Maður labbar framhjá almenningssíma og síminn hringir. Maðurinn svarar og röddin í símanum segir við hann að leggja ekki á annars verður hann skotinn. Maðurinn er því fastur í þessum símaklefa með rauðan punkt á sér. Er hægt að gera mynd sem gerist eingöngu í litlum símaklefa? Það heldur Joel Schumacher greinilega því hann er að vinna að mynd sem kallast The Phone Booth og hún gerist í einum símaklefa. Það hafa margir sýnt þessari mynd áhuga þar á meðal Will Smith(ojjj),Brad Pitt og Jim Carrey. Schumacher ætlaði að gera þessa mynd fyrst árið 1998 en hann taldi það þá ómögulegt að gera svona mynd. Eftir miklar pælingar og breytingar hefur hann ákveðið að reyna við þetta erfiða verkefni að gera kvikmynd úr þessu. Ég hef ekki hugmynd um hvernig plottið er í þessari mynd annað en það sem ég taldi upp hér fyrir ofan. Myndin er í rauntíma sem þýðir að sagan gerist á jafnlöngum tíma og myndin ( líkt og Nick of Time með Johnny Depp). Schumacher sagðist vera orðinn þreyttur á big budget myndum og vildi reyna ódýra og flóknari mynd eftir velgengni síðustu myndar sinnar, Tigerland, sem kostaði nánast ekki neitt. Það verður mjög áhugavert að sjá hvað verður úr þessari mynd og hvernig plottið kemur út. Schumacher er reyndar frægastur fyrir að eyðileggja Batman seríuna en hann hefur samt gert nokkrar fínar myndir t.d. Falling Down, A Time to Kill og Tigerland. Maðurinn í símaklefanum er leikinn af Colin Farrel(Tigerland) og aðrir leikarar eru Katie Holmes,Ray Liotta,Richard T. Jones og Forest Whitaker. Myndin er í framleiðslu núna og kemur út 2002.
Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd?

-cactuz