Ghost in the shell Ég var búinn að heyra mikið um þessa mynd áður en ég sá hana þannig að væntingarnar voru gífurlegar. Ég verð bara að segja að þessi mynd sprengdi allar þær væntingar í öreindir. Þessi teiknimynd er svo mikil snilld að orð fá varla lýst. Hún setur nýjan standard í teiknimyndir sem engin átti von á frá teiknimynd.

Ghost in the shell gerist í framtíðinni þar sem tölvuvírus(project 2501) verður sjálfmeðvitað og verður ágengt í að öðlast eiginleika sem gera hann lifandi samkvæmt skilgreiningunni. Hann stjórnar tölvum og fólki til að ná þessu markmiði og fær nafngiftina “puppet master”.
Aðalpersónan í myndinni er hinsvegar kvenkyns lögregluvélmenni sem er að öllu leyti mannleg fyrir utan vélrænan líkama. Hún er í sérsveit lögreglunar og hefur gífurlegan styrk. Hún er sett í puppet master málið ásamt félaga hennar Bateau.

Myndin fjallar í raun um hvað telst vera lifandi og hvað ekki. Aðalsöguhetjan er í vafa um hvort hún sé meiri mannvera eða vélmenni. Ef að tölvuforrit getur hugsað sjálfstætt telst það þá lifandi eða þarf það líkama? Hefur einhver af okkur í raun sál og ef svo er hvernig virkar hún? Þetta eru spurningar sem Ghost in the shell spyr. Myndin er í raun aðvörun fyrir framtíðina og hvað gervigreind þýðir í raun fyrir okkur mannverurnar.
Teikningarnar eru allgjör listaverk, hver einasti myndrammi er cyberpunklistaverk.
Roger Ebert lýsti þessari mynd sem óvenjulega gáfuleg og ögrandi teiknimynd sem höfðar til fólks með eitthvað á milli eyrnanna.
Þeir sem höfðu gaman af cyberpunk fílingnum og heimspekihugmyndunum í The Matrix VERÐA að sjá Ghost in the shell.
Hún fær 7,7 af 10 á imdb.com en ég myndi gefa henni 9,5 hiklaust.
Það er nokkuð erfitt að finna þessa mynd en ég fann hana á endanum í Laugarásvideo og hún ætti að vera til á stærri videoleigunum.

puppet master:“A copy is just an identical image. There is the possibility that a single virus could destroy an entire set of systems and copies do not give rise to variety and originality. Life perpetuates itself through diversity and this includes the ability to sacrifice itself when necessary. Cells repeat the process of degeneration and regeneration until one day they die, obliterating an entire set of memory and information, only genes remain. Why continually repeat this cycle? Simply to survive by avoiding the weaknesses of an unchanging system.”

-cactuz