Cronos Nú eru kannski ekki margir sem kannast við Guillermo Del Toro, ja allavega ekki fyrr en hann gerði Blade 2. Hann hafði áður gert ágætis hryllingsmynd sem hét Mimic og svo aðra hryllingsmynd á spænsku sem heitir Cronos. Mér var bent á þessa mynd fyrir nokkrum árum síðan og það kom mér á óvart hversu góð hún er og eftir það hef ég fylgst með Del Toro síðan og var himinlifandi þegar ég heyrði að hann átti að gera Blade 2.

Cronos er vel tekinn og vel skrifuð hryllingsmynd. Hún fjallar um antíksölumann í Mexíkóborg(Del Toro er mexíkani). Þessi sölumaður uppgötvar tæki sem er hálfgerð gullbjalla. Hann heldur fyrst að þetta sé huggulega hannaður skartgripur en annað kemur á daginn. Tækið er lifandi og hefur lappir. Hann heillast af þessu tæki og fer með það heim til dóttur sinnar. Þar ræðst lítið dýr á manninn sem kemur út þessum skartgrip. Inn í söguna blandast líka ríkur maður sem leitar að tækinu ásamt aðstoðarmanni sínum sem leikinn er af Ron Perlman(sem lék Reinhardt í Blade 2). Eftir nokkurn tíma byrjar sölumaðurinn að breytast í útliti og fasi. Hann fer að þyrsta í blóð og á erfitt með að hemja þann þorsta. Leikararnir standa sig nokkuð vel og bestur er aðalleikarinn Federico Luppi. Leikstjórnin er nokkuð örugg hjá Toro og hann gefur sögunni nóg rými og skapar gott og ógnvekjandi andrúmsloft. Myndin fjallar aðallega um eilíft líf því tækið gefur þeim sem er bitin eilíft líf sem vampýra. Myndin sýnir líka vel fíkn mannsins í tækið og hversu gjörsamlega það heltekur hann.

Breytingin á sölumanninum er meira heillandi en ógnvekjandi. Endirinn er virkilega furðulegur en jafnframt heillandi. Sagan,tempóið,handritið og leikarnir tryggja góða mynd og þessi er ásamt El Mariachi það lang besta sem ég hef séð frá Mexíkó. Þetta er ekki venjuleg hryllingsmynd og það er ekki beitt ómerkilegum bregðuatriðum til að hræða mann. Hún vinnur meira á andrúmslofti og mythology vampýrunnar.

Mæli með því að fólk, sem vill sjá öðruvísi en áhugaverða hryllingsmynd, tjekki á þessari. Þið hafið örugglega ekki séð neina hryllingsmynd sem er eitthvað lík þessari. Allgjör gullmoli sem er örugglega til í Laugarásvideo eða kannski í Videoheimum(þar fann ég hana fyrir 3 árum síðan). Myndin fær 6.7 á imdb.com en ég er ósammála þeirri einkunn, hún á mikið meira skilið.

-cactuz