Í nýjustu James Bond myndinni Die Another Day er mikið af flottum brellum og kvenmönnum, njósnarinn er svalari en nokkru sinni áður og aldrei hafa verið fleiri auglýsingar ha bíddu hvað hefur það með myndina að gera. Jú það hafa aldrei verið jafn mikið að leyndum og óleyndum auglýsingum í einni kvikmynd áður. Fyrri myndir, aðallega eftir að Pierce Brosnan gerðist njósnarinn, hafa innihaldið nokkuð mikið af auglýsingum og hefur þá bardaginn um Bond-bílinn verið eftirtektarverðast.

Þetta er mikið og stórt batterí þessar Bondmyndir. Framleiðendurnir MGM og Eon Pictures hafa sagt frá því að auglýsingaherferðin í kringum Bond-myndina eigi eftir að kosta 30 milljónir $ en það skiptir voða litlu máli því þeir fá 100 milljónir $ frá fyrirtækjum sem troða sér inn í þessa rúma tvo tíma með ýmsum leiðum. Það eru aðeins Olympíuleikarnir sem hafa fleiri styrktaraðila og stærri auglýsingasamninga en þessi kvikmynd. Ford Motor á víst að hafa borgað 35 milljón $ fyrir að hrinda BMW bílnum fram af brúninni og koma sínum Aston Martin aftur í toppsætið og taka við rassi njósnarans og bera hann. Vondi kallinn ekur um á Jaguar XKR.

Í Die Another Day er James Bond svona nútímalegri og hefur komið sér upp áhugamálum eins og seglbrettaiðkun og aðrar extreme íþróttir eins og það sé ekki nógu mikið adrenalínkikk að fást við hryðjuverkamenn í dagvinnunni. Þar með geta íþróttavöruframleiðendur brosað sínu gullbrosi og á eflaust eftir að verða miskunarlaus bardagi um brettin. Bond er með Omega úr,heldur á Samsonite tösku þegar hann flýgur með British Airways, drekkur Finlandia vodka(hristan ekki hrærðan), rakar sig með Norelco rakvél, tekur myndir með Kodakvél og talar í Philips símann sinn. Jinx(Halle Berry) notar Revlon snyrtivörur o.s.fr.

MGM fyrirtækið vill lítið um þessar auglýsingar segja en þetta er væntanlega gert til að tryggja það að myndin floppi ekki. Mætti benda á það að síðustu Bond myndir hafa halað inn yfir 1 milljarð $ samanlagt og það er langt síðan Bond hefur floppað í miðasölu en það er víst best að hafa vaðið fyrir neðan sig. Jafnvel vöruframleiðendur sem náðu ekki að koma vörum sínum í myndina hafa samt náð að hanga á Bondveldinu. Framleiðendur 7 Up hafa ákveðið að setja 007 á nokkrar milljónir dósa “Þegar fólk drekkur 7 Up þá á það að sjá James Bond” segir formaður 7 Up fyrirtækisins. Síðan ætlar Mattel fyrirtækið að setja í framleiðslu Barbie dúkku af James Bond á 40 ára afmæli Bond sem mun kosta 75$. Barbie verður þá að sjálfsögðu allar Bond-stúlkurnar og Ken klæðir sig upp sem njósnarinn.

MGM hefur fengið ávítur fyrir það að láta Bond drekka núna Finlandia vodka í stað Smirnoff vodka sem Sean Connery pantaði hér um árið. Norelco vilja ekki segja frá því hvernig rakvélin þeirra er notuð í myndinni en þeir segja að það sé mikilvægt atriði og kætast eins og börn um jólin og er greinilegt að spennan er í algleymingi þar á bæ. Þeir hafa meira að segja sett í auglýsingar sínar “James Bond´s razor choice”. Bond þarf nú að ferðast um hnöttinn og þá eru British Airways til þjónustu reiðubúnir ávallt en spurningin er hvort Bond sé strippaður niður eftir 9-11. Í miðju flugi ákveður Bond að kíkja í hið geysiskemmtilega inflight tímarit British Airways “High Life” og slakar á. British Airways hafa sett af stað herferð sem heitir “Save Your Moneypennies” sem vekur mikla lukku. “Mesta áhættan er að hafa þetta of commercial” segir kynningarfulltrúi British Airways. “Það síðasta sem MGM vilja gera er að búa til 2 tíma auglýsingatíma”(nei nei alls ekki það væri fáránlegt).

Thomas Chau sem er ritsjóri fyrir virtan kvikmyndavef segir “ As long as they continue to attract the younger generation by bringing familiar talent to the series… the Bond films will never sell out úpp sorry smá villa hjá mér þetta átti að vera die out.”

Ekki það að það skipti máli en söguþráðurinn er svona. James Bond eltir svikara um allan heim til að forða heiminum frá stríði og hann fær hjálp frá kvenkyns njósnaranum Jinx. Þau fara til Íslands þar sem svikarinn og hryðjuverkamaðurinn Zao býr í höll sem er gerð úr ís( já ég skil þess vegna vildu þeir fara til Íslands). Þetta mun örugglega leggja stoð undir þá grun flestra Bandaríkjamanna að Íslendingar búi upp til hópa í snjóhúsum eða jafnvel snjókastölum.

Ég veit allavega eitt fyrir víst og það er að ég mun mæta í Smárabíó þann 29 nóvember árið 2002 með troðfullt veskið og ég borga mínar 800 krónur og fæ í kaupbæti Bondglas eða Bondbol og horfi svo á auglýsingar í 10-15 mínútur og svo trailera í 10 mínútur og þá mun ég loks fá að sjá minn gamla góða Bond eða nýja góða hvort sem það er. Heyrðu var ekki Bond gerður fyrst af Bretum………….


-cactuz