Það hefur lengi staðið til að gera þessa mynd eftir samnefndri bók sem Ray Bradbury skrifaði. Hún hefur einu sinni verið kvikmynduð áður árið 1966. Mel Gibson ætlaði að leikstýra þessari mynd og leika í henni líkt og í Braveheart. Hann hætti samt við vegna þess að sagðist vera of gamall til að leika aðalhlutverkið. Margir aðrir leikarar hafa verið nefndir sem líklegir til að leika aðalhlutverkið eins og t.d. Brad Pitt og Tom Cruise. Síðan gerðist ekkert í langan tíma þar til núna nýlega að Frank Darabont(Shawshank Redemption,Green Mile) ákvað að þessi mynd yrði næsta verkefnið sitt á eftir The Majestic(með Jim Carrey).

Nafnið á myndinni er dregið af því að 451 gráða á Fahreinheit skalanum er hitastigið sem pappír brennur við. Myndin er lýsing á framtíð þar sem fasisminn ræður ríkjum. Slökkviliðsmenn slökkva ekki einungis í eldum þeir kveikja líka í með eldvörpum. Það sem þeir kveikja í er bækur. Þetta er gert til að bæla niður sjálfstæða hugsun og aðgerðir hjá almenningi. Myndin fjallar um ungan slökkviliðsmann(sem heitir Guy Montaq). Hann byrjar að efast um starf sitt og tilgang þess að kveikja í bókum. Hann kynnist konu sem kemur honum í kynni við neðanjarðarsamtök sem samanstendur af uppreisnarfólki gegn fasismanum. Hvert þeirra er búið að leggja á minnið efni úr einhverri bók til að varðveita bókina án pappírs.
Þessi mynd er í framleiðslu eins og er og ætti ekki að koma fyrr en 2003 því miður en ég bíð spenntur eftir henni.

-cactuz