25 nýjir fróðleiksmolar um Friends Hérna eru 25 nýjir fróðleiksmolar um Friends sem ekki hafa komið hér áður.

1.Svið nr. 24(sem er heimili Friends síðan sería 2) er talið vera reimt. Það er eitt elsta sviðið hjá Warner Bros og hafa sögur um undarleg atvik um miðja nótt sveimað í kringum þetta svið í mörg ár.

2.Í hverjum þætti af Friends eru 35 til 50 statistar. James Micheal Tyler(Gunther) var sá eini sem kunni á cappuchinovélina á sviðinu og það olli því að Gunther var gerður að stærri karakter í Friends. Áður en hann fékk nafnið Gunther var hann nafnlaus og kom aðeins fram í TOW Phoebe´s Dad og sagði þar einungis YES!.

3.Fatnaðardeildin fyrir Friends er með heilt herbergi fyrir handtöskur(djísus)

4.Listaverkin inn í Central Perk er breytt á 3 vikna fresti. Listadeildin hjá NBC setur upp þarna inni oft málverk eftir fræga alþjóðlega myndlistamenn eða innlenda listamenn og fá örugglega eitthvað fyrir sinn snúð.

5.Verslanirnar hinum megin við Central Perk hafa allar einhverja merkingu. Dottie & Herman´s Deli fær nafn sitt frá ættingjum Mörthu Kauffman(framleiðandanum). Free Being Records heitir í höfuðið á plötubúð sem Kevin Bright(framleiðandi) fór oft í sem krakki.

6. Paul Swain heitir maðurinn sem teiknar á minnistöfluna inni hjá Joey. Oftast teiknar hann eitthvað sem höfundarnir vilja fá vegna þess að það tengist sögunni í þeim þætti en stundum eru einkabrandarar þarna uppi líka á meðal tæknimannanna.

7. Ísskáparnir hjá Joey og Monicu virka sem er sjaldgæft í sjónvarpsþáttum. Skápurinn hjá Monicu er fullur af vatni og gosdrykkjum fyrir fólkið sem vinnur að þáttunum en skápurinn hjá Joey er frekar tómlegur til að passa við persónuleika Joey

8.Fyrir utan Central Perk er samlokuskilti sem á stendur Neighbour Tim. Þetta var sett upp vegna þess að einn tæknimannanna sem heitir einmitt Tim sýndi mikið hugrekki einu sinni á settinu þegar hætta var og fékk þennan minnisvarða að launum um hjálpsemi sína

9.Í TOW the princess Lea fantasy komu vinirnir inn á Central Perk og þá sat fullt af fólki í sófanum þeirra. Það voru höfundarnir að þeirri seríu.

10.Crewið og leikararnir innbyrða 32 brúsa af kaffi á einum degi og 100 kassa af flöskuvatni á viku.

11. Phoebe hefur sungið 25 frumsamin lög síðan þátturinn byrjaði.

12. Central Perk settið hefur alvöru steypulagða götu fyrir utan svo umhverfishljóð virki sem raunverulegust. Þetta veldur því líka að það eru alvöru lagnir undir steypunni sem blása upp gufu í ræsunum.

13.Dagblöðin hjá símanum inn í Central Perk eru 6 mánaða gömul

14. 30.000 fet af filmu er notað til að taka upp einn þátt af Friends
15. Munadeildin bættir alltaf inn í skápana hjá Monicu vikulega mat en hefur allt á réttum stað því Monica er svo regluföst.

16. Í eldhúsinu hjá Monicu eru 7 spaðar sjáanlegir.

17. Stúdíóið pantar pizzu tvisvar sinnum á hverju kvöldi fyrir áhorfendurna í salnum. Það gera 85 pizzur fyrir 300 áhorfendur(leikarar og crewið fá stundum sushi með).

18.Þegar fyrsta teiknitaflan hjá Joey brotnaði þurftu þeir að fara á Ebay til að finna svipaða töflu.

19.Robin Williams og Billy Crystal þurftu aðeins 4 tökur fyrir senurnar þeirra sem áttu sér stað inn í Central Perk.

20.Flest af kaffinu á kaffiborðinu í Central Perk er sama kaffið og var þar í fyrstu seríunni. (jukkk).

21.Þátturinn eyðir 1.700 $ í ljósaperur á viku

22.Framleiðandinn Kevin Bright leikstýrir oft þáttunum og breytir creditlista atriðunum tvisvar á ári. Fyrst fyrir fyrstu 12 þættina og svo aftur fyrir næstu 12 þætti.

23.Handritinu er oftast breytt 3-5 sinnum og oft er bröndurum breytt eftir því hvernig fólkið í salnum tekur þeim á meðan tökum stendur.

24. Það þarf 366.000 watta spennu til að lýsa allt sviðið nr. 24 á meðan tökum á Friends stendur. Það er álíka og 12 stór hús.

25. 25-30 manns koma oft að horfa á borðlesturinn vikulega þegar leikararnir lesa handritið saman fyrst.

Fleira var það ekki í bili.

Heimildir: www.nbc.com

-cactuz