Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

braudrist
braudrist Notandi frá fornöld 30 stig

Re: Perfect Dark (N64)

í Tölvuleikir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Góð grein. Upplifunin að spila Goldeneye var samt skemmtilegri fannst mér. PD er betri leikur frá tæknilegum sjónarhóli en Goldeneye var bara bylting og átti eftir að breyta skotleikjum um alla framtíð!!! Ég bíð ekki í það hvað Metroid gerir EF hann heppnast! Það sem Nintendo (Retro)gerir gera þeir betur en allir aðrir.

Re: Seinni gullaldarár lakers runninn á enda?

í Körfubolti fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Já ég er að segja það að Karl Malone er ennþá að “meika það”. Ef þú hefðir eitthvað kynnt þér málið vissirðu að Karl Malone er ein stærsta ástæðan fyrir því að Lakers komust í úrslitin. Það var varla rætt um annað en hvernig að þessi gamli lunkni leikmaður hélt MVP síðustu 2 ára, Kevin Garnett og Tim Duncan, algerlega niðri. Það er talað um það að meiðsli Karl Malone sé stærsta ástæða þess að Lakers veitti Detroit ekki meiri samkeppni en raun bar vitni. Gary Payton átti hörmulega...

Re: Seinni gullaldarár lakers runninn á enda?

í Körfubolti fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Shaq varð 32 ára í mars. Það þýðir að hann á alveg 4-6 ár eftir í toppformi. Eins og þessar stjörnur eru meðhöndlaðar í dag þá virðast þeir geta haldið árfam endalaus (bendi aftur á Karl Malone því til sönnunar). En hitt er alveg rétt eins og einhver benti á, að Shaq hefur verið að glíma við ýmisskonar meiðsli og því gætu þessi ár orðið færri og styttri en ellegar. Ég myndi samt frekar byggja liðið mitt í kringum Shaq heldur en Kobe. Hann er áhrifamesti (most dominant) leikmaður NBA...

Re: Seinni gullaldarár lakers runninn á enda?

í Körfubolti fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Nei, ég er að segja að frægir, laglegir og RÍKIR menn nauðgi ekki!!! Hvaða rugl er þetta eiginlega. Það er nú einu sinni þannig að menn eru saklausir þangað til sekt er sönnuð og það er ekki búið að sanna neina sekt á Kobe. Það eru bara komnar fram ásakanir. Það geta að sjálfsögðu allir nauðgað og ég er ekki að reyna að verja slíkan viðbjóð. Hitt er samt líka að það er til fólk sem er skrítið í hausnum og kemur fram með falskar ásakanir í von um peninga, frægð eða hvort tveggja. Persónulega...

Re: Seinni gullaldarár lakers runninn á enda?

í Körfubolti fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Fyrir það fyrsta. Shaq er búinn að gefa það út að hann sá alveg til í að vera með öllum sömu aftur á næsta ári. Það virðist hins vegar verða ólíklegra með hverjum tapleiknum. Í öðru lagi. Kobe er saklaus. Það þarf enginn að segja mér það að myndalegur ungur milljarðamæringur þurfi að nauðga stelpu. Þær mynda yfirleitt raðir til þess að fá að sofa hjá NBA leikmönnum, hvað þá Kobe. Í þriðja lagi. Þá er Shaq besti maður deildarinnar. Að kalla þann mann aldraða stórstjörnu er eitt það allra...

Re: Stander

í Háhraði fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Takk. Það eru greinilega miklar pælingar um hvaða lag þetta sé enda er það alger snilld. Líka greinilegt að ég hef ekki heyrt það áður þar sem það ég ekki einu sinni að vera komið út;). En amk ef menn vilja sjá flottann trailer með roslalega töff tónlist þá endilega kíkja á Stander. …og Garden State

Re: Detroit 1 - ----- Lakers 0

í Körfubolti fyrir 19 árum, 11 mánuðum
OK í fyrsta lagi þá er það alger vitleysa að segja að Big Ben hafi ekki haft roð í Shaq. Þeir unnu jú leikinn. Sama þótt að Shaq skori 300 stig, ef að Detroit vinnur þá eru þeir að gera rétt. Ben er besti varnarmaður deildarinnar og átti blöðum skv alveg fínan leik varnarlega. Kobe skoraði en var með lélega nýtingu en restin af liðinu var bara með skítinn upp á bak eftir þennan leik. Ég held sko hiklaust með Detroit í þessari rimmu og vona að þeir taki þetta í 6 leikjum. Það er samt ljóst að...

Re: Stjörnustælar

í Körfubolti fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Þetta eru bara gaurar sem eru tæpir á meiðslum margir hverjir. Sumir eru náttúrulega bara aumingjar og ekkert við því að segja en aðrir hafa löggildar afsakanir. Það má reyndar kenna liðum þessara leikmanna um mest af þessu. Eflaust setja þau pressu á leikmenn að fara ekki ef þeir eru tæpir af meiðslum og peningar spila sennilega stórt hlutverk. Mér er svosem sama um draumalið BNA manna enda held ég með öllum öðrum en þeim. Hitt er verra að NBA liðin eru að heimta gríðarháar tryggingar frá...

Re: NDS? Kominn út?

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 11 mánuðum
HEHE. Smá mis þarna í gangi. Ég var hálf sofandi þegar ég skrifaði þetta, en jú ég er að sjálfsögðu að meina MP:echoes. Sorry

Re: NDS? Kominn út?

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Nintendo hafa ákveðið að fresta leiknum í Japan til að koma honum út fyrr í Evrópu. Þetta þýðir að hann kemur út um jólin á Íslandi.

Re: Banjo Tooie

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 11 mánuðum
HAHA. Já viðbrögðin hafa ekki verið góð við þessari bón minni. Mátti svosum búast við því, en þar sem ég hef séð fólk vera að selja Zelda leikina sína hérna þá datt mér í hug að það væri smá séns…. Hvað um það. En semsagt ef það er einhver sem hefur enga þörf fyrir Banjo Tooie þá er ég ennþá tilbúinn að kaupa hann. Endar samt væntanlega með því að ég kaupi hann út í búð. Verð bara að spila þetta kvikindi!

Re: Nintendo DS fróðleikur

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það er og hefur alltaf verið vitað að PSP verður eð mun betri grafík en NDS og stærri skjá og allt það. Málið er bara hvað á þetta eftir að kosta? Það getur líka vel verið að þessar 2 tölvur eigi eftir að þróast í sitthvora áttina. Verðið á PSP verður sennilega tvöfalt á við hvað NDS á eftir að kosta og þess vegna ekki ólíklegt að þær fái báðar mikið fylgi en frá alerlega andstæðum fylkingum. Persónulega finnst mér NDS mun meira spennandi hugmynd.

Re: Nintendo DS fróðleikur

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Ég er bara hreint út sagt í skýjunum yfir því hvað Nintendo eru gjörsamlega að pakka E3 2004 saman. Mér finnst Nintendo DS eða Revolution eða hvað hún heitir alls ekkert ljót. Ekkert augnakonfekt svosum en hitt kemur á móti að þetta er ekki loka hönnun skv Nintendo. Það voru líka ófá gleðitárin sem runnu áðan þegar ég sá…eða upplifði nýja Zelda. OMG! Þessum leik hef ég beðið eftir síðan Ocarina of Time. Nintendo voru rétt í þessu að selja mér 1stk Gamecube og 1 stk NDS. Ég bendi öllum sem...

Re: Metallica - Re - load

í Metall fyrir 20 árum
Já ég tek undir með Andskotanum, þessar greinar eru skemmtileg tilbreyting í allt sorpið sem ratar inn á huga.is þessa dagana. Gott framtak!

Re: Tökum upp nýtt kerfi!

í Deiglan fyrir 20 árum
Svo ættum við að hætta þessu nafnaveseni líka. Ættum bara að fá númer í staðinn. Ég man ekkert hvað allir ættingjar mínir heita en ég er viss um að ef allir væru bara eitthvað númer væri allt miklu auðveldara. T.d. Ég þarf að sækja 00-23-23-14 á 5,5-173Pí/180 og skutlast svo niðrá 12,4_11Pí/30 með pakka handa séra 00-23-12-12.

Re: Metallica - Load

í Metall fyrir 20 árum
Langar að byrja á því að segja að þessar greinar þínar eru bara helvíti fínar og hafa orðið til þess að ég fór að skoða Metallica, og líkar nokkuð vel. Ég hef ekki heyrt þessa plötu alla sjálfur, bara nokkur lög hér og þar, en hef hins vegar lesið nokkra dóma um hana. Þú ert á sömu línu og flestir, segir að Bob Rock hafi í raun eyðilagt sveitina með því að gera hana að commercial mainstream rock-grúppu sem er nokkuð satt. Hann gerði það reyndar líka við eina af mínum uppáhalds hljómsveitum...

Re: Tónlistarsmekkur minn..?

í Rokk fyrir 20 árum
William Hung! Tjékkaðu á honum, virðist vera mikill talent þar á ferð. Las eftirfarandi í dómi um plötuna hans: “But the biggest offense is ”I Believe I Can Fly.“ Think of what two cats screwing on a blackboard might sound like, while a dying vulture sings harmony, and you start to approach the aural abuse you'll endure by listening to Hung's rendition.” Virðist vera virkilega gott stuff á ferðinni þarna.

Re: Tónlistarsmekkur minn..?

í Rokk fyrir 20 árum
Mínus, The Vines, Stellastarr*, Jet, Death Cab For Cutie, Modest Mouse og fullt, fullt í viðbót! Fyrir rólega músík er Sufjan Stevens einhver besti tónlistarmaður sem komið hefur fram nokkurn tímann!

Re: Ríkir algert tjáningarfrelsi á netinu?

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég skil hvað þú átt við Nishanti en… Yfirleitt er fólk látið skrifa undir ábirgðaryfirlýsingu eða eitthvað slíkt, þar sem bloggfyrirtækin eða vefveiturnar eru fríaðar allri ábirgð. Þeir sem skrifa nafnlaust á netinu eru samt ekki alveg nafnlausir, í mörgum tilfellum er hægt rekja skrif í gegnum IP tölur. Ósakhæfir unglingar eiga að vera höndlaðir á sama hátt með bloggskrifum sínum eins og ef þeir prentuðu út x mörg eintök af óhróðri og bæru það í hús. Svipta ætti hulunni af nafnlausum aðilum...

Re: Ríkir algert tjáningarfrelsi á netinu?

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það eru lög í landinu sem segja til um að menn hafi tjáningarfrelsi. Hins vegar má ekki koma með óhróður eða eitthvað sem t.d. svertir mannorð fólks. Ef að eitthvað slíkt er í gangi þá ber sá sem skrifar og birtir óhróðurinn ábirgð, sama hvort þetta birtist í Mogganum, Séð og Heyrt, Textavarpinu eða Internetinu. Þetta er ofur einfalt. Þeir sem stunda persónuárásir á netinu eiga á hættu að vera kærðir, alveg eins og allir aðrir. Þeir hinir sömu þurfa því að koma með rök fyrir máli sínu og...

Re: Óskarinn 2004 - Spá

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Fín grein. Hefðir samt mátt taka það skýrar fram hverjum þú spáir sigri í hverjum flokki. Vantar oft smá niðurstöðu í lok hvers flokks. En annars fínasta grein. Ég hef ekki séð allar kvikmyndirnar en ætla nú samt að spá, því ég hef lesið mig ansi mikið til um hinar myndirnar. Besti leikari: Bill Murray Besta leikkona: Naomi Watts Aukaleikari: Benicio Del Toro Aukaleikkona: Renée Zellweger Leikstjóri: Peter “Hobbiti” Jackson Besta mynd: Lord of the Rings: tRotK Annars sakna ég margra úr...

Re: Djö... Geðveiki

í Háhraði fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þetta er það fyndnasta sem ég hef séð í langan tíma. Alveg síðan mörgæsin flippaði út!

Re: Femínistablaðið, öðru nafni Morgunblaðið

í Deiglan fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Fyrir mitt leiti er ég að verða kominn með alveg upp í kok af þessum svokölluðu feministum. Það sem þú nefnir í greininni í sambandi við fordóma gagnvart körlum er að verða svo auglóst að manni blöskrar. Vissulega er hjákátlegt að koma fram og kvarta yfir svona hlutum, vissulega á maður bara að reyna að einbeita sér að einhverju öðru, vissulega á maður ekki að láta þessi grey fara í taugarnar á sér. En málið er bara það að margt í framkomu og framferði feminista gengur hreinlega langt út...

Re: Spádómar um liðin á næsta tímabili

í Formúla 1 fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Vó, svolítið stór villa þarna. Button er ekki í Renault, hann er í BAR. Alonso og Trulli aka fyrir Renault og Button ekur ásamt Takuma Sato fyrir BAR. Hins vegar virðist sem að þessi tvö lið BAR og Renault komi til með að blanda sér af mikilli alvöru í toppslaginn á þessu tímabili. BAR bíllinn hefur verið fljótastur hvað eftir annað á æfingum. Vonandi verður slagurinn ennþá harðari í ár og bind ég vonir við að við sjáum nýjan heimsmeistara í ár. Áfram Renault!

Re: Helgin

í Körfubolti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Spái nýliðunum sigri. Reyndar smá prentvilla hjá þér. Melo var valinn nr 3 en ekki 23. Carmelo Anthony er uppáhalds nýliðinn minn og er að rífa mitt gamla uppáhalds félag, Denver, upp á rasshárunum. Nýliði ársins að mínu mati. Annars vona ég að Peja vinni 3ja stiga keppnina enda besta skytta deildarinnar án vafa. Troðslukeppnin er í mikilli lægð og frekar óspennandi. Mér er eiginlega sama hver vinnur. Þyrfti að taka þá keppni í gegn. Svo gleymirðu tveimur keppnum sem eru annars vegar...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok