Ridley Scott Þótt mörgum finnst Ridley Scott vera mistækur þá er ekki hægt að neita því hversu mikil áhrif hann hefur haft á kvikmyndasöguna. Sá maður sem gefur af sér myndir eins og Alien og Bladerunner á ekkert annað skilið en að láta kalla sig snilling. Hann hefur nú samt gert margar aðrar áhugaverðar myndir.

Ridley Scott fæddist 30 nóvember árið 1937 í Northumberland, Englandi. Hann sótti marga af fínustu listaskólum Englands t.d. Hartpool College of Art og London´s Royal College of Art. Að námi loknu fór hann að vinna að sviðshönnun hjá BBC á 6 áratugnum. Seinna gerðist hann leikstjóri fyrir ýmsa sjónvarpsþætti hjá BBC. Þar að auki fór hann að gera auglýsingar og á hann margar af minnistæðustu auglýsingum Breta á þessum tíma. Hann þótti einstaklega frumlegur og lagði mikla áherslu á útlit verka sinna.

Það var svo árið 1977 að Scott byrjaði kvikmyndaferil sinn. Það var myndin The Duellists sem var hálfgerð Napóleon-tímabils-mynd og fjallaði um foringja(Harvey Keitel) sem heimtar í gegnum mörg ár að heyja einvígi við annan mann(Keith Carradine) út af einhverju gömlu máli sem þeir eiga eftir að útkljá. Myndin þótti veisla fyrir augað og vann til verðlauna á Cannes-hátíðinni. Þessi metnaður hans fyrir útlitinu á mynd var ástæðna fyrir því að honum var boðið að leikstýra mynd sem Dan O´Bannon hafði skrifað. Myndin hét Alien þar náði Scott að fullkomna myndina með sýn sinni, ásamt ótrúlegri hönnun H.R. Giger. Fyrir útlit geimskipsins hafði Scott í huga gamla járnverksmiðju sem hann vann í sem ungur maður. Þessi sama verksmiðja hefur gefið honum mikinn innblástur til að búa til þetta dökka útlit sem einkenna myndir Scott´s. Árið 1982 vann hann að myndinni Bladerunner(eftir bókinni Do Androids Dream of Electric Sheep eftir Philip K. Dick sem er í miklu uppáhaldi hjá mér). En það voru vandræði sem einkenndu þá framleiðslu. Ridley reifst við framleiðendurnar, sem þóttu myndin of flókin og endirinn var ekki þeim að skapi. Sem málamiðlun ákvað Scott því að breyta endanum í bjartsýnari enda. Fyrir vikið olli myndin vonbrigðum og fékk slæma dóma og lélega aðsókn. Það var ekki fyrr en í byrjun tíunda áratugarinns, þegar Scott gaf hana út eftir sínu höfði(director´s cut) að hún varð að sci-fi meistaraverki.

Árið 1986 gerði hann svo fantasíumynd sem kallaðist Legend. Það var svona álfa og skrímslamynd þar sem Tim Curry fór á kostum í hlutverki myrkrahöfðingja undir nokkrum kílóum að farða. Á móti honum var Tom Cruise sem var þarna á uppleið. Myndin er ekki allveg nógu beitt en Tim Curry er skemmtilega scary. Næst skipti Scott um gír og gerði spennumyndina Someone to Watch Over Me með Tom Berenger í aðalhlutverki. Þá gerði hana svo “dökka” Leathal Weapon-mynd sem kallaðist Black Rain. Þar voru þeir Michael Douglas og Andy Garcia í hlutverkum lögreglumanna sem fylgja liðsmanni úr Yakuza(japanska mafían) til Tokyo en hann sleppur. Myndin er mjög dökk að hætti Scott en annars bara venjuleg buddy-löggumynd.

Svo kom Scott flestum á óvart árið 1991 þegar hann gerði chickflick. Það var samt enginn venjuleg kerlingamynd heldur ein sú vinsælasta kerlingamynd jafn á meðal karla sem kvenna. Þetta var auðvitað Thelma&Lousie og var Scott tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hana en tapaði skiljanlega fyrir Jonathan Demme(silence of the lambs). Þar að auki var hún tilnefnd til fimm annarra verðlauna á óskarnum. Nú var Ridley kominn í elítuna í Hollywood og allir biðu spenntir eftir næstu mynd hans. Hann sló feilstreng með myndinni 1492:A Conquest of Parasis árið 1992. Hún fjallaði um Kristófer Kólumbus og þótti arfaslök. Þá tók Scott sér langt frí og sneri aftur með skárri mynd en samt aðeins meðalmynd sem kallaðist White Squall(1996). Hún fjallar um hóp af ungum drengjum sem fara í siglingu með Jeff Bridges til að fá hár á bringuna. En hélt hann áfram að gera slappar myndir þegar hann pungaði út G.I Jane(1997)með Demi Moore í aðalhlutverki. Ádeilumynd um konu sem skráir sig í æfingabúðir sérsveitamanna og þarf að þola allskonar mótlæti.

Nú virtist ferlillinn hjá Ridley Scott vera á enda kominn. Hann tók sér því góðan tíma til að gera Gladiator með Russel Crowe í hlutverki hershöfðingja sem gerist skylmingaþræll. Hann fékk mikið fé til verksins eða u.þ.b. 100 milljónir dollara. Margir gagnrýnendur hylltu þessa mynd og sögðu að hún markaði endurkomu “stóru” myndanna. Öðrum fannst hún ofmetinn og ekki það merkileg. Samt sem áður var hún gífurlega vinsæl og er ég nokkuð viss um að margir vissu ekki hvað skylmingaþræll var áður en þeir sáu þessa mynd. Hún náði hylli Akademíunnar og vann 5 óskarsverðlaun þar á meðal besta myndin. Scott tapaði hins vegar fyrir Steven Soderbergh í valinu á besta leikstjóranum. Næst réðst Scott að því erfiða verkefni að gera framhaldsmynd að einu mesta meistaraverki sögunnar Silence of The Lambs. Hannibal hét hún og þar endurvakti Anthony Hopkins hlutverk sitt sem sælkerinn Hannibal Lecter. Myndin fékk blendna dóma hjá gagnrýnendum og hjá áhorfendum. Ég verð að segja að þessi mynd var dauðadæmd frá byrjun held ég en ég er ágætlega sáttur við útkomuna samt sem áður. Nýlegasta myndin hans er svo Black Hawk Down sem er vel unnin gæðastríðsmynd, sem var trúlegast nauðsynleg í harmi slegnum Bandaríkjunum. Þjóðremban er til staðar en vinnslan er öll gífurlega vel unnin og hrein unun að horfa á myndina á köflum.

Það er ýmislegt að döfinni hjá Scott þessa dagana og hann hefur verið að íhuga margar myndir. Hann sagði nýlega í viðtali að honum langaði til að gera eina góða sjóræningjamynd, því það hefur verið lítið af þeim. Næsta mynd hans er trúlegast mynd með Nicholas Cage sem mun heita Matchstick Men og svo vill hann líka gera aðra mynd með Russel Crowe sem á að heita Tripoli. Hann hefur einnig ýjað að því að hann ætli að gera vestra, þannig að það er nóg að gera hjá honum.

Það er ekki nóg með það að Ridley og bróðir hans Tony(Top Gun,True Romance,Crimson Tide,Enemy of the State,Spy Game) eru leikstjórar heldur er sonur hans Ridley, Jake Scott, einnig leikstjóri.

Ridley er í 30# sæti yfir valdamestu menn í Hollywood.

Ridley á sitt eigið tæknibrellufyrirtæki(Mill Films) sem sá um margar brellurnar í Gladiator. Hann á einnig fyrirtækið Scott Free Productions með bróður sínum Tony.

Frægasta auglýsingin hans Ridley er frá 1984 og var það kynningin á Apple Macintosh tölvunni. Hún birtist í hléi á Super Bowl það árið.


-cactuz