Ríkir algert tjáningarfrelsi á netinu? Undanfarið hef ég orðið vitni af hreint ótrúlegum hlutum á þessu annars ágæta fyrirbæri sem kallast netið. Menn stofna síður sem þeir kenna við ákveðna aðilla síður þar sem þeir bita e-mal samskipti þar sem fullt nafn viðmælenda kemur fram að því er virðist til þess að gera lítið úr viðkomandi. Aðrir stofna síðu þar sem þeir hafa safnað saman tenglum inn á síður fólks undir því yfirskini að þeir séu barnaníðingar. Meintir barnaníðingar í þessu tilfelli eru að því virðist ósköp venjulegt fjölskyldufólk sem nýtir síður sínar m.a. til þess að birta myndir af börnunum sínum. Kemur þar fram undir fullu nafni og jafnvel er símanúmer viðkomandi á síðunni.

Tvö frekar ólík dæmi þar sem annað er dæmi um ljóta stríðni, jafnvel einelti en hin er dæmi um að mannorð fólks er svert með einhverju sem flest fólk telur sérlega ógeðfellt.

Eru virkilega engin takmörk fyrir því sem fólk telur sig geta sett út á netið? Þetta er fjölsóttur miðill og það sem einstaklingar setja þar úr er ekki á neinn hátt ritskoðað eða metið af þriðja aðill til þess að fá hlutlaust sjónarhorn á málið. Fólk getur póstað öllu því sem því dettur í hug, jafnvel á stundum sem það er langt frá því að vera í jafnvægi.

Jú hér ríkir málfrelsi en verðum við ekki að treysta því að netverjar búi yfir almennri siðferðiskennd og klíni ekki á fólk einhverjum óróðri sem það jafnvel getur ekki svarað fyrir.

Rógburður á netinu er að mínu mati margfalt verri en þessi klassíski kjaftagangur. Þar sem þar er skrifað stendur þar svo lengi sem rógberinn ákveður það á meðan þessi klassíski kjaftagangur fjarar hægt og rólega út.

Ættum við ekki að hafa þessa almennu reglu að aðgát skuli höfð í nærveru sálar á netinu jafn sem og í hinu daglega lífi?

Hvað þykir ykkur?