Mel Gibson Mel Columcille Gerard Gibson fæddist 3 janúar 1956 í Peekskill,New York. Hann er ekki fæddur í Ástralíu eins og margir halda. Hann ólst upp í New York þar til hann var 12 ára. Hann er sjötti elstur af systkinum sínum sem eru 11 samtals. Pabbi hans Hutton sem vann við lestarteina tók þátt í Jeopardy leikjaþættinum og vann stóran pott. Í kjölfarið ákvað hann að flytja með fjölskylduna til Ástralíu aðallega vegna þess að hann var hræddur um að synir hans yrðu kallaðir í herinn(í Víetnamstríðið). Fjölskyldan flutti því til Suður-Wales í Ástralíu. Eftir menntaskóla stundaði Mel nám við háskólann í Suður-Wales og þar var herbergisfélaginn hans enginn annar en Geoffrey Rush(Shine,Quills). Hann lærði leiklist þar en upphafið af leiklistarnámi hans var sú að eldri systir hans skráði hann án þess að hann vissi eitthvað um það. Hann sló samt til og kláraði skólann með gráðu í leiklist. Hann tók þátt í uppsetningum í leikhúsi og lék einnig svoldið í sjónvarpi í Ástralíu.

Það var ekki fyrr en 1979 að hann fékk stóra tækifærið. Hann tók þá þátt í lítilli sjálfstæðri mynd eftir George nokkurn Miller sem hét Mad Max og fjallaði um framtíðarheim sem gerist eftir heimsstyrjöld. Myndin varð strax að cult-mynd og er enn í dag ein frægasta cult-mynd heims. Eftir Mad Max fóru tilboðin að streyma til Mel og hann ákvað að taka boði Peter Weir. Hann lék í mynd eftir Peter sem heitir Gallipoli sem er stríðsdrama. Sama ár lék hann í framhaldi af Mad Max sem kallaðist einfaldlega Mad Max 2: The Road Warrior. Hún sló líka í gegn en var ekki jafn góð og fyrsta myndin samt. Mel lék þá aftur fyrir Peter Weir í myndinni The Year of Living Dangerously árið 1983.

Gibson flutti þá aftur til Bandaríkjanna og fyrsta myndin sem hann gerði þar hér The Bounty. Í þeirri mynd lék hann liðhlaupann Fletcher Christian og mótleikari hans var Anthony Hopkins sem lék kaftein. Hann lék í tveim myndum í viðbót í Ameríku(The River og Mrs. Soffel) en sneri þá aftur til Ástralíu til að taka upp Mad Max 3 sem kallaðist Mad Max Beyond Thunderdome. Hún var engan veginn jafngóð og hinar tvær þrátt fyrir meiri peninga. Tina Turner lék á móti Mel og þau ráfa um í eyðimörkinni eins og spámenn og hasarinn er hálf skilinn eftir. Mel fór þá til USA aftur og lék í mynd sem átti eftir að festa hann endanlega í sess með vinsælustu leikurum heims. Árið 1987 lék Mel í Lethal Weapon sem varð ein vinsælasta myndin það ár. Í myndinni leikur Mel lögguna Martin Riggs sem er þráir heitast að deyja og gerir lífið leitt fyrir gömlu kempunni Roger Murtaugh sem er nýr félagi hans. Þetta er ein besta löggumynd sem hefur verið gefinn út og þetta tvíeyki eitt það skemmtilegasta sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Árið eftir lék Mel í Tequila Sunrise sem átti að vera svona gamaldags glæpamynd en hún því miður mistókst. Mel leikur stórtækan eiturlyfjasala og Kurt Russel leikur eiturlyfjalöggu og svo er Michelle Pfeiffer stelpan á milli þeirra. Síðan kom framhald af Leathal Weapon sem var ekki eins góð og fyrri myndin en samt nokkuð góð löggumynd. Þar kom Joe Pesci fyrst fram sem yndislegi karakterinn Leo Getz sem átti eftir að koma meira við sögu í hinum myndunum.
1990 lék Mel í tveim meðalmyndum sem heita Bird on A Wire og Air America en sama ár kom hann mörgum á óvart þegar hann lék Hamlet í samnefndri mynd sem er byggt á leikriti Shakespeare.

Svo kom þriðja myndin í Leathal Weapon seríunni og stóðst hún engan veginn væntingar og var heldur farið að þynna formúluna með því að bæta við “hundleiðinlegri” Rene Russo sem kærustu Riggs en Pesci stóð fyrir sínu. Sama ár lék hann í Forever Young sem fjallar um tilraunflugmann sem býður sig fram í tilraun árið 1939. Í tilrauninni er hann frystur og hann heldur að hann verður frystur í eitt ár en vaknar svo árið 1992 eða 53 árum síðar. Ári seinna ákvað Mel að leikstýra sinni fyrstu mynd og hét hún Man Without A Face og fjallaði um mann sem verður fyrir miklum brunaáverkum í bílsslysi og hvernig samband hans við strák í nágreninu þróast. Þá var komið að því að hann lék aftur fyrir leikstjórann Richard Donner sem hafði gert allar LW myndirnar. Myndin hét Maverick og leikur Mel pókerspilara í villta vestrinu sem er að safna peningum til að taka þátt í stærðar pókerkeppni. Hann kynnist konu sem er pókerspilari einnig. Á móti Mel leika Jodie Foster og James Garner, sem lék einmitt í sjónvarpsþáttunum sem myndin er byggð á.

1995 er mjög minnistætt ár örugglega fyrir Mel Gibson. Þá leikstýrði hann í annað sinn og nú datt hann í lukkupottinn. Myndin hét Braveheart og fjallaði um skotann William Wallace sem berst gegn harðræði Englendinga á 13.öld eftir að ástkona hans er tekinn af lífi. William leiðir samlanda sína gegn her Edward the Longshanks og berst fyrir frelsi Skotlands. Ótrúlega vel gerð bardagaatriði og góð myndataka einkenna myndina og Mel heldur vel utan um allan pakkann. Myndin vann 5 óskarsverðlaun þar á meðal besta myndin og besti leikstjórinn.
Á eftir velgengni Braveheart var Mel ekkert að hægja á sér. Hann lék næst í Ransom, mynd eftir Ron Howard. Hún fjallaði um milljónamæring sem lendir í því að syni hans er stolið af Gary Sinise(sem er skuggalega góður í þessari mynd). Aftur lék hann á móti Rene Russo(ojj hvað ég hata hana) og myndin sló í gegn. Enn og aftur leikstýrði Richard Donner Mel í Conspiracy Theory þar sem Julia Roberts lék á móti honum. Mel leikur vægast sagt skrýtin og ofsóknaróðann mann sem er með Juliu á heilanum. Hann gefur út fréttablað þar sem hann skrifar niður ýmsar samsæriskenningar og í kjölfarið fara skrýtnir hlutir að gerast sem gera hann venjulegri og venjulegri með tímanum.
Leathal Weapon 4 var svo pungað út í einhverju peningaplokki og greinilegt að allir voru hættir að taka þessu alvarlega og mikið fjör og mikið gaman hjá leikurunum að gera hana. Payback var svo næsta myndin hans og er hún endurgerð á gömlum smell með Lee Marvin. Brian Helgeland leikstýrði og myndin kom frekar vel út og Mel frekar grimmur og vægðarlaus líkt og Marvin í upprunalegu myndinni.
Árið 2000 var svo ekkert ýkja gott ár hjá Gibson. Hann byrjaði á því að leika í hundleiðinlegu myndinni The Million Dollar Hotel sem var hvað frægust fyrir að sá ágæti söngvari U2 Bono skrifaði söguna. Myndin var mjög slöpp en Mel slapp reyndar vel frá henni og var nokkuð þéttur sem FBI maðurinn Skinner. Svo kom þjóðrembingsvælumyndin The Patriot sem fjallaði um nýlendustríðið í USA. Alltof löng mynd sem skilur lítið eftir sig nema nokkur ágæt stíðsatriði og nokkur sprenghlægileg fánaatriði. Svo hélt hann áfram með What Women Want sem var gífurlega ofmetin mynd sem náði eiginlega aldrei flugi. Nokkur fyndin atriði en enginn snilldarmynd og ekki þannig grínmynd sem Gibson nýtur sín best.

Á þessu ári koma svo tvær nokkuð áhugaverðar myndir með Mel Gibson. Sú fyrri er We Were Soldiers sem er stríðsmynd sem gerist í Víetnamstríðinu og hin myndin er Signs sem er nýjasta myndin eftir M.Night Shyamalan(Sixth Sense,Unbreakable). Þannig að Mel er langt frá því að vera hættur eða að vera að hægja á sér. Mel stofnaði kvikmyndafyrirtækið Icon productions.

Takið eftir:

Að í Maverick þegar Mel er í banka þá kemur Danny Glover inn í bankann og rænir hann og það verður svona moment þar sem þeir horfa á hvorn annan og þá kemur saxófóns stef úr Leathal Weapon.

Að í Air Amercia hrapar Mel í frumskógi og á að vera á hvolfi en hálsmen sem hann er með á sér hangir í ranga átt.

Að í Bird on a Wire tengir hann framhjá til að starta mótorhjóli en nokkrum atriðum seinna kveikir hann á sama hjóli með lykli.

Að í Braveheart eru allir í skotapilsum og myndin gerist á 13.öld en skotar fóru ekki að nota skotapils fyrr en á 17.öld

Að í Braveheart er William að hlaupa að Englendingum í bardaga með sverð í hendi, síðan er klippt og þá er hann með ekkert, síðan er aftur klippt og þá er sverðið komið í hendur hans aftur.

Að í Braveheart þegar William stendur yfir gröf konu sinnar og beygir sig niður og kyssir hana og stendur svo aftur upp þá sést vinstra megin við hann hvítur sendiferðabíll??????????

Laun:
The Patriot 25.000.000$
Conspiracy Theory 20.000.000$
Ransom 20.000.000$
Maverick 15.000.000$
Leathal Weapon 3 10.000.000$
Mad Max Beyond Thunderdome 1.200.000 Ástralskir dollarar
Mad Max 2 The Road Warrior 120.000 Ástralskir dollarar
Mad Max 15.000 Ástralskir dollarar


-cactuz