James Woods Þeir eru ekki margir leikararnir í Hollywood sem státa af jafn mögnuðum ferilslista og James Woods. Hann er einn af þessum leikurum sem þora að velja hlutverkin sem eru vafasöm. Hann velur hlutverkin eftir sínu eigin höfði og þær myndir, sem hann velur að leika í, eru oftar en ekki byggðar á ögrandi hugmyndum. Það mætti segja að hann hræðist enga karaktera(þ.e.a.s. að leika þá) og er ég viss um að hann myndi ekki vera lengi að samþykkja að leika Hitler eða aðra hrotta. Þótt hann sé oftast vondi kallinn þá hefur hann sannað að hann getur leikið góða eða heimska kallinn einnig.

James Howard Woods fæddist í Vernal,Utah 18 apríl árið 1947(hann verður 55 ára á þessu ári). Faðir hans dó þegar hann var 12 ára og móðir hans þurfti að sjá um hann. Hann þótti einstaklega gáfaður og fékk 180 á Stanford IQ prófi. Hann var alltaf í sérbekkjum í menntaskóla og var frekar hljóðlátur. Hann var alltaf inni að lesa og var hálfgerður nörd. Hann tók SAT-prófin(stöðupróf) aðeins 17 ára sem er á undan áætlun(held ég) og 1599 stig af 1600 mögulegum. Hann fékk eiginlega alltaf fullkomna einkunn í öllu sem hann gerði.
Hann ætlaði að verða augnlæknir en varð að hætta við vegna þess að hann slasaðist á hendi. Þá fór hann í MIT og brilleraði þar líka en hann fann köllun sína ekki í vísindum heldur í leiklist. Hann var vel á veg kominn með að fá háttsetta stöðu í utanríkisráðuneyti bandaríkjanna en í staðinn ákvað hann að verða leikari.

Hann flutti til New York og fór að leika í leikhúsum. Hann talaði með svo góðum breskum hreim að hann laug því að leikstjóra að hann væri frá Liverpool til að fá hlutverk og leikstjórinn trúði honum.
Hann lék í fyrstu kvikmyndinni sinni 1970(The Visitors). Hann lenti samt í vandræðum með að fá fleiri hlutverk því hann var ekki nógu myndarlegur. 1978 lék hann í sjónvarpsþáttaröð með Meryl Streep sem hét Holocaust. Þá lék hann geðveikan löggumorðingja í The Onion Field og var svo góður að hann fékk fullt af tilboðum um að leika illmenni. Hann lék svo í Videodrome eftir Cronenberg árið 1982(sem ég er nýbúinn að sjá og mér fannst hún frekar góð). Stóra tækifærið kom svo 1986 þegar Oliver Stone bað hann um að leika ljósmyndara í Salvador en hann heimtaði í staðinn að leika Richard Boyle sem var aðalsöguhetjan og hann fékk því framgengt og sá ekki eftir því. Hann fékk óskarstilnefningu fyrir myndina en tapaði fyrir Paul Newman(color of money). Þá gekk honum vel í sjónvarpsmyndum um tíma og vann Golden Globe verðlaun og Emmy verðlaun. Hann lék svo í nokkrum myndum sem voru lítið áberandi og þénuðu ekki mikið í McDonaldslandinu. Honum bráðvantaði tekjur svo illilega að hann lék í The Specialist(ekki orð um það).
Síðan náði hann sér á strik í minnistæðum aukahlutverkum í myndum Oliver Stone(Nixon,Any Given Sunday) og meistara Scorsese(Casino). Hann lék morðingjan Byron De La Beckwith í Ghosts of Mississipi og var ískaldur og óhugnalegur. Það óhugnalegur og grimmur að hann var tilnefndur aftur til óskarsins en því miður vann hann ekki. Það er einmitt mikið talað um það í Hollywood hvað það sé fáránlegt að James Woods sé ekki ennþá kominn með óskar í hendina.

Aðrar myndir sem hann hefur leikið í eru t.d. Once Upon A Time In America,Best Seller,Fighting Justice,The Hard Way(þar sem grínhæfileikar hans koma bersýnilega í ljós),Chaplin,The Getaway,Next Door(svört grínmynd með Randy Quad),Killer: A Journal of Murder,Contact,Vampires,True Crime,The Virgin Suicides,The General´s Daughter,Final Fantasy(raddsetur),Scary Movie 2.
Næsta mynd hans er John Q með Denzel Wasinghton.

Bestu hlutverk hans: 1.The Onion Field/Gregory Powell 2.Videodrome/Max Renn 3.Salvador/Richard Boyle 4.The Hard Way/John
Moss 5.Next Door/Matt Coler 6.Casino/Lester Diamond 7.Ghosts of Mississippi/Byron De La Beckwith 8.Killer: A journal of murder/Carl Panzram 9.Contact/Michael Kitz 10.Any Given Sunday/Dr.Harvey Mandrake

Lokaorðin á svo James Woods sjálfur.

About Method Acting:
\“It\'s just a bunch of old shit - all these guys pretending to be a radish. If it\'s a great script and you\'re working with good people, the most obvious thing is to work out who your character is, where he\'s coming from, where he\'s going. I\'ve had to deal with so many football players and models because Lee Strasberg said anybody can act. They\'re so fucking annoying. It\'s 4 am, and you\'re trying to get some shot done, and they\'re there with some fucking coach moaning about how they can\'t feel this, can\'t feel that. Don\'t tell me what it feels like to be a radish. Just say the goddamn lines and get on with it.\”

About Kissinger:
\“Henry Kissinger made a big thing about the fact that in the movie Nixon he was shown smoking a cigar even though he doesn\'t smoke cigars. Who gives a shit? We were more concerned about the fact that you were bombing Cambodia, you prick.\”


-cactuz