Viðtal við The Guys Hér er frábært viðtal sem tímaritið Details tók við leikarana David Scwimmer,Matt LeBlanc og Matthew Perry í ágúst 2002. Þetta er opinskátt viðtal sem gefur manni svolítið aðra mynd af þeim kumpánum og þess vegna stóðst ég ekki þá freistingu að skella því hér inn. Það er svoldið langt en hey The More The Marrier.

“Hverjum er ekki sama um hvernig vinsældir Friends urðu svona miklar. Við vildum vita hvernig þrír menn sem nota of mikið hárgel gátu orðið vinsælustu karlmenn Bandaríkjanna. Þannig að við settumst niður með þeim í húsi Matthew Perry í Beverly Hills og spurðum þá 72 milljón $ spurningarinnar. Eruð þið þess virði?”

Details: Samningurinn sem þið strákarnir voruð að skrifa undir hefur vakið mikla athygli. Er ykkur sama um að fólk viti hvað þið hafið í laun?
Matt: Fyrir nokkrum vikum síðan stoppaði einhver hliðin á bílnum mínum og spurði “áttu nokkra dollara á þér?”.
David: Ég hugsa stundum mikið um þetta. Það sem við erum að fá í laun er vitleysa miðað við hvað venjulegt fólk fær og ég minni sjálfan mig oft á það. Það sem aldrei kemur fram er hvað hinir sem koma að þættinum fá í laun, sumir þeirra fá miklu meira en við. Friends er stærsta peningamaskína Warner Bros, þar sem spila inn áhorfsréttur um allan heim,DVD diskar,endursýningar og annað. Þeir eru að græða hundruði milljóna $ á hverju ári
Matt: Það hefur verið mikið talað um þetta í fréttum hversu mikið við eigum skilið og allt það en kjarni málsins er að sá sem getur farið til yfirmanns síns og beðið um launahækkun en gerir það ekki er hálfviti.
Matthew: Það sem er svo svalt var að við fengum hækkunina á meðan við vorum með farðann á okkur(hikar aðeins) reyndar héldum við að við höfðum unnið í lottói þegar við fengum upphaflegu launin okkar á sínum tíma.
David: Mér finnst það frábært að heyra þig segja þetta. Peningurinn sem við fengum þá skipti okkur meira máli en þessi launahækkun. Að fá 35.000 $ viku var stórmál fyrir okkur öll á þeim tíma.
Matt: Ha hvað varst þú að fá mikið?(hlær)
David: Ég meina að sjálfsögðu 20.000$ á viku(glottir). Ég myndi frekar vilja eiga meira í Friends þáttunum sjálfum og ráða því hvaða stefnu hann tekur því stóru fyrirtækin fara oft í ógöngur með þættina sína.
Matt: No Shit!!!!

Details: En strákar hugsa bara um kynlíf og peninga er það ekki?
Matthew: Ég hugsa um að ríða mínum peningum.

Details: Fyrstu viðbrögð við ykkur öllum hlýtur að hafa verið “fucking dicks”
David: Mín viðbrögð við því mjög snemma voru látið mig í fucking friði. Ég skulda engum neitt annað en mína vinnu.
Details: Það eru svo margir öfundsjúkir
David: Fuck´em segi ég. Mér er allveg sama. Þetta er ekki ég á skjánum heldur karakterinn minn. Ef fólk fílar þetta ekki þá geta þau horft á annað, þetta er frjálst land.
Matt: Við erum ekki að binda fólk niður og segja við þau “horfið á helvítis þáttinn okkar og fílið hann” þú veist
Details: Hafið lent í rifrildi sjálfir?
Matt: Auðvitað
Matthew: Þegar einhver verður reiður, verður maður að halda haus og reyna að klúðra ekki sínum málum í leiðinni.

Details: Þegar þið hittuð leikkonurnar fyrst voruð þið þá að segja “hey hún er flott”?
Matt: Já fyrst. Síðan varð þetta fljótlega að bræðra-systra bandalagi og hefur haldist þannig síðan.
Matthew: Við vissum að ef við myndum ekki hegða okkur vel þá myndum við eyðileggja stóra tækifærið okkar. Stelpurnar virtust samt ekki vera á sama máli og þess vegna vorum við oft að segja við þær nei. Ég man eftir því einu sinni að Jennifer og Lisa komu heim til mín og voru að grátbiðja mig um að fá smá action(glottir).
Matt: Þá komu þær heim til mín og urðu blindfullar
Matthew: Ég beið bara þangað til þær voru orðnar giftar.

Details: Fóruð þið alltaf út saman fyrst?
Matthew: Þangað til við föttuðum að við eyðum öllum dögum saman hvort sem er í vinnunni.
Matt: Núna ef þú reynir að fá alla til hittast til að horfa á þáttinn myndir þú ekki fá mikil viðbrögð þú heldur bara á símtólinu og segir “Eigum við að hittast…..halló, halló”.

Details: Ef þið eruð að horfa á sjónvarpið og það er verið að endursýna þættina horfið þið á þá?
David: Ég horfi einungis ef ég er einn að horfa. Ímyndaðu þér að segja við einhver “hey þetta er þáttur nr.32 þar sem ég var að…,” Hinsvegar þegar ég horfi á þætti eins og All In The Family eða Taxi þá fær maður alltaf undarlega tilfinningu og hugsar um það þegar krakkar mínir segja eftir 20 ár “sjá þig þarna pabbi”.
Matthew: Flestir þessir þættir byrja þegar fólkið er 40 ára og maður sér ekki mikla breytingu á karakterunum. Ég byrjaði 24 ára. Þannig að það er áhugavert. Ég var sá fyrsti sem horfði á þættina þegar við vorum að byrja og ég var líka sá fyrsti sem fékk kikk út úr því að vera þekktur

Details: Færðu ennþá kikk út úr því?
Matthew: Ég man að mér varð gífurlega brugðið fyrst þegar fólk fór að öskra á eftir manni og hugsaði alltaf “hvað er að gerast” og svo fattaði maður æ já þetta er út af mér. Það var líka furðulegt þegar fólk greip í mig og snerti mig, það átti ég erfitt með að höndla.
Matt: Ég var í Ástralíu að kynna Lost In Space þegar það þurfti að setja verði á hótelhæðina og skoða öll herbergin.Það var ekki bara ungar stelpur, þetta er svona creepy um allan heim.
Details: Hvað gerið þið þá, notið þið hatt og sólgleraugu?
Matthew: Maður lítur út fyrir að vera ennþá frægari með hatt og sólgleraugu.
Matt: Ég er farinn að stunda meira svona afmarkaða staði þar sem ég þarf ekki að segja “Já ég skal vera á ljósmynd með syni þínum”.
Matthew: Ég hætti að fara út að versla þegar einhver tók mynd af því hvað ég var með í innkaupakerrunni minni. Ég held samt aðallega að það var afsökunin sem ég þurfti til að gera ekki skítverkin mín.(hlær)
David: Ég var nú bara um daginn í apóteki að velja mér tannkrem
Matt: Þegar ég fer út og enginn tekur eftir mér hugsa ég alltaf “hættu að vera svona mikið barn- haltu bara kjafti”.

Details: Strákar halda að þeir vilji frægð og frama?
Matt: Gefðu þeim tvo mánuði.
Matthew: Áhugaverðasta spurningin er myndir þú vilja snúa aftur til þess að vera Jón Jónsson.
Details: Myndir þú vilja það?
Matthew: Þig langar í tæki þar sem þú getur slökkt og kveikt á frægðinni að eigin hentugleika.
Details: Áhorfendur vilja eiga sérstakt samband við sjónvarpskaraktera. Þið eruð í mínu svefnherbergi, ég var að sofa hjá kærustu minni og kveiki á sjónvarpinu og þar eruð þið mættir.
Matt: umm já mér líður nú aldeilis vel að heyra þetta

Details: Í öllum vinahópum er fólk að bera sig saman við ykkur. Hver er Joey í hópnum og hver er Chandler og Ross. Mér finnst það asnalegt að strákar bera sig saman við ykkur. Maður sér Jennifer Aniston á forsíðu einhver staðar með nýja hárgreiðslu sem fólk vill fá næsta dag og það sama með ykkur.
Matt: Hvernig heldur þú að það sé að vera með einhverja hárgreiðslu, sama dag og Jen er á forsíðunni, sem kemst ekki á forsíðu á tímariti.(allir hlægja)
David: Já það var alltaf erfiðast fyrir Matt
Details: Hafa karakterar ykkar orðið líkari ykkur eða þið líkari þeim?
David: Af þeim sex er Ross ábyrgðarfyllstur og þannig hef ég alltaf horft á sjálfan mig, ég var alltaf tilskipaður ökumaður í öllu.

Details: Finnst ykkur sem þið hafið verið brennimerktir?
Matt: Já tvímælalaust, þú veist “stríðsmynd” við viljum ekki sjá Joey í þannig mynd hugsa allir.
Matthew: En það er verðið sem þarf að borga ef fólk er að kaupa mann sem karakterinn í þáttunum en maður þarf að skoða aðra möguleika einnig.
David: Þegar ég hugsa um Carroll O´Connor í hlutverki Archie Bunker(hver sem það er) hugsa ég vá, ég á kannski eftir að hafa jafn mikil áhrif á einhvern þarna úti.

Details: Hvað um fjölmiðlafár sem beinist að ykkur?
Matt: Allir eiga sína persónulegu hlið, þegar hún er opnuð og ráðist á hana er það ömurlegt. Allir ganga í gegnum tíma sem þau eru ekki beinlínis stolt af- jafnvel hamingjusama tíma.
David: Ég get sætt mig við að sumir hlutir eru sagðir opinberlega um mig en það sem gerir mig snælduvitlausan er þegar það koma lygasögur um mig. Þegar við vorum að gera fyrstu serírurnar var ég í alvarlegu sambandi en átti í smá vandræðum og þá var það birt að ég væri búinn að biðja kærustu mína að giftast mér, það var mjög vandræðalegt og ég hef aldrei fyrirgefið fjölmiðlum fyrir það atvik.
Matthew: Ok þau segja að ég sé hommi á blaðsíðu 5 og þau segja að ég sé að fara að giftast Cameron Diaz á blaðsíðu 6, en sjáið hvað ég er heppinn. Ég er að fá borgað fyrir það sem mig langar að gera. Það sem fer í taugarnar á mér er þegar fólk sem er ekki jafn blessað og ég fær umfjöllun. Fyrst vildi ég fara í mál við svoleiðis fólk en það myndi bara búa til stærri frétt fyrir þau.
Matt: Mig langaði bara að fá að leika, þú veist vera gaurinn á hestinum sem skýtur af byssu og fær stelpuna og lifa í fantasíunni. Ég vildi ekki vera gaurinn sem labbar í útimörkuðum með sólgleraugu á sér og hatt og dulbýr sig fyrir fólki. Hér áður fyrr voru allir að ríða og dópa og það fréttist aldrei og það voru aldrei sannanir til fyrir því, þá var ekki þessi hræðsla sem er staðreynd í dag.

Details: (við Matt) Ég held að ég hafi séð þig og kærustu þína(Melissu McKnight) í almenningsgarði?
Matthew: Ég man ekki eftir að hafa tekið þá mynd(glottir)
David: Já þú græddir 2.500 $ á þeirri mynd(hlær)
Matthew: Nei 2.800$ því Matt var með opinn munn(hlær)
Matt: Ég sá einu sinni einhverja mynd af mér og pabba á mótorhjólunum okkar á Malibu einhver staðar. Í London voru við báðir eltir út um allt.

Details: Hafið þið eitthvað hugsað um að flytja frá LA þegar þáttunum lýkur?
David: Þá yrði fyrsti staðurinn Chicago trúlegast.
Matt: Mikið af rössum þar er það ekki.
David: Sem er örugglega ástæðan fyrir því að hún er kölluð The Windy City(allir hlægja).
Details: Verðið þið allir vinir áfram þegar þáttunum lýkur?
Matthew: Við tölum ekki um það(við Matt) þú veist að við verðum trúlegast að gera okkar Odd Couple hluti.
Matt: Já (horfir á David) vorum við búnir að segja þér það.
David: Nei en ég myndi aldrei vilja gera annan grínþátt.
Matthew: Hvað sem maður gerir þá getur maður aldrei gert alla hamingjusama. Á endanum snýst þetta um að vera sáttur við það sem maður hefur gert, þá er maður cool.
Matt: Yeah cool!!!
Matthew: En þér líkar nú samt vel við okkur, er það ekki?



-cactuz