch Hennessy: Yes, I'm a Mormon. That's why I just smoked a pack of Newports and drank three vodka tonics.
Charly: Same principle as deflowering a virgin… Guy bites her on the ear to distract from the pain. Haven't you ever tried that?
Mitch: Naw… I usually just sock ‘em in the jaw and yell “Pop goes the weasel!”
Charly: I’m leaving the country, Mitch. I need a fake passport and I need money, lots of it.
Mitch: Well why didn't you say so? Hold on a minute while I pull that outta my ass.

Die Hard: With a Vengeance:
John McClane: Thanks a lot, Jesus.
Zeus Carver: Why the hell do you keep calling me Jesus? Do I look Puerto Rican to you?
John McClane: That guy back there, he called you Jesus.
Zeus Carver: No, he didn't, he said “Hey, Zeus.” My name is Zeus.
John McClane: Zeus?
Zeus Carver: Yeah, Zeus. You know, Mount Olympus, father of Apollo, don't f*** with me or I'll shove a lightning bolt up your ass, Zeus! You got a problem with that?

Það besta síðast…..

Jules: The path of the righteous man is beset on all sides by the inequities of the selfish and the tyranny of evil men. Blessed is he, who in the name of charity and good will, shepherds the weak through the valley of darkness, for he is truly his brother's keeper and the finder of lost children. And I will strike down upon thee with great vengeance and furious anger those who would attempt to poison and destroy my brothers. And you will know my name is the Lord when I lay my vengeance upon thee.

-cactuz