Fire In The Sky Mér langaði aðeins að fjalla um þessa mynd sem kom út árið 1993. Hún er að mínu mati ein besta apductionmynd sem ég hef séð.Þess má geta að hún er byggð á sannsögulegum atburðum(ja allavega persónum). Ég man ekki hvort hún fékk eitthvað rosalega dóma en þegar ég fór á hana á sínum tíma í Háskólabíó þá vissi ég ekkert um hana og var eiginlega ekki að búast við miklu.

Í byrjun myndarinnar eru nokkrir timburmenn(ekki þynnka) heldur alvöru skógarhöggsmenn að koma niður af fjöllum í pallbíl á miklum hraða. Þeir hafa ótrúlega sögu að segja af félaga þeirra Travis Walton. Þeir halda því fram að honum hafi verið rænt af geimverum upp í fjöllunum. Fólkið í smábænum trúir ekki orði sem þeir segja og halda því fram að mennirnir hafi drepið Travis. Fógetinn er fenginn á staðinn og mennirnir segja honum hvernig þetta atvikaðist.

Myndin gerði mig drulluhræddan á sínum tíma( enda aðeins rétt fermdur) því geimverurnar eru mjög óhugnalegar og í raun öll atriðin með verunum mjög creepy. Ég mæli með því að sci-fi aðdáendur kíkji á þessa mynd út á leigu ef þeir eru ekki búnir að sjá hana. Í aðalhlutverkum eru D.B. Sweeney,Robert Patrick(T-1000),Craig Sheffer,Peter Berg,Henry Thomas og James Garner. Leikstjórinn hefur lítið annað merkilegt gert og heitir Robert Lieberman.

Vona að þið kíkið á hana
Góða skemmtun
-cactuz