-Mig langaði til að skella hér inn smásögu sem ég gerði í ritsmíðarkúrs í skólanum mínum og sjá hvað fólki finnst um hana, please be kind:)-


Hann velti könglónni enn einu sinni og horfði á kippina í fótum hennar þegar hún reyndi að endurheimta jafnvægi sitt. Hann horfði á hana hringsóla á gólfinu í rykmettu loftinu og hann dáðist að appelsínugulum búknum. Hann ímyndaði sér að hann gæti heyrt í fótum hennar þegar þeir tröðkuðu á gólfinu, ímyndaði sér að hann heyrði klórið meðfram gólfinu, líkt og fingraneglur niður krítartöflu, þarna barðist hún við að að halda reisn á viðargólfinu. Hann ímyndaði sér að hann gæti fundið lyktina af ilmefnum hennar þegar vatnsdroparnir féllu á gólfið í kringum hana. Þeir eru dropar fyrir hann auðvitað, en hljóta að virðast sem tákn frá Guði fyrir henni, þar sem gólfið skalf þegar þeir lentu á því.

Dropar frá Guð…, muldraði hann, í gegnum samanklemmdar varirnar, aumur og brotinn…. Hugmyndin skemmti honum, hugmyndin að þessi hlutur sem hann varla sá gæti virkað sem einhver partur af heimsenda fyrir þessari veru fyrir framan hann….

Hann glotti léttilega- Hann hafði lært fyrir langa löngu að ef hann hreyfði andlitsvöðvana of mikið myndi það valda því að stingurinn færðist aðeins til, þúsundir af litlum títiprjónum allt í einu….. Samt sem áður var sársaukinn þess virði bara svo hann gæti hvíslað nokkur orð stöku sinnum. Það var orðið sjaldgæft að hann ætti dag þar sem hann gæti eytt án þess að skrúfklemman héldi munninum opnum og glennti varirnar, sem olli því að varir hans og gómur urðu þurrar og sprungnar, tennur hans hámuðu í sig raka loftið… Hinsvegar var dagurinn í dag gleðidagur. Dagurinn þar sem þeir prófuðu sig áfram með prjónana var alltaf gleðidagur, þá settist hann aftur og hreyfði sig ekki og reyndi að láta sér líða eins og hann væri venjulegur…

Fjandans köngulóinn var að pirra hann, samt sem áður. Alltaf að klóra sig áfram, hann gat ímyndað sér og séð fyrir hverja fótahreyfingu áður en hún átti sér stað, þannig varð til sú hylling að honum fannst sem það var ekki aðeins ein könguló heldur tvær, sem þrömmuðu í fullkomnum takt við hvor aðra.

“Dropar frá Guð, Barn…” hvíslaði hann, útilokaði sársaukann sem smitaði allt andlit hans eins og sjóðandi vatn undir hörund hans, jókst með hverri vöðvateygju. Hann setti þumalputta á þrjá fætur á verunni og klemmdi þá niður við gólfið, áður en hann spýtti henni með hinni hendinni út í loftið. Honum langaði til að heyra í búk köngulóarinnar þegar hann skar í gegnum loftið, ímyndaði sér að hann gæti fundið fyrir streitunni og kvíðanum sem skepnan fann fyrir á því augnabliki.

Hann lagðist niður, lét rakaðan kollinn varlega snerta rakan viðinn. Ljósið streymdi inn í herbergið í gegnum eina gluggan á því eins og geisli. Litli glugginn er partur af stórri járnþaktri hurð sem hvílist í myrkrinu við fætur hans. Ljósið skellur á andlit hans , þúsundir af prjónum lýsast upp og senda geislann aftur í þúsundir átta. Það er jafnvel fegurð í kvölum, hugsaði hann, þegar hann gleymdi sér í öðrum svefn.

<“Sjúklingurinn skoðar líffæra- eða kerfisvandamál, sem sést best í ástandinu á lithimnu hans. Með því að notfæra okkur kenningar í lithimnufræðum, getum við borið saman og skerpt á núverandi munstrum í lithimnunni og lagað núverandi galla í lithimnunni. Þannig getum samlagað himnuna að þeim gildandi formum sem við höfum í skjölum okkar. Tveggja laga munstrið ásamt sveigðum munstrum sem hoppa og hringa sig utan um ytri lagið veita okkur þá niðurstöðu hvort um er að ræða líffæra eða kerfisbilun. Þetta er ekki kenning þetta er staðreynd. Einn daginn, þegar prófin okkar verða uppljóstruð , verðum við ekki stimpluð sem menningarhópur heldur sem bjargvættum af nútíma vísindum.”>

Hann vaknaði aftur, ljósið var ennþá á andliti hans. Hann hafði verið hreyfður til, en það kom honum ekki á óvart, þeir biðu oftast eftir því að hann sofnaði. Í einni hreyfingu, sem var orðinn eðlislæg, setti hann hönd sína á höfuð sitt. Hann setti hönd sína næst upp í sig og þreyfaði á vörum sínum og innan í vörum sínum og svo loks í gómnum á sér. Ekkert járn, engar klemmur, annar dagur án munnstykkis. Hann opnaði augun sín varlega en hægra augað vildi ekki opnast- Ekki lokað af blóði, þeir höfðu ekki sett pinna í ennið á honum aftur, heldur var það lokað með einhverskonar tæki. Vinstra auga hans var opið, hann fann sársauka þegar ljósið skein í auga hans með miklum krafti, sem olli því að lithimna hans lokaðist snöggt. Hann forðaðist ljósið og rúllaði sér frá því, nefið og varirnar í gólfinu. Varlega togaði hann hné sín undir mjaðmir sínar, vaggaði aðeins aftur og krosslagði svo hendur yfir magann á sér. Varir og nefið ennþá í gólfinu, hann kveinaði og geðveikislegar grænar og fjólubláar myndir dönsuðu inn í augnlokum hans. Hann náði loks að opna hægra augað, sá skítugt,brúnt gólfið stækkað með linsunni sem hafði verið komið fyrir í auga hans.

Hann kveinaði vegna sársaukans sem virtist endalaus. Hann hafði verið vitlaus að skoða ekki augað með fingum sínum áður en hann opnaði sjálft augað, en varirnar og gómurinn voru að gróa. Hryllingur kom upp í huga hans vegna þess hve snemma hann fékk þetta tæki í augað. Kvíði hans var að ná hámarki við að hugsa um hvað annað væri í vændum. Hægra auga hans byrjaði að vökna, tárin sem náðu ekki á gólfið urðu eftir og brenndust inn í skurnina og leyfðu honum að sjá aðeins. Það var jafn hressandi og það var sársaukafullt…

Hann teigði upp hendur sínar upp að hnakkagróf, rann fingrabroddum sínum upp að bakhluta höfuðkúpu hans. Hann stoppaði þegar hann fann fyrir einhverjum klístruðu, potaði fingrum sínum upp og niður í blöndu af olíu og blóði eins og hann hafði svo oft áður gert. Hægar nú, hann leyfði fingrum sínum að klára ferð sína, þar til þeir komu að nýlegum járnpinna sem hafði verið komið fyrir í höfði hans. Hann renndi fingrunum áfram eftir hlutinum, meðfram brúnum þess, þar kom hann að fjórum leðurólum sem pinninn hélt uppi. Hann strauk einni ólinni með vísifingri á hægri hendi. Hann fylgdi henni eftir fram yfir hægri hluta höfuð hans og þar var gróf festing. Hann hélt áfram að hægra auganu þar sem ólin hélt linsunni að auganu. Hann fyldi ólinni svo aftur að pinnanum og valdi svo næstu ól fyrir neðan, fylgdi henni eftir með vísifingri á vinstri hendi, fylgdi henni undir vinstri kinnina á honum og aftur að pinnanum.

Hann reisti höfuð sitt frá gólfinu, hægt og bítandi. Strengur af munnvatni fylgdi honum og hékk af efri vörinni á honum. Strengurinn tengdist pollinum sem hann hafði búið til á gólfinu, hann nuddaði fingri sínum í pollinum og bar það svo að sprungnum góm sínum. Hann fann sársauka, mikinn fyrst, en vissi samt að hann yrði að halda munni sínum rökum, annars yrði hann enn þjáðari seinna. Hann skildi fingurinn eftir í munninum og setti tunguna yfir hana. Fingurneglur hans voru allar rifnar af, eftir að hann reyndi að klóra sig áfram eftir samviskulausu gólfinu. Það stóðu út frá fingrunum litlar tréflístar. Hann saug fingur sinn varlega, þurr munnurinn togaði flísarnar gætilega út með grófri tungunni.

Hann klöngraðist á fætur, en hægri fóturinn gaf undan og hann féll í sársaukanum, lenti á öxlinni fyrst. Hann fann fyrir hundruðum af litlum flísum sökkva í húð sína og hann vissi að hann ætti eftir að finna fyrir afleiðingum þessa falls í nokkurn tíma. Hann settist upp,teygði úr höndum sínum til að nudda prjónanna og nálarnar úr hnénu, fann fyrir hundruðum af sjálfstæðum eldingum af sársauka hverfa inn í líkama sinn frá hverjum flísum. Fjandinn hirði þetta gólf, fjandinn hirði það til myrkurs og tilbaka.

Hann sat þarna í smástund í viðbót, lét höfuð sitt leggjast á herðar og tók við vatnsdropunum að ofan á andliti sínu. Hann taldi dropana er þeir breyttust á linsunni hjá honum, þeir snerust og hurfu, runnu í tilviljannakenndum munstrum yfir ójöfnuna á linsunni hans. Hann reyndi að halda þeim frá munni sínum, þeir voru kannski kaldir og blautir en þeir voru ekkert lostæti. Jafnvel þar sem hann lá á gólfínu í þurru horninu, vælandi og blæðandi, vildi hann ekki bragða þenna ófögnuð. Hugmyndin um einhverja innyflasjúkdóma eða sníkjudýr myndi aðeins bæta gráu ofan á svart.

Hann kom sér á fætur og hallaði sér með höndina á maganum. Hann skjögraði að veggnum, hvíldi enni sitt á rotnandi hvítum veggjaflísum og ældi upp úr sér smá gall. Hann stundi í smá stund og hvíldi sig í nokkrar mínútur, horfði á gallið gleypa hvíta litinn og breyta veggnum í brúnan óhugnað. Veggurinn varð fljótt hvítur aftur þegar hann hneig niður aftur og í á leið sinni að samviskulausa gólfinu tók hann gallið með sér. Hann byrjaði að renna höfði sínu upp eftir veggnum, notaði það til að halla sér að og rétta sig við. Hann hallaði sér aðeins á hlið, fórnaði særðu öxlinni og byrjaði að fikra sig í áttina að ryðguðum vask sem stóð í horninu á herberginu.

Hann hálf-skjögraði, hálf-féll síðasta spottann, fleygði höndum sínum út til að ná jafnvægi. Hægri öxlinn öskraði í sársauka þegar hann tók höndum saman, neyddi þar með olnbogan til að falla til hliðar og þar með fylgdi hann í áttina að veggnum. Hann kveinaði en tók svo fljótt um munninn og þaggaði í sjálfum sér. Hann fór að yggla sig vegna sársaukans og pirringsins sem gustaði út úr enni hans og speglaði ólina og linsuna, olli því að upprunalegar útlínur runnu saman yfir vinstra auga hans. Hann herti upp hugann og hallaði sér að vasknum, hann fjarlægði nokkra dauða kakkalakka, sem voru fljótandi í rotnandi vatninu í vasknum. Hann hélt í sér andanum og steypti höfðinu á kaf í vatnið, hristi svo höfuðið frísklega. Lítil lirfa hafði komist að linsunni og hann fann fyrir öðrum dýrum á kinninni. Þau skoluðust þegar vatnið sem safnaðist í linsunni fann leið út.

Hann stóð hátt, leið betur, sterkari núna. Hann hugsaði um það hvað hann ætti að gera í dag. Nokkrum tímum seinna var hann sofnaður.

<“Kuldamælingarprófin hafa verið nokkuð áhugaverð. Með því að menga vatnið með litarefnum, bragðefnum og basískum járnum höfum við náð að sannfæra sjúklingin um það að vatnið sé rotnað, og hann vill ekki neyta þess á sínum verstu tímum. Hann er að upplifa mjög nákvæm einkenni af misskilningi vegna kuldamælinga okkar- Einkenni sem við vorum ekki að búast við en þau ættu samt ekki að koma okkur á óvart. Sérhver mannvera, við nánari athugun, myndi tengja saman uppköst við einhver næringasjúkdóma eða innri veikindi, og ofneysla á frumefna járntegundum sem mengun sem olli þessum uppköstum var aðeins kveikjan að frekari misskilning hjá sjúklingnum. Við ættum að halda áfram með því að koma upp vöðvanum aftur. Við höfum séð hvernig sjúklingurinn bregst við þessu tæki, það verður áhugavert að sjá hvernig misskilning hann beitir við þessum atburðum sem áttu sér stað hér í dag. Við verðum að vera á verði í könnunum okkar og aðgæslu, ef við eigum að öðlast virðingu í læknisfræðiheiminum verðum við að skrá allt gaumgæfilega. Sjúklingur okkar má aldrei gleyma einum hlut. Við vinnum öll sem eitt, sem “ég”. “Ég” er Guð.”>

Hann vaknaði. Hann vissi strax að eitthvað er ekki með felldu. Hann setti hendur sínar á höfuð sitt og þreyfaði fyrir sér. Hann káfaði á járnfálmurunum sem troðið hafði verið djúpt í munninn á honum samhliða góm hans. Fest með pinnum sem liggja í jöxlum hans líkt og spangir. Hann byrjaði að anda ört og örvænting byrjaði að myndast í hálsinum. Hann fann fyrir krókum sem héldu vörum hans opnum í kassa. Hann byrjaði að kjökra, grét þrátt fyrir að það voru engin tár til að gráta, hann fikraði sig að kjálka sínum og þar var spenna sem hélt kjálkum hans spenntum opnum. Hann öskraði í gegnum tennur sínar í bæði örvæntingu og reiði er hann fann fyrir nýjum pinnum í enni sínu, sem ollu því að húðin varð hrárauð. Hann rúllaði sér yfir,grátandi og veinandi,sársaukinn í öxlinni blossaði, sparkaði í gólfið með fótum sínum og hnjám. Hann fann hvernig nýjar og nýjar flísar sukku í fætur hans við hvert spark. Hann fann olíu- og blóðbragð í munninum, en það var þurrt bragð, nánast eins og eftirbragð. Á bakvið þvingað glottið barðist þurr tunga hans um á milli tanna hans. Hann ruggaði sér aftur á hnéin, skjögraði á fætur og öskraði af hræðslu og missti við það jafnvægið og féll aftur á bakið harkalega. Hann greip um stangirnar sem stóðu út úr enninu og togaði í þær vægðarlaust. Ljósið fyrir framan hann byrjaði að vaxa og gleypa allt, lýsingin af öllu varð áherslumeira og skarpara, nokkur hundruð þúsund skuggar af brúnu voru þar aðeins eftir áður höfðu verið fjórir, og þá byrjaði ljósið að minnka og hverfa.

Lyktin af rotnandi við var það eina sem eftir var, og hann hugsaði eina hugsun áður en hann gafst upp. Fjandinn hirði þetta gólf, fjandinn hirði það til myrkurs……..


Takk fyrir mig
-cactuz