Perfect Dark (N64) Þróunaraðili: RareWare
Útgefandi: Nintendo
Tegund leiks: Fyrstu-persónu skotleikur
Spilarar: 1-4

Í síðasta mánuði fjallaði ég um TimeSplitters. TimeSplitters einfaldur fyrstu-persónu skotleikur. Þótt TimeSplitters er talinn góður þá er hann ekki að sýna sterku hlið þróunaraðilans. Leikir með RareWare stimpli framan á tákna gæði, og alltaf standa þeir við verkin. Einn leikur eyðileggur hreinan skjöldi, Killer Instinct. Leikir sem hafa komið frá þeim eru m.a Banjo Kazooie, Conker´s Bad Fur Day, Golden Eye og auðvitað Perfect Dark sem ég mun fjalla um. Eitt hefur komið í ljós á síðustu árum, þeir geta sinnt fjölbreyttum verkefnum og komið með eitthvað nýtt sem aðrir geta einfaldlega ekki framkvæmt. Fólk hélt að skotleikir gætu ekki gengið á leikjatölvum, þeir afsönnuðu þá kenningu auðveldlega með metsölutitlinum Golden Eye. Flestir reyndir spilarar gæta minninga úr fjölspiluninni. Það var hægt að hanga í honum endalaust. Hægt og rólega varð N64 úrelt og ný og sterkari tölva kom á markaðinn. RareWare voru þrátt fyrir það óhræddir og kynntu nýtt verkefni, Perfect Dark. Nú var kominn ný aðalpersóna og glænýr söguþráður, helst vegna þess að þeir höfðu afsalað sér Bond nafninu. Persónulega finnst mér EA búið að eyðileggja virðinguna sem fólk bar fyrir Bond nafninu. Nýji leikurinn átti að nýta endurbætta Bond vél. Fólk var orðið spennt, og óljóst var hvort N64 átti eftir að bjóða upp á eitthvað meira. Um mitt sumarið árið 2000 kom leikurinn út á klakanum, og auðvitað var ég ekki seinn að redda mér eintaki.

Leikurinn er með gott plott frá upphafi til enda. Persónan sem þú leikur er þokkadísin Joanna Dark. Þú færð skipun frá yfirmanni þínum, Daniel Carrington að brjótast inn í vopnasamsteypuna dataDyne. Þar átt þú endurheimta, Dr. Caroll, en honum var stolið af háttsettu fólki innan dataDyne. Þér til undrunar er Dr. Caroll lítið vélmenni með persónuleika. Þegar þú ert kominn aðeins inn í leikinn fattarðu hvernig plottið virkar. Þú lendir í ótrúlegu ævintýri þar sem þú kynnist t.d forsetanum og vinum frá öðrum hnöttum. Meira og meira kemst í ljós og þú finnur út að markmið dataDyne er að fremja samsæri gegn öllu mannkyninu. Aldrei hef ég spilað skotleik sem hefur jafn djúpan söguþráð og Perfect Dark.

Leikspiluninn er sú besta sem völ er á. Hönnun borðana er svipuð og í Golden Eye, klára ýmis verkefni og borðinu og flýja.
Það var nýjung sem RareWare kynntu með Golden Eye. Áður en þú byrjar í leiknum getur þú dundað þér á æfingasvæðum Carrington Institute. Þar sem hægt er að æfa skothitni, snerpu og annað. í fyrsta borðinu áttu t.d að brjótast inn á skrifstofu forstjóra dataDyne, stela lykli og drulla þér út eins hratt og mögulega hægt er. Um leið og þú ert búinn með fyrsta borðið veistu að kaupin á leiknum voru engin mistök. Leikurinn mun vera umhugsunarefni löngu eftir þú hefur unnið hann. Þú ert kannski eins og ég, mynnist gömlu góðu dagana í Perfect Dark. RareWare þróaði fullkomna 3d stjórn með N64 stýripinnanum. Pinninn er áfram og aftur, C-vinsri og C-hægri eru sidestep, C-upp miðar upp og C-niður niður, Z skýtur, A skiptir um vopn, B er seinni skotmöguleikinn og R miðar. Þetta er hin fullkomna uppsetning. Þrjú stig erfiðleika komu við sögu í leiknum, “Agent” sem er létt, Spacial Agent er venjulegt og Perfect Agent sem þykir ofsalega erfitt. Alls eru 20 borð í leiknum, 3 þeirra koma aukalega, en þér er verðlaunað þau ef þú vinnur leikinn.
Tveir geta unnið borðin saman, og einnig getur annar aðilinn tilheyrt liði varðana og á að koma í veg fyrir að þú klárir áætlunarverkið. Ef þú átt ekki aukastýrpinna getur þú sett bot í staðinn. Gervigreind varðanna er mjög góð, þeir skýla sér bakvið veggi og skjóta á þig þaðan. Auk þess ef þeir eru í ómögulegri stöðu og þú ert sneggri að miða á þá, þá gefast þeir upp og grátbiðja mann um að veita sér miskunn. Í leiknum munnt þú læra að elska vopnin. 32 byssur og vopn eru opnanleg, og maður er að sjá nokkrar byltingarkenndar. Ein byssan, Farsight virkar svipað og shock byssurnar í Eraser kvikmyndinni.

Fjölspilunin er mjög svipuð og í Golden Eye. Eins og vélin, þá er hún endurbætt. Fjórir geta keppt í einu og hægt er að bæta inn 12 botum. Þetta er allt afskaplega fullkomið. Stillingarnar eru óendanlegar. Þú getur stillt getu botana miðað við getu þína. Þú getur líka stillt stíl þeirra, hvort þeir leggja t.d allt í sölurnar eða fela sig og campa . Þú getur ráðið hvers konar vopn verða í borðunum, litlar kjarnorkusprengjur, geislabyssur, M16 og bara allt milli himins og jarðar. Leikvellirnir eru rúmlega 20 og nokkrir þeirra koma beint úr Golden Eye. Til þess að opna borð þarftu að vinna áskoranir. Þú getur valið sjálfur hverskonar tegund leiks þú vilt spila, valmöguleikarnir eru, Combat, Hold the Briefcase, Hacker´s Central, Pop a Cap, King of the Hill og Capture the Case. Þú getur valið milli allskonar persóna, jafnvel tölvuleikjagoðið Shiguru Miyamoto hönnuður Mario, Zelda o.s.fv. Eftir því hversu margar áskoranir þú vinnur þá hækkarðu í eins konar tign, þú byrjar sem beginner og vinnur þig síðan upp í Veteran, sem ég er sjálfur þessa stundina. Eins og fólk má þá glögglega sjá, þá eru snillingar á ferð.

Maður hélt að N64 gæti aldrei ráðið við svona grafík. Stökkið frá Golden Eye upp í þennan er gífurlegt. Þótt leikurinn sýnir úrelta grafík miðað við leikina í dag þá hefur það lítil áhrif á leikspilunina. RareWare hafa unnið betur með N64 vélinni en nokkur annar hönnuður. Texturarnir eru mjög flottir, jafnast samt ekki við TimeSplitters, enda eldri vél á ferðinni. Persónurnar eru hannaðar mjög vel og andlitin sjást sem þykir gott á þessari vél. Stundum gleyma verðirnir að hlaða byssurnar sínar og blóta þess vegna, “damn”. Ef þú skýtur í byssuna þeirra þá missa þeir hana og ráðast á þig með Kong-Fu töktum. Það getur verið drepfyndið að sjá hversu miklir klaufar þeir eru. Í fyrsta borðinu stendur maður á þaki háhýsis og horfir á fljúgandi bíla aka fram hjá. Annars er fara erfitt að segja frá grafíkinni að sökum aldurs. Samt er þetta allt saman mjög flott hjá þeim og þar með sýndu þeir síðasta andardrátt N64 tölvunnar. Leikurinn hægir stundum á sér, og persónulega á ég erfitt með að spila hann eftir að hafa hangið í TimeSplitters.
Hljóðið er ekkert verra. Í Golden Eye þurfti fólk að lesa texta. Núna tala allar persónur, og raddirnar koma skýrt fram svo auðvelt sé að skilja. Leikarar ofleika ekki og flestar raddir passa mjög vel inn. Leikurinn er í Dolby Surround, þannig ef þú ert með góðar græjur heima hjá þér, þá er þetta leikurinn. Lögin eru fín, þegar mikið action á sér stað þá verður takturinn hraðari.
Að öllu leiti er þá er þetta besta hljóðið sem heyrst hefur úr N64 vélinni.

Leikurinn endist mjög lengi, eða nokkur ár. Ég man eftir auglýsingunni hjá Bræðurnum Ormsson “Gleymdu PS2, Dolphin, Xbox og Deamcast, því þær verða orðnar antik þegar þú færð leið af þessum.” Ég myndi segja að þessi setning hjá þeim hafi verið 90% sönn.

Að lokum vil ég minna fólk á að þetta er besti skotleikur sem völ er á, ég er ekki að sjá neinn annan sem mun slá hann út, nema kannski næsti PD leikur. Núna nýlega var Perfect Dark: Zero á Gamecube kynntur. Orðrómar benda til að hann muni að auki bjóða upp á netspilun. Að lokum vil ég benda á að þetta er frábær leikur sem enginn “hardcore” leikjaáðdáandi má missa af.

Leikspilun: 10
Grafík: 9,5
Hljóð 10
Ending: 10

Over and out, Sphere.