Nú eru ólympíuleikarnir í Aþenu í sumar, og ég verð að segja að mér finnst alveg ótrúlegir stjörnustælarnir hjá mörgum af helstu stjörnum Bandaríkjamanna. Við munum eftir heimsmeistarakeppninni í Indiana fyrir skömmu þegar nokkrir lykilmenn USA höfðu ekki tíma til að mæta, og hinir töpuðu leikunum fyrir fullskipuðum liðum annarra landa.
Það vakti upp mikla gagnrýni að menn teldu sig of upptekna til að vera fulltrúar lands síns í heimsmeistarakeppninni, og ég hélt að þetta mundi nú ekki endurtaka sig.
En nú er annað komið í ljós, stór hópur manna nennir ekki að mæta; T-Mac, Kobie Bryant, Jason Kidd, Karl Malone, Ray Allen, Vince Carter, Elton Brand, Keynion Martin Kevin Garnett og Shaq hafa allir þarfari hlutum að sinna.
Mér er alveg sama hvað menn segja um að þeir séu nú undir svo miklu álagi yfir tímabilið að þeir þurfi hvíld, ekki láta leikmenn annarra landa sig vanta. Hvernig haldiði að viðbrögðin yrðu í Júgóslavíu ef NBA leikmenn þeirra myndu ákveða að spila ekki?
Þessir gaurar eru orðnir eins og glymskrattar, þeir spila ekki nema það sé settur peningur í.