Paul Thomas Anderson Paul Thomas Anderson er talinn vera einn efnilegasti leikstjórinn í Hollywood um þessar mundir. Hann á að baki sér nokkrar frumlegar og skemmtilegar myndir eins og Hard Eight,Boogie Nights og nú síðast Magnolia. En hvernig lá leiðin hans á toppinn?
Paul Thomas Anderson fæddist 1 janúar 1970 í Studio City Los Angeles. Hann ólst upp í dalnum( The Valley) og átti tvo bræður og fjórar systur. Faðir hans, Ernie Anderson, var frægur raddleikari sem meðal annars las inn fyrir American funniest home videos og The Love Boat.
Skólinn höfðaði aldrei til Paul hann var rekinn úr einum grunnskóla vegna slagsmála og lélegra einkunna. Eftir að hann kláraði high school var hann tvær annir í ensku í Emerson en hætti þar svo. Hann skráði sig í New York University Film School en var í aðeins tvo daga þar áður en hann hætti. Honum fannst það nóg kvikmyndanám að hafa horft á myndir og hann var staðráðinn í því að verða kvikmyndagerðamaður. Hann gerðist aðstoðarframleiðslumaður í mörgum sjónvarpsmyndum og leikjaþáttum, þar á meðal The Quiz kids challenge, sem hann blandaði einmitt inn í handrit Magnolia nokkrum árum seinna.
Hann skrifaði svo handrit að stuttmynd sem hann kallaði Cigarettes&Coffee. Hann fékk lánaða vél til að skjóta hana og kom henni á Sundance hátíðina 1993. Þar fékk hann fjármagn til að gera heila kvikmynd úr stuttmyndinni. Myndin hét Hard Eight og fékk hann nokkra fræga leikara til að leika í henni m.a. Samuel L. Jackson,Gwyneth Paltrow,Philip Baker Hall,John C. Reilly og Philip Seymour Hoffman. Aftur fór hann á Sundance nú 1996 með þessa mynd í farteskinu og fékk hann lof fyrir hana og einnig á Cannes hátíðinni. Hann var nú þegar talinn vera mikið efni. Paul stóðst þessa pressu og kom með betri mynd næst sem sló rækilega í gegn. Sú mynd hét Boogie Nights og fjallaði hún um klámiðnaðinn á skondinn en jafnframt sorglegan hátt. Nú fékk hann gamla stjörnu með sér,Burt Reynolds, og kom honum aftur á kortið. Einnig gerði þessi mynd Mark Wahlberg að stjörnu. Hann hélt í Philip-anna tvo úr Hard Eight og John C Reilly og kynnti til sögunnar Heather Graham sem líkt og Mark varð fræg fyrir hlutverk sitt sem “rollergirl”. Julianne Moore var tilnefnd ásamt Burt Reynolds til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt og var hún einnig tilnefnd til Golden Globe verðlauna. Boogie Nights fékk þrjár óskarstilnefningar í allt, einnig fyrir handrit.
Síðan kom að rúsínunni í pylsuendanum, Magnolia, sem kom út árið 1999. Þarna hélt Paul áfram að nota flesta leikaranna úr fyrri myndum Philip-arnir,Reilly,Moore og nú fékk hann stórstjörnu til að leika fyrir sig. Tom Cruise komst yfir handritið að Mognolia og grátbað Paul um að fá að leika Frank TJ Mackey því honum fannst hann svo spennandi karakter og fullvissaði Paul um að hann gæti leikið hann. Paul fékk hann með í myndina og útkoman er svo sannarlega stórkostleg mynd á mjög dramatískum nótum um hóp af fólki sem tengist böndum sem þau vita ekki af. Tom vissi greinilega hvað hann var að koma sér í því hann nældi sér í óskarstilnefningu fyrir hlutverkið sem barðist fyrir. Magnolia fékk tvær aðrar, fyrir besta handritið og besta lagið.
Paul Thomas Anderson hefur búið til sinn eigin stíl og myndatakan hjá honum fengið greinileg áhrif frá Scorsese og Hitchcock og svo kemur hann með nýjar hugmyndir einnig. Það mætti kalla hann meistara í frásögn því hann segir mjög skemmtilega frá sögunni og fer oft óhefðbundnar leiðir til þess. Það lifir ennþá þessi uppreisnargirni í honum frá skólaárum í kvikmyndagerð hans. Paul er með söngkonunni Fionu Apple og hann hefur gert nokkur video fyrir hana. Hann er með nokkra myndir á bakvið eyrað um þessar mundir og þessar eru staðfestar.
A Conspiracy of Paper
A Heartbreaking Work of Staggering Genius
Animated Project
Forest Hills Bob
Jon Brion Variety Show
Rule of the Bone